hugmyndabílar volvo

horFÐU til framtíðar

Volvo notar hugmyndabíla til að þróa nýjustu bíltækni og reyna sig áfram með djarfa hönnun og einstæðar hugmyndir. Þannig verður framtíð að nútíð.

Concept Coupe in a garden

Concept Coupe

öryggið uppmálað

Concept Estate

CONCEPT ESTATE

HUGVITSAMLEG FRAMTÍÐ

XC coupe on look out

Concept XC Coupe

FÁGAÐUR KÖNNUÐUR

THOMAS INGENLATH - SENIOR VICE PRESIDENT DESIGN

Hugmyndabílar okkar munu tjá sænska þjóðarsál á nýjan og spennandi hátt.

Sýndu, segðu ekki

HUGMYNDIN UM „SHOW, DON’T TELL“ var fyrst opinberuð umheiminum í þremur hugmyndabílum sem státuðu af sænskri hönnun, ástríðu fyrir útivist og nýsköpun. Þessar áherslur voru yfirlýsing um að nýtt tímabil hönnunar væri hafið hjá Volvo.


„Fyrsti Coupe hugmyndabíllinn vakti mesta athygli á vörumerkinu. Ég vildi að fólk segði: „Ó, vá. Getur Volvo í alvöru verið svona?“ Annar bíllinn, XC hugmyndabíllinn, hitti naglann á höfuðið. Það lá í augum uppi Já, þetta er Volvo. Við tókum sígildan glæsileikann í tveggja dyra bílnum – krómið og leðrið – og með því að breyta aðeins litum og efnum breyttum við honum í framúrstefnulegan sportbíll.


Síðasti hugmyndabíllinn – bíllinn þar sem nútímaleg útgáfa af Swedishness réð ríkjum – er tveggja dyra station bíll. Ef einhver getur gert það á sannfærandi hátt, þá er það Volvo. Þetta er nýtt fyrir Volvo,“ segir Ingenlath, „en þetta snerist ekki um að finna upp stíl vegna þess að við þyrftum að finna nýjar hönnunarforsendur – heldur var það innihaldið sem túlkaðist í gegnum hönnunina.“

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.