Nýsköpun fyrir þig

Gerir líf fólks auðveldara, öruggara og betra.

Heimspeki Volvo hefur alltaf snúist um að setja manneskjuna í fyrsta sæti. Til að ryðja brautina fyrir öruggari, umhverfisvænni og skemmtilegri framtíð. Hvað mun fólk þurfa? Hvernig mun það keyra? Til að svara þessum spurningum er stundum nauðsynlegt að ögra venjum til að finna nýja leið. Að finna lausnir sem gerir líf fólks auðveldara, öruggara og betra er eins eðlilegt og að draga andann. Það er háttur Volvo.

Leyfðu okkur að bjóða þér í ferðalag

Hugsaðu þér hversu öruggara væri fyrir þig að ferðast daglega til og frá vinnu ef bíllinn keyrði sig sjálfur með því að nota háþróaða myndavélatækni til að hafa auga með umferðinni og bremsa og stýra þegar þess væri þörf. Sjálfkeyrandi bílar framtíðarinnar verða færir um þetta. Og þannig munu þeir auðvelda flæði umferðarinnar og losa um umferðartafir, en einnig skapa ávinning fyrir umhverfið. Lestu meira um það hvernig bíllinn þinn mun lagast að þínu lífi.


FREKARI UPPLÝSINGAR

Enginn deyr í nýjum Volvo.

Með því að ögra tæknilegum mörkum höfum við dregið úr hættunni á því að verða fyrir líkamlegum meiðslum vegna slyss í Volvo um 50% frá árinu 2000. Og við ætlum miklu lengra en það. Markmið okkar er að enginn deyi eða verði fyrir alvarlegum meiðslum í nýjum Volvo.

Bílarnir okkar geta talað við hvern annan

Við hjá Volvo trúum á máttinn sem felst í samtalinu. Svo staðföst er trú okkar að við vinnum nú að tækni sem gerir bílum kleift að eiga samskipti við önnur ökutæki yfir farsímanetið. Til dæmis væri hægt að deila rauntímagögnum um ísilagða eða hála hluta vegarins og sjálfkrafa vara aðra ökumenn við slæmum aðstæðum.

Skilvirkur og umhverfislega meðvitaður

Anders Agfors, yfirverkfræðingur, fer með þig í ferðalag um Drive-E aflrásirnar okkar.

Einfaldur, léttur og öruggur

Barnastóll er oft fyrirferðarmikill, þungur og það getur verið þreytandi að festa hann. En sú er ekki raunin með uppblásanlega barnastólinn frá Volvo. Þetta er eins einfalt og það er snjallt. Þetta er léttur uppblásanlegur barnastóll sem auðvelt að pakka saman og taka með sér – og hann er jafn öruggur og venjulegur barnastóll. Jafnvel afar og ömmur væru ánægð með að bera hann.

Andaðu djúpt og andaðu hreinu

Loftgæði bílsins er orðið stórt viðfangsefni, sérstaklega í yfirfullu borgarumhverfi. Þökk sé loftstjórnunarkerfinu okkar er loftið inni í Volvo-bílnum þínum oft betra en utan hans. En við látum okkur einnig varða loftið í umhverfinu sem við öll deilum og þess vegna við höfum þróað vélar með litla koltvísýringslosun sem leggja sitt af mörkum fyrir hreinna andrúmsloft.

Framtíðarhugsun okkar

Heimurinn er síbreytilegur staður og við hjá Volvo hugsum alltaf nokkur skref fram í tímann. Hvernig gæti Volvo bætt líf þitt í framtíðinni?

FREKARI UPPLÝSINGAR