HEIMSINS FYRSTU

Þegar kemur að nýjungum er sjóndeildarhringur okkar takmarkalaus.

Við hjá Volvo sönnum á hverjum einasta degi að við erum einn framsæknasti bílaframleiðandi heims. Nýsköpunarsaga okkar heldur áfram með margar merkar nýjungar sem við vorum fyrstir með – sem allar voru hannaðar til að gera líf þitt auðveldara, öruggara og umhverfisvænna.

Árangur í hljóði

Þegar unnið var að því að skapa besta hljóðkerfi í sögu fyrirtækisins kynnti Volvo Cars, ásamt samstarfsaðilum, fyrsta einstaka „útibassahátalarann“. Venjulega tekur bassahátalari mikið pláss inni í bílnum sjálfum en vegna þess að hinn hjólabogafesti bassahátalari XC90 notar loft sem kemur utan frá bílnum fremur en í aðskildum kassa er engu plássi fórnað. Hann hljómar jafnvel betur á lágri tíðni, einmitt þar sem það skiptir máli.

Nýjustu fréttir

Sjálfvirk hemlun við gatnamót var fyrst fundin upp hjá Volvo. Hún var kynnt til sögunnar í hinum splunkunýja XC90 árið 2014 sem hluti af borgaröryggiskerfi okkar. Hugsaðu þér að þú sért að hægja á þér til að beygja út af aðalvegi með tvístefnu. Þú verður að fara yfir götuna og á móti umferðinni sem nálgast úr gagnstæðri átt. Ef þú sérð ekki bílinn sem kemur á móti mun hemlun við gatnamót hemla fyrir þig og forða þér frá árekstri eða draga úr alvarleika hans. Þetta er annað mikilvægt skref í átt að því markmiði okkar að árið 2020 muni enginn láta lífið eða verða fyrir alvarlegum áverkum í nýjum Volvo.

Vörn gegn útafakstri

Að keyra út af er sú tegund slysa sem er alltof algeng og þess vegna hefur hinn splunkunýi XC90 innlimað ýmsar tækninýjungar til að koma í veg fyrir þess konar atvik. Þar má nefna veglínuskynjarann sem hjálpar þér að halda þig á veginum. Ef það versta á sér stað munu tæknivæddir sætispúðarnir – þeir fyrstu á heimsvísu – ásamt sjálfherðandi öryggisbeltum taka á sig höggið við slysið og meðal annars draga verulega úr hættu á mænuskaða.

Greiddu fyrir bílastæðið úr bílnum þínum

Þarftu að finna bílastæði í skyndi? Með nýjasta Sensus Connect getur Volvo-bíllinn þinn lagt í næsta bílastæði og síðan greitt fyrir það fyrirfram. Þetta er fyrsti innbyggði „leggðu og greiddu“-hugbúnaðurinn – ein fjölmargra leiða Volvo til að gera líf þitt auðveldara.

Hefð fyrir því að vera fyrstir

Volvo Cars býr yfir langri nýsköpunararfleifð. Hér eru fáein dæmi um búnað sem Volvo kom fyrst með á markaðinn.

1944: Framrúða með hlífðarfilmu
Volvo PV444 var fyrsti bíllinn í heimi með framrúðu með hlífðarfilmu.
1959: Þriggja punkta öryggisbelti 
Volvo var fyrst í heimi til að koma fyrir þessum mikilvæga öryggisbúnaði og var þetta staðalbúnaður í Amazon-bílunum og PV544-bílunum á norræna markaðinum.
1964: Bakvísandi barnastóll
Frumgerð bakvísandi barnastóls okkar í PV544 var settur í framleiðslu árið 1967, en kveikjan að hugmyndinni var geimfarabúningurinn.
1976: Barnastyrktarpúði 
Beltastaðsetningarstyrktarpúði fyrir börn. 
1976: Lambda Sond
Þrívirkum hvarfakút og Lambda-skynjara var komið fyrir í Volvo fyrir markaðinn í Kaliforníu og dró það úr mengun um allt að 90 prósent.
1979: Gleiðhornsspegill
Gleiðhornsspegilinn fyrir ökumanninn veitir miklu betri sýn fyrir aftan bílinn. 
1990: Innbyggður styrktarpúði
Samanbrjótanlegi styrktarpúðinn okkar kom á markaðinn og var hann í aftursætinu miðju á Volvo 960. 
1990: Öryggisbelti með tregðuhjóli fyrir miðju aftursætinu
Öryggisbelti með tregðuhjóli fyrir miðju aftursætinu verður staðalbúnaður.
1991: SIPS
Innbyggða hliðarárekstrarvörnin – SIPS – í Volvo 850 lágmarkar gegnþrengingu í farþegarými við árekstur. 
1991: Sjálfvirk stilling á öryggisbelti
Sjálfvirka hæðarstillingu fyrir öryggisbelti er fyrst að finna í Volvo 850.
1998: Loftpúðatjöld
Loftpúðatjöld sem fest eru í loftið verja höfuð í S80.
1998: Umhverfisyfirlýsing vöru
Volvo S80 er fyrsti bíllinn til að fá sérstaka umhverfisyfirlýsingu vöru. 
1999: Sæti sem snýr aftur fyrir ISOFIX 
Heimsins fyrsta lausnin fyrir staðlaða og innbyggða ISOFIX-festingarkerfið í bíla sem býður upp á örugga og auðvelda leið til að koma barnastól rétt fyrir.
2001: Volvo On Call
Volvo On Call verður heimsins fyrsta neyðarkerfið sem innbyggt er að fullu og komið fyrir af verksmiðju.
2002: Hástyrktarstál 
Ótrúlega sterkt hástyrktarstál er fyrst notað og er fyrst notað í XC90.
2003: IDIS (snjallupplýsingakerfi ökumanns)
Snjallupplýsingakerfi ökumanns frestar símhringingum og minna mikilvægum upplýsingum þegar það er nauðsynlegt. 
2003: Hreinsibúnaður andrúmslofts í Volvo 
VAAC-búnaðurinn síar skaðlegar lofttegundir og óvirkir útblástur frá öðrum bílum.
2004: BLIS
Upplýsingakerfi fyrir blindsvæði í Volvo fylgist með blindsvæðum sem ekki sjást í spegli ökumanns. 
2004: Loftpúðatjöld fyrir blæjubíla 
Lausn fannst á því að koma fyrir loftpúðatjöldum í blæjubíla og var hún sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

2005: Ökumannsviðvörun 

Þetta nýstárlega kerfi varar ökumann við áður en hann sofnar.

2007: Innbyggður tveggja þrepa styrktarpúði

Innbyggði styrktarpúðinn er búinn sætisbeltastrekkjara og tveimur hæðastillingum sem gerir hann nothæfan fyrir eldri börn.

2011: Dísil- og rafknúin hybrid-vél

Vélin í Volvo V60 er heimsins fyrsta dísil- og rafknúna hybrid-vélin. 

2012: Loftpúðar fyrir gangandi vegfarendur 

Loftpúðar fyrir gangandi vegfarendur eru fyrst teknir í notkun í Volvo V40.

2013: i-Art 

Drive-E-dísilvélar með svörun frá öllum eldsneytislokum.

2013: Skynjari með sjálfvirka hemla til að greina hjólreiðarfólk 

Skynjar og bremsar sjálfkrafa fyrir hjólreiðafólki.

2014: Uppblásanlegur barnastóll 

Barnastóll sem snýr aftur og hægt er að koma fyrir í litlum poka þegar hann er ekki í notkun. 

2014: Matur í bílinn

Volvo gerir kleift að fá sendan mat beint í bílinn.