Made by Sweden

Fólk í fyrsta sæti.

Í Svíþjóð er umhyggja fyrir fólki í forgangi. Allir eru mikilvægir – allt líf er mikilvægt – og þessu viðhorfi hefur alltaf verið fylgt eftir í hugmyndafræði Volvo við bílasmíði. Það er umhyggja fyrir velferð ökumannsins, farþeganna og allra þeirra sem í kringum bílinn eru sem hefur auðkennt Volvo. Og það þannig mun það alltaf verða.

Hvati til breytinga

Þegar verkfræðingar í Bandaríkjunum prófuðu Volvo árið 1976 héldu þeir að eitthvað væri að bílnum vegna þess að koltvísýringslosunin var svo lítil. En Volvo hafði komið fyrir í bílnum heimsins fyrsta þrívirka hvarfakútnum (Lambda Sond) en hann dró úr hættulegri losun koltvísýrings með útblæstri um 90 prósent. Við gerðum okkur ljóst hve mikilvægt það er fyrir heiminn og skildum því einkaleyfið eftir opið. Í dag notar nánast hver einasta bílvél þrívirka hvarfakútinn.

Ein milljón mannslífa

Það hefur alltaf verið verkefni Volvo að passa upp á notendur sína. Og hið auðmjúka öryggisbelti hefur hjálpað okkar að bjarga um milljón lífa síðan starfsmaður Volvo, Nils Bohlin, kynnti þriggja punkta öryggisbeltið árið 1959. Allar götur síðan höfum við kynnt nýjungar – og nú höfum við hannað heimsins fyrsta öryggisbelti sem herðir að þegar bíllinn skynjar að árekstur aftan frá er yfirvofandi.

Smekkleg efnisnotkun

Með því að nota sérstaklega handvalið birki sýnum við fram á hversu langt við göngum til að tryggja að aðeins bestu og hentugustu efnin rati í Volvo-bíla. Fallegustu hlutana er erfiðast að finna en við leggjum það samt á okkur.

Volvo Ocean Race

Siglingakeppnin Volvo Ocean Race er tækifæri þar sem reyndir sjóhundar og grænjaxlar deila með sér ótrúlegu ævintýri í kringum heiminn. Fylgstu með keppninni og hvettu eftirlætis liðið þitt til dáða.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Heimsins fyrstu ...

Við hjá Volvo Cars sönnum á hverjum einasta degi að við erum eitt framsæknasta bílavörumerki heimsins. Nýsköpunarsaga okkar heldur áfram með margar merkar nýjungar sem við vorum fyrstir með – sem allar voru hannaðar til að gera líf þitt auðveldara, öruggara og umhverfisvænna.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Thomas Ingenlath um hönnunarstefnu Volvo

„Fólk kann virkilega meta þá kraftmiklu og þekktu hönnun sem Volvo hefur alltaf státað af. Það er að finna hreinskilinn heiðarleika í sjálfri löguninni.“

Robin Page, stjórnandi innri hönnunar

„Innrétting sem er svo fáguð að þegar þú ferð inn í bílinn verður þú hluti af henni og þér finnst þú vera einstakur. Sköpun okkar er hliðholl sænskum hönnunarreglum og það er það sem gerir hana að Volvo.“

Fólkið á bakvið Volvo

Verkfræðingurinn

Stefan Sällqvist, framleiðslustjóri

„Fyrir andlitslyftinguna sem fylgdi 2014 árgerðinni reyndum við virkilega að gera okkar ítrasta til að ná fullkomnum árangri. Við hjá Volvo áttum í nánum viðræðum við viðskiptavini um allan heim meðan á verkefninu stóð. Mjög seint í vinnsluferlinu fengum við skilaboð um að nýja útlitið væri ekki að heilla viðskiptivini okkar neitt sérlega mikið; við ákváðum að hlusta og endurhanna útlitið sem þegar hafði verið samþykkt. Þetta var virkilega þess virði, þar sem viðbrögð almennings hafa verið frábær.“

Starfsmaðurinn

Irina Colceag, framleiðsla

„Ef við eigum í vandræðum ræðir allur hópurinn um það hvernig hægt er að gera betur. Ef allir vinna saman og öllum líður vel nærðu miklu betri árangri. Það er yndislegt að verða vitni að því hvernig hópurinn bregst við þegar vandamál steðja og þegar allir eiga í samskiptum – það eykur gæði bílana sem við framleiðum.“

Verkefnastjórinn

Marcus Rothoff, verkefnastjóri Drive Me

„Þegar ég var barn var bíllinn tákn um frelsi. En núna er maður einangraður frá heiminum þegar maður keyrir bíl. Við viljum breyta því. Við viljum hjálpa ökumönnum við að nota tíma sinn á árangursríkan hátt og hjálpa þeim við að halda í við hraða nútímalífisins. Markmiðið með Drive Me er að setja sjálfkeyrandi bíla í hendurnar á  venjulegum ökumönnum og leyfa þeim að finna aftur frelsistilfinninguna með því að hjálpa þeim að nýta tímann sem best á vegum úti.“

Verksmiðjur og umhverfið

Volvo hefur alltaf skuldbundið sig til að bera umhyggju fyrir þeim heimi sem við lifum í og það gildir líka um verksmiðjurnar þar sem við smíðum bílana okkar.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Sjálfbær viðskipti okkar

Hjá Volvo Cars er sjálfbærni lifandi þróunarferli sem er kjarninn í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Við leggjum metnað í hlutverk okkar í þjóðfélaginu og kappkostum að vera einu skrefi á undan til að standast kröfur morgundagsins – í dag. Sjálfbærni snýst um skuldbindingu okkar gagnvart fólki og þeirri veröld sem við lifum í. Hún er byggð á þeirri sannfæringu að hún skapi viðskiptatækifæri og efli samkeppnishæfni okkar.