SJÁLFSTÝRING

þægilegri, öruggari og vistvænni ferðamáti

Sjálfkeyrandi bílar! Ímyndaðu þér að geta sett bílinn á sjálfstýringu, rétt eins og í flugvél, hallað þér aftur í sætinu og slappað af. Hljómar eins og fjarlægur draumur. Sú er ekki raunin. Fljótlega mun Volvo-bíllinn þinn geta stýrt, aukið hraðann og hemlar sjálfur; hann mun fara með þig örugglega og þægilega á áfangastað.

Þessi tækni er mun nær en þú heldur. Sjálfkeyrandi Volvo-bíla er þegar að finna á sænskum vegum og frá árinu 2017 munu viðskiptavinir nota 100 sjálfkeyrandi Volvo-bíla á sérstöku opinberu vegakerfi sem verður fyrsta stórtæka verkefni í heimi með sjálfkeyrandi bíla. Þetta verkefni er stutt af sænskum stjornvöldum og er samstarfsverkefni Volvo Car Group, sænskra samgönguyfirvalda, sænskra flutningamiðlunaraðila, Lindholmen-vísindagarðs og borgarstjórnar Gautaborgar.

Allt er þetta hluti af því markmiði Volvo Car IntelliSafe að draga úr streitu hjá þér og minnka umferðartafir á vegum úti.

Sestu og slappaðu af

Hvernig viltu nota aukatímann sem þú hefur þegar sjálfkeyrandi bílar koma á almennan markað? Viltu slappa af með blað í hönd? Viltu leggja lokahönd á verkefni sem komið er á skilafrest? Eða viltu lesa sögu fyrir börnin? Það sem meira er – þú þarft ekki að vera í bílnum þegar þú leggur honum. Þú getur yfirgefið bílinn, hann finnur sjálfur laust bílastæði og leggur sjálfur.

Sjálfkeyrandi bílar öruggari

Þú ert alltaf við stjórn þegar þú vilt vera það, jafnvel í sjálfkeyrandi bíl. Þú getur keyrt sjálfur eða notað sjálfvirkan akstur á ferðalaginu þínu. Og enginn vafi er á að sjálfstýrða aksturstæknin hefur burði til að bæta umferðaröryggi stórlega og hjálpa Volvo að ná því markmiði sínu að enginn láti lífið eða verði fyrir alvarlegum áverkum í nýjum Volvo eftir árið 2020.

Betra fyrir þig – og heiminn okkar

Í sjálfkeyrandi bíl þarftu síður að nota hemla og bensíngjöf og því muntu nota mun minna eldsneyti – allt að 50 prósent minna við ákveðnar aðstæður. Þetta hefur í för með sér lægri rekstrarkostnað, minni útblástur sem er skaðlegur fyrir umhverfið og betri loftgæði fyrir alla.

Ný leið til að horfa á heiminn

Í flóknum hversdegi nútímans opnar sjálfkeyrandi bíll fyrir marga spennandi möguleika. Með því að byggja hagkvæm og fyrirferðarlítil göng fyrir sjálfkeyrandi bíla gætum við til dæmis skapað auka rými fyrir gangandi vegfarendur og reiðhjólafólk.

Tæknin er til reiðu

Þú getur þegar upplifað sjálfvirka aksturseiginleika í bílunum okkar. Til dæmis er nýr Volvo XC90 búinn sjálfvirkri hemlun á gatnamótum. Ef þú beygir fyrir bíl úr gagnstæðri átt mun bíllinn bremsa fyrir þig.