Iker Martínez

AÐ SKILJA MISTÖK

Að reyna að landa sigri en ná því ekki telst ekki til mistaka hjá fyrrum liðsfyrirliða Telefónica, Iker Martínez. Það verður einfaldlega að eldsneyti fyrir næstu stóru keppni.

Þeir voru mánuðum saman efstir í keppninni en það breyttist á nokkrum klukkustundum eftir að bæði stýrin brotnuðu. En lexían um að sigrast á öllum þrautum og læra af mistökum sínum gæti komið Martínez á toppinn aftur 2014-2015.

Iker Martínez skilur nauðsyn þess að mistakast. Það hefur hann reynt frá fyrstu hendi – oft og mörgum sinnum. Telefónica-liðið hans var leiðandi í Volvo Ocean Race-keppninni margar vikur í röð árið 2011-2012, þökk sé afgerandi sigrum í fyrstu þremur áföngunum. Þetta var kunnugleg staða fyrir Martínez. Hann og liðsfélagi hans til margra ára, Xabier Fernandez, eru tvöfaldir Ólympíuverðlaunahafar og þeir hafa unnið margar heimsmeistarakeppnir.

En Groupama-liðið var á hælum þeirra og sneri keppninni upp í orrustu. Groupama var aðeins sjö stigum á eftir Telefónica þegar keppendur hófu siglinguna yfir Atlantshafið. Aðeins þrjár hafnir voru eftir af siglingunni í kringum heiminn.

Iker Martínez - Fyrrverandi liðsstjóri Telefónica-liðsins

„Okkur fannst þetta vera okkar tækifæri og við vildum grípa það. Við skiljum öll hvað gerðist. Það var ekki neinum að kenna. Við gerðum engin stór mistök sem leiddu til þessarar niðurstöðu. Þetta var bara keppni – The Volvo Ocean Race. Þannig er íþróttin.“

Stuttu eftir 8. áfanga, frá Lissabon til Lorient í Frakklandi, brast á Norður-Atlantshafsstormur með sterkum vindhviðum. Telefónica sigldi á methraða, sló hraðametið það árið og fór 564 sjómílur á 24 klukkustundum.

Jafn snarlega stöðvaðist Telefónica. 

Nokkrum mínútum eftir að stýrið brotnaði missti áhöfnin stjórnina og beitti upp í vindinn. Þeir náðu í brotna stýrið og áhafnarmeðlimur í öryggisólum kom varastýrinu fyrir utanfrá. Telefónica var aftur með í keppninni og þeir unnu upp tímann sem þeir höfðu tapað. En stórslys dundi aftur yfir.

„Þegar við tókum þá mikilvægu ákvörðun, 350 sjómílur frá landi, að færa seglið yfir á hitt borðið fyrir stefnuna til Lorient brutum við stýrið aftur á sömu hlið,“ sagði Martínez. „Við misstum stjórnina og staða okkar var erfið.“

Telefónica neyddist til að hægja á sér og sigla með eitt gott stýri og annað brotið. Liðið endaði í fjórða sæti í keppninni. En það var þessi reynsla sem hjálpaði til við að móta viðhorf liðsfélaganna Martínez og Fernandez og knúði þá áfram til að reyna að landa sigri 2014-2015 með því að nota MAPFRE á nýjan leik.

„Ég vona að ég hafi lært að maður verður að halda áfram að reyna,“ segir Martínez. „Þú munt alltaf sjá framfarir hjá hinum liðunum. Þú munt alltaf sjá hluti sem þú vildir hafa framkvæmt á annan hátt. En ef maður leggur sig allan fram, þá kemur venjulega að því að maður fái sitt tækifæri.“ 

„Við teygðum okkur eins langt og við gátum og okkur mistókst,“ segir Martínez. „Þannig er Volvo Ocean Race. Í því felst ævintýrið.“

Meira frá kappakstursmiðstöðinni

Sérstaka útgáfan

Við vottum keppninni virðingu okkar – með einstökum hönnunarþáttum sem fanga andann í áskorun mannlegrar tilvistar.

Fylgstu með keppninni í beinni útsendingu

Skoðaðu kortið og sjáðu hvar þeir eru, hvernig þeim reiðir af og hvað kemur næst.