Nýr lúxus

Sænska leiðin að betra lífi.

Volvo bílar eru í stöðugri þróun og verða sífellt nútímalegri en við einbeitum okkur alltaf að því að gera akstur eins auðveldan og skemmtilegan og hægt er. Já, það er flókið að gera hlutina svona auðvelda og það að fjarlægja í stað þess að bæta við kallar á sjálfstraust. En það er þess virði. Lífið er nógu flókið.

Bíllinn þinn er til þjónustu reiðubúinn

Bílarnir okkar eru hannaðir til að passa vel við þinn lífstíl og eiginleikar þeirra eiga að bæta lífsgæði þín með áþreifanlegum hætti. Við höfum til dæmis gert tilraunir með kerfi sem gerir fólki kleift að nota bílana sína sem afhendingarstað. Þannig gætir þú fengið sendingar í bílinn þinn með öruggum hætti. Allt er þetta hluti af þeirri löngun okkar að tryggja að bíllinn þinn sé í raun og veru tengdur við allar hliðar lífs þíns. Þetta er ferðalag sem við hófum fyrir löngu með innbyggða neyðarkerfinu okkar, Volvo On Call.

Þegar minna er meira

Umhyggja fyrir heiminum sem við lifum í er meginatriðið hjá Volvo Cars. Drive-E aflrásirnar okkar eru litlar og léttar en þær bjóða upp á jafnmikið afl og stærri aflrásir en eldsneytisnotkun er mun minni. Það þýðir að bílarnir okkar framleiða minna af skaðlegum koltvísýringi og nýta betur náttúruauðlindir.

Við góða heilsu

Við sýnum öllum smáatriðum innra byrðisins mikla alúð sem nær lengra en að gæðum yfirborðsins og fagurfræði – við viljum að andrúmsloft bílsins sé heilsusamlegt, róandi og ferskt í öllum skilningi. Þess vegna starfar meðal annars hjá okkur sérstakt lyktarteymi sem tryggir að upplifunin í Volvo sé eins og ferskur, sænskur andvari.

Setur þig við stjórnvölinn

Hvað viltu sjá í næstu kynslóð snjallsímaappsins Volvo On Call? Það er spurningin sem við spurðum og við buðum þúsundum einstaklinga að svara henni. Flestir sögðu að þeir vildu sjá frekari eiginleika til að einfalda líf þeirra og setja þá við stjórnvölinn. Því framkvæmdum við þessa frábæru tillögu sem gerir þér kleift að finna bílastæði og borga fyrir það úr bílnum þínum.

Viðhorfshópurinn okkar

Við hjá Volvo höfum verið upptekin við að gjörbylta hugmyndinni um viðhorfshóp. Þegar við hönnuðum nýjan Volvo XC90 eyddum við ekki viku eða mánuði í að tala við fólk. Heldur vörðum við heilum þremur árum með fimm áhrifamiklum einstaklingum frá Kaliforníu til að öðlast nákvæman skilning á því hvað þeir vildu raunverulega sjá í lúxusjeppa. 

Sestu í sætið, slappaðu af og njóttu akstursins

Væri ekki frábært að eyða streitunni sem fylgir daglegum akstri? Sjálfvirka akstursforritið okkar fyrir framtíðina þýðir að bíllinn getur séð um aksturinn sem gerir þér kleift að eyða tímanum í persónulegar athafnir. Aksturinn verður öruggari og sparar einnig eldsneyti.

Þrír nýir hugmyndabílar

Þrír mjög mikilvægir nýir hugmyndabílar voru frumsýndir árin 2013 og 2014. Hver og einn hjálpaði til við að endurskilgreina stefnu framtíðarhönnunar hjá Volvo. Innblásturinn á bak við bílana var einfaldleiki, virkni og fegurð og í þeim er að finna kjarna skandínavískrar hönnunar. 

Allir hugmyndabílarnir sýna einnig vel fram á nýja undirvagnstækni Volvo (SPA) sem gerir það mögulegt að byggja mörg ólík hönnunarverk á sama grunninum.

Og hver og einn þeirra hefur sína eigin áherslu: Í Concept Coupé birtist hið nýja hönnunarfrelsi okkar, Concept XC Coupé beindi athyglinni að nýjum öryggishugmyndum og Concept Estate rannsakaði möguleikana á stjórnborði með snertiskjá til að skipuleggja stjórntæki og upplýsingar á snjallan og notendavænan hátt. 


Viðurkenningar fyrir hugmyndabílana okkar

Það er gott að vita að nýja hönnunarstefnan okkar sé vel metin - hugmyndabílarnir okkar hafa allir hlotið mikilvæg alþjóðleg hönnunarverðlaun.

Detroit, janúar 2014

Concept XC Coupe

„Besti hugmyndabíllinn“ og „Besta notkun á lit, grafík og efni“ – Hönnunarverðlaunin EyesOn árið 2014.

Genf, mars 2014

Concept Estate

Verðlaunin „Car of the Show“ frá Autoblog.com. „Besta hönnunin“ verðlaun veitt af Auto Express (UK).

Frankfurt, september 2013

Concept Coupe

Verðlaunin „Car of the Show“ veitt af Auto Bild (Þýskalandi).

Höfum það einfalt

Þegar viðskiptavinirnir sögðu okkur að þeir vildu færri hnappa og snyrtilegra og skipulagðara mælaborð tókum við þessar ábendingar með í reikninginn. Í glænýjum XC90 höfum við til dæmis dregið úr fjölda hnappa á mælaborðinu úr 42 niður í aðeins 8. Það lítur ekki aðeins vel út heldur gerir þetta öll stjórntæki mun auðveldari í notkun.