Að verja þína veröld

Umhyggja sem nær út fyrir bílinn.

Öryggi allra farþega í Volvo – og einnig þeirra sem eru fyrir utan bílinn – er hluti heimspekinni sem stofnendurnir okkar kynntu árið 1927. Tæknin sem við höfum innleitt hefur hjálpað til við að bjarga einni milljón mannslífa. Við viljum einnig verja umhverfið sem þú lifir í – sjálfbærni er að finna í öllu sem við fáumst við og þess vegna vinnum við ötullega að því að draga úr áhrifum bílanna okkar með því að framleiða skilvirkari vélar og hreinni verksmiðjur.

READ MORE ABOUT SUSTAINABILITY

Andaðu djúpt og andaðu hreint

Loftgæði bílsins eru orðin stórt viðfangsefni, sérstaklega í yfirfullu borgarumhverfi. Þökk sé loftstjórnkerfinu okkar er loftið inni í Volvo-bílnum þínum oft betra en utan hans. En við látum okkur einnig varða loftið í umhverfinu sem við öll deilum og þess vegna við höfum þróað vélar með litla koltvísýringslosun sem leggja sitt af mörkum fyrir hreinna andrúmsloft.

Enginn deyr í nýjum Volvo árið 2020.

Með því að ögra tæknilegum mörkum höfum við dregið úr hættunni á því að verða fyrir líkamlegum meiðslum vegna slyss í Volvo um 50% frá árinu 2000. Og við ætlum miklu lengra en það. Markmið okkar er að enginn deyi eða verði fyrir alvarlegum meiðslum í nýjum Volvo árið 2020.

Leyfðu okkur að bjóða þér í ferðalag

Hugsaðu þér hversu öruggara væri fyrir þig að ferðast daglega til og frá vinnu ef bíllinn keyrði sig sjálfur með því að nota háþróaða ratsjá og myndavélatækni til að hafa auga með umferðinni og bremsa og stýra þegar þess væri þörf. „Sjálfkeyrandi“ bílar framtíðarinnar verða færir um þetta. Og þannig munu þeir auðvelda flæði umferðarinnar og losa um umferðartafir, en einnig skapa ávinning fyrir umhverfið. Lestu meira um það hvernig bíllinn þinn mun samlagast við líf þitt.


LESTU MEIRA UM SJÁLFSTÝRINGU

Þegar minna er meira

Umhyggja fyrir heiminum sem við lifum í er meginatriðið hjá Volvo Cars. Drive-E aflrásirnar okkar eru litlar og léttar en þær bjóða upp á jafnmikið afl og stærri aflrásir en eldsneytisnotkun er mun minni. Það þýðir að bílarnir okkar framleiða minna af skaðlegum koltvísýringi og nýta betur náttúruauðlindir.