Snjallöryggistækni volvo

INTELLISAFE

Öryggið endurskilgreint – dag hvern.

Framtíðarsýn okkar: Að enginn slasist alvarlega eða láti lífið í nýjum Volvo bílum frá árinu 2020.


Svo alvarlega tökum við öryggismálin. IntelliSafe snjallöryggistækni okkar er þeim eiginleikum gædd að styðja þig við aksturinn, koma í veg fyrir árekstra og verja þig komi til óhapps og veitir þér þannig þægindi og hugarró hvert sem leið þín liggur.

STUÐNINGUR OG FORVARNIR

Gerir akstur hversdagsins enn skemmtilegri

Við höfum einfaldað akstursreynsluna, gert hana auðveldari og öruggari fyrir þig, hvert sem þú ferð. Þannig getur þú sest niður og notið bíltúrsins.

borgaröryggi (city safety)

áhyggjulaus í borgarumferðinni

Borgaröryggiskerfi (City Safety) Volvo grípur inn í þegar umferðin stöðvast skyndilega með því að undirbúa hemlana fyrir sneggra viðbragð eða hemlar sjálfkrafa ef enginn tími er til að bregðast við.

VERND

Öryggi frá öllum hliðum

Óvæntir hlutir gerast á vegum úti og því höfum við smíðað búnað sem heldur þér eins öruggum/öryggri og hægt er ef til áreksturs kemur.

SJÁLFSTÝRING

þægilegri, öruggari og vistvænni ferðamáti

Hjá Volvo eru sjálfkeyrandi bílar enginn vísindaskáldskapur. Fljótlega mun Volvo-bíllinn þinn geta stýrt, aukið hraðann og hemlað sjálfur. Hann mun geta ferðast með þig örugglega og þægilega á áfangastað. Og þú færð tækifæri til að gera hluti sem þú vildir sérstaklega gera í ferð þinni.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.