Snjallöryggistækni volvo

INTELLISAFE

Öryggið endurskilgreint – dag hvern.

Framtíðarsýn okkar: Að enginn slasist alvarlega eða láti lífið í nýjum Volvo bílum frá árinu 2020.


Svo alvarlega tökum við öryggismálin. IntelliSafe snjallöryggistækni okkar er þeim eiginleikum gædd að styðja þig við aksturinn, koma í veg fyrir árekstra og verja þig komi til óhapps og veitir þér þannig þægindi og hugarró hvert sem leið þín liggur.

STUÐNINGUR OG FORVARNIR

Gerir akstur hversdagsins enn skemmtilegri

Við höfum einfaldað akstursreynsluna, gert hana auðveldari og öruggari fyrir þig, hvert sem þú ferð. Þannig getur þú sest niður og notið bíltúrsins.

Virkur nálægðarskynjari

Virkur nálægðarskynjari skynjar bílinn fyrir framan og heldur réttri fjarlægð. Hann gerir aksturinn mun afslappaðri, sérstaklega í hægfara borgarumferð.

360° myndavél

Fáðu skýra yfirsýn yfir bílinn þinn og sjáðu hindranir frá öllum hliðum. Það verður barnaleikur að leggja bílnum og athafna sig í þröngu rými.

Virk háljós

Hugsaðu þér að þurfa ekki að skipta á milli háu og lágu ljósanna að kvöldlagi. Virk háljós skynja sjálfkrafa önnur ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk og deyfir ljósin hjá þér um stundarsakir.

Bílastæðaaðstoð til að leggja bílnum

Láttu okkur sjá um að leggja bílnum fyrir þig. Virkjaðu bílastæðaaðstoðina til að leggja bílnum, farðu upp að bílastæðinu og slepptu stýrinu. Bíllinn stýrir sjálfur og lætur þig vita þegar þú átt að hemla.

Upplýsingar um blindsvæði

Skiptu um akrein með fulla vitneskju um bílana í kringum þig með skynjara sem varar þig við.

Að halda sig réttum megin á veginum

Ef bíllinn byrjar að víkja af akreininni kemur veglínuskynjarinn til hjálpar, stýrir þér rólega til baka og sendir viðvörunartitring til að halda þér í viðbragðsstöðu.

borgaröryggi (city safety)

áhyggjulaus í borgarumferðinni

Borgaröryggiskerfi (City Safety) Volvo grípur inn í þegar umferðin stöðvast skyndilega með því að undirbúa hemlana fyrir sneggra viðbragð eða hemlar sjálfkrafa ef enginn tími er til að bregðast við.

Vernd fyrir gangandi vegfarendur

Skynjunarbúnaður sem greinir gangandi vegfarendur fyrir utan bílinn þinn og hjálpar þér að koma í veg fyrir slys. Hann hemlar jafnvel fyrir þig ef aðstæður krefjast.

Vernd fyrir hjólreiðafólk

Ef hjólreiðamaður sveigir fyrir bílinn varar skynjarinn þig við með ljósi á framrúðunni og hemlar fyrir þig ef þörf er á skjótum viðbrögðum.

Viðvörun um aftanákeyrslu

Skynjari nemur alla hluti innan 150 metra fyrir framan bílinn og ef slys er yfirvofandi er þér gert viðvart og hemlar undirbúa snögg hemlun.

VERND

Öryggi frá öllum hliðum

Óvæntir hlutir gerast á vegum úti og því höfum við smíðað búnað sem heldur þér eins öruggum/öryggri og hægt er ef til áreksturs kemur.

Loftpúðar fyrir gangandi vegfarendur

Loftpúði fyrir gangandi vegfarendur – tækni sem Volvo voru fyrstir með – opnast sjálfkrafa til að hylja framrúðuna og draga úr höggi við árekstur. Vegna þess að öruggur bíll ætti að verja þá sem eru inni í bílnum og þá sem eru fyrir utan hann.

Öryggisbelti

Við fundum upp þriggja punkta öryggisbeltið árið 1959 og það er enn besti öryggisþátturinn sem við búum yfir. Í dag strekkjast öryggisbeltin sjálfkrafa á nokkrum þúsundum hluta úr sekúndu við árekstur.

Sterkari yfirbygging

Öryggisgrindin okkar þolir mikið álag, enda smíðuð úr ofursterku Boron hástyrktarstáli og léttara stáli sem gerir að verkum að höggið dreifist og heldur þér öruggum.

SJÁLFSTÝRING

þægilegri, öruggari og vistvænni ferðamáti

Hjá Volvo eru sjálfkeyrandi bílar enginn vísindaskáldskapur. Fljótlega mun Volvo-bíllinn þinn geta stýrt, aukið hraðann og hemlað sjálfur. Hann mun geta ferðast með þig örugglega og þægilega á áfangastað. Og þú færð tækifæri til að gera hluti sem þú vildir sérstaklega gera í ferð þinni.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.