CHARLES CAUDRELIER

Að skilja staðfestu

Viðhorf liðsfyrirliðans á Dongfeng, Charles Caudrelier, að gefast aldrei upp og þetta knýr hann áfram í þeirri löngu ferð sem framundan er.

Eftir margra daga siglingu í ókyrrum sjó er auðvelt að verða þreyttur og veikburða. En hann er stoltur af því að vita hversu langt er hægt að ná, undir öllum kringumstæðum, á staðfestunni einni saman.

Þeir komust í gegnum Suðurhöfin, hættulegasta hluta Volvo Ocean Race, og fögnuðu þegar þeir komu fyrir Góðravonarhöfða. Það eru þáttaskil fyrir alla sjómenn. Eftir þennan áfanga verður veðrið heitara og það dregur úr sjávaröldum. Þegar þeir sigldu upp eftir strönd Úrúgvæ leiddu þeir keppnina naumlega og endamarkið var í seilingarfjarlægð, aðeins 677 sjómílur voru eftir. Þá breyttist allt.

„Við vorum að sigla upp í vindinn, það var ekki sérlega vindasamt og ástand hafsins var nokkuð gott. Skyndilega heyrðum við háan smell,“ sagði Charles Caudrelier, áhafnarmeðlimur á Groupama í keppninni 2011-2012. „Fyrstu sekúndurnar leitaði maður um allt að skaðanum en fljótlega áttaði maður sig á því að mastrið væri brotið.“

CHARLES CAUDRELIER - Liðsstjóri Dongfeng-liðsins

Gefstu aldrei upp. Þetta verð ég að hafa í huga og þetta er það sem ég vil kenna strákunum í liðinu mínu. Það má ekki missa móðinn eftir fyrsta áfangann, jafnvel þótt við séum ekki bestir eða séum vonsviknir með árangurinn. Við getum tekið framförum.

Seglbúnaður Groupama rifnaði um það bil 10 metra fyrir ofan dekkið þegar þeir voru að sigla í átt að lokamarkinu í 5. áfanga frá Nýja Sjálandi til Brasilíu. Hinn hluti mastursins – 21 metri að lengd – féll ásamt seglinu niður á dekkið og endaði svo í hafinu. Báturinn stöðvaðist.

„Það sem er skrýtið er að þú getur ekki gefið frá þér eitt einasta hljóð,“ sagði Caudrelier. „Í nokkrar mínútur hélstu að keppninni væri kannski lokið eða að við myndum tapa.“

Þegar tryggt var að öll áhöfnin væri örugg byrjaði björgunaráætlun sem fólst í því að sækja það sem hafði endað í hafinu.

Liðið átti tvo möguleika: Að hætta í þessum áfanga og missa alla punkta fyrir hann á meðan beðið var eftir nýju mastri eða reyna að sigla án fullkomins masturs og nota bráðabirgðamastur sem vonandi gerði það að verkum að þeir gætu haldið áfram keppninni ... en á minni hraða.

Ákvörðunin var auðveld. 

Viku síðar fór hið staðfasta lið yfir línuna í Itajaí í Brasilíu og endaði í 3. sæti og fékk 20 stig fyrir. „Þarna snerist öll okkar einbeiting um að vinna keppnina og þegar mastrið brotnaði þurftum við skyndilega að skipta um áætlun,“ viðurkenndi skipstjórinn Franck Cammas á Groupama við markið. „Það er rétt að þetta eru mikil vonbrigði en ég held að við getum verið virkilega stoltir af því hverju við afrekuðum. Svona hlutir gera þig sterkari ef þú kemst í gegnum þá.“ 

„Við erum ekki hetjur en ég vona að við séum góðir sjómenn,“ sagði Cammas.

Nýtt mastur fyrir Groupama kom til Brasilíu og liðið kláraði síðustu fjóra áfanga keppninnar án vandkvæða. Lýst var yfir að Groupama væri sigurvegari Volvo Ocean Race 2011-2012 þegar þeir fóru yfir endamarkið og þegar ljóst var hver samanlagður árangur væri. Hvert og eitt stig reyndist dýrmætt.

Caudrelier viðurkenndi að það væri áskorun að sigla án fullkomins mastur en það hefði þó verið ævintýri sem var hann ánægður með að hafa upplifað. Árangur er ekki gefandi ef hann er auðveldur.

Sem skipstjóri fyrir keppnislið Dongfeng fyrir 2014-2015 hefur hann sömu staðfestu og sama viðhorf. Í áhöfn hans, sem samanstendur af Kínverjum og alþjóðlegri áhöfn til helminga, er að finna nokkra sem voru að sigla í kringum hnöttinn í fyrsta skipti.

 „Aldrei að gefast upp,“ segir Caudrelier. „Það verð ég að hafa í huga og það er það sem ég vil kenna strákunum í liðinu mínu. Það má ekki missa móðinn eftir fyrsta áfangann, jafnvel þótt við séum ekki bestir eða séum vonsviknir með árangurinn. Við getum bætt okkur.“

Meira frá kappakstursmiðstöðinni

Volvo Ocean Race Edition

Við vottum keppninni virðingu okkar – með einstökum hönnunarþáttum sem fanga andann í áskorun mannlegrar tilvistar.

Fylgstu með keppninni í beinni útsendingu

Skoðaðu kortið og sjá hvar þeir eru, hvernig þeim reiðir af og hvað kemur næst.