Drive-E

Nýjungar fyrir umhverfisvænni akstur.

Hvað ef þú gætir sameinað kraft, skilvirkni og framúrskarandi upplifun á vegum úti við sjálfbæran akstur?

Ný kynslóð af Drive-E aflrásum gerir þér einmitt þetta kleift – þú getur notið spennandi aksturs en með miklu minni eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun.

Og þar með er ekki öll sagan sögð. Drive-E er fullkomin skuldbinding um sjálfbærni. Ferlið er hannað með umhverfisvæna nálgun í huga, allt frá efnunum í bílunum til verksmiðjanna sjálfra.

AFLRÁSIR

Kraftmikill, nettur, skilvirkur.

Nýja Drive-E aflrásin státar af eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun fjögurra strokka vélar en virkni og afköst jafnast á við sex eða átta strokka vél. Árangurinn er þýður og kraftmikill akstur með færri heimsóknum á bensínstöðina.

TENGILTVINNVÉL

Betra fyrir þig. Betra fyrir jörðina.

Þú getur valið um akstursupplifun þegar þú velur á milli dísil- og rafknúinnar hybrid-vélar og bensín- og rafknúinnar hybrid-vélar. Auðvelt er að skipta á milli akstursstillinga til að velja það afl sem þú óskar eftir.FREKARI UPPLÝSINGAR

Fyrir kraft og skilvirkni

Notaðu kraftstillinguna fyrir sportlegan og snarpan akstur en haltu samt eldsneytisneyslu og mengun frá bílnum í lágmarki.

Fyrir hámarks sjálfbærni

Ertu að fara í vinnuna? Skiptu yfir í pure/eco-stillingu fyrir snöggar ferðir um bæinn. Þú munt ekki nota neitt eldsneyti og mengun frá þér verður engin.

Fyrir hámarks akstur

Hybrid-stillingin notar rafknúinn mótor og eldsneytismótor samhliða með hámörkun á vinnslu þeirra, hvert sem leiðin liggur.

CLEANZONE

Ferskur andvari

CleanZone er okkar nálgun í innra byrði ökutækisins. Volvo státar af lofthreinsikerfi sem skimar eftir mengun í loftinntaki og lokar loftopum ef nauðsynlegt þykir. Virk kolefnissía ver þig einnig fyrir skaðlegum gastegundum og óþægilegri lykt – þú getur því andað áhyggjulaus og á heilsusamlegan hátt.

UMHVERFI

Að skapa sjálfbæra framtíð

Við hjá Volvo gerum ekki neitt án þess að hugsa um langtíma ábyrgð okkar gagnvart umhverfinu. Þess vegna smíðum við orkunýtna bíla, höldum verksmiðjunum hreinum og lágmörkum jafnvel heildarumhverfisáhrifin með því að nota 85% endurvinnanleg efni í hvern einasta bíl.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.