Bíllinn þinn er til þjónustu reiðubúinn

Við höfum alltaf kappkostað að tryggja að bílarnir okkar passi vel við þitt líferni og að eiginleikar þeirra auki lífsgæði þín með áþreifanlegum hætti. 

Við höfum til dæmis gert tilraunir með kerfi sem gerir fólki kleift að nota bílana sína sem afhendingarstað. Þannig gætir þú fengið sendingar í bílinn þinn með öruggum hætti. 

Allt er þetta hluti af þeirri löngun okkar að tryggja að bíllinn þinn sé í raun og veru „tengdur“ við allar hliðar lífs þíns. Þetta er ferðalag sem við hófum fyrir löngu með innbyggða neyðarkerfinu okkar, Volvo On Call.

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.