Persónuvernd

Þessi stefna varðandi friðhelgi einkalífsins á við um vinnu með persónuupplýsingar sem gerð er af Volvo Car Corporation og fyrirtækjum sem tengjast Volvo Car Group. Þessi stefna varðandi friðhelgi einkalífsins lýsir því ekki vinnu með persónuupplýsingar sem gerð er af sjálfstæðum staðbundnum fulltrúum. Fyrir upplýsingar um vinnu með persónuupplýsingar fyrir slíkan aðila, vísum við til fyrirtækisins sem hlut á að máli. Sjá undir fyrirsögninni „Hafðu samband“ á heimasíðu volvocars.com í þínu landi.

Brimborg ehf. er umboðsaðili Volvo á Íslandi og er hægt að nálgast persónuverndaryfirlýsingu á heimasíðu félagsins hér.

 

GILDISSVIÐ OG TILGANGUR

Þessi stefna á við um vinnu með persónuupplýsingar viðskiptavina hjá öllum fyrirtækjum sem tengjast Volvo Car Group („Volvo Cars“, „okkar“, „okkur“ eða „við“). Tilgangurinn með þessari stefnu er að veita okkar núverandi, fyrrverandi og hugsanlegum viðskiptavinum (hér á eftir nefnt „viðskiptavinir“ eða „þú“) almennan skilning á:

 • Undir hvaða kringumstæðum við söfnum saman og vinnum úr persónuupplýsingum um þig
 • Gerð persónuupplýsinga sem við söfnum
 • Ástæðunum fyrir söfnun persónuupplýsinga þinna
 • Hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar.
 • Ábyrgðardreifing vegna vinnslu á persónuupplýsingum milli hinna ýmsu lögaðila hjá Volvo Cars og
 • samskiptaupplýsingar fyrir okkur þannig að þú getur fengið upplýsingar um rétt þinn og leitað réttar þíns í sambandi við vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum.

Þessi stefna er stöðugt uppfærð til að endurspegla þær ráðstafanir sem gerðar eru af Volvo Cars í sambandi við persónuupplýsingar þínar.

ÁBYRGÐARAÐILI

Volvo Car Corporation (sænskur lögaðili með fyrirtækjanúmerið 556074-3089) er ábyrgðaraðili í sambandi við vinnslu á persónuupplýsingum þínum fyrir rannsóknir og þróun á nýjum og núverandi bílategundum og einnig fyrir ákveðna heildarþjónustu sem boðin er viðskiptavinum. Enn fremur er Volvo Car Corporation ábyrgðaraðili fyrir hvers konar vinnu með persónuupplýsingar í sambandi við eftirlit á gæðum bíla og öllum hugsanlegum innköllun bíla vegna öryggis sem og til að uppfylla kröfur samkvæmt reglum.

Hvert innlent sölufyrirtæki innan Volvo Cars ber almenna ábyrgð fyrir markaðssetningu, sölu- og viðskiptatengslum sem og sérstakri markaðsþjónustu fyrir eigin markað. Innlend sölufyrirtæki eru ábyrgðaraðilar fyrir vinnslu á persónuupplýsingum í þessum tilgangi. Innflytjandi hefur venjulega sömu ábyrgð og innlend sölufyrirtæki á mörkuðum sem eru án innlendra sölufyrirtækja. Því er innflytjandinn ábyrgðaraðili í slíkum tilfellum. Volvo Cars fer samkvæmt samningi fram á að sölu- og viðgerðaraðilar fylgi reglum varðandi gagnavernd. Athugið að Volvo Cars og viðurkenndir sölu- og viðgerðaraðilar eru aðskildir lögaðilar og við erum almennt ekki ábyrgir ef sölu- og viðgerðaraðilar fylgja ekki gildandi lögum. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi notkun sölu- eða viðgerðaraðila á persónuupplýsingum þínum skaltu hafa samband við sölu- eða viðgerðaraðila beint.

MEGINREGLUR GAGNAVINNSLU

Vinna með persónuupplýsingar þínar hefur áhrif á mikilvægan hluta framboðs okkar á vöru og þjónustu til þín. Við metum það traust sem þú berð til okkar þegar þú veitir okkur persónuupplýsingar þínar og við álítum einkalíf mikilvægan hluta af þjónustunni sem við veitum. Til að vernda persónuupplýsingarnar þínar og um leið auka verðmæti viðskiptavinarins og bjóða aukna og öruggari akstursreynslu fylgjum við eftirfarandi fimm almennum meginreglum.

VALFRELSI

Persónuupplýsingarnar þínar tilheyra þér. Við kappkostum að draga ekki neinar ályktanir varðandi óskir þínar í einkalífinu og okkar markmið er að skipuleggja þjónustu okkar þannig að þú getir valið hvort þú deilir með okkur persónuupplýsingum þínum eða ekki.

HAGSMUNAJAFNVÆGI

Þar sem vinna með persónuupplýsingar þínar er nauðsynleg vegna fylgdar við lögmæta hagsmuni og þar sem þessir hagsmunir vega meira en nauðsyn þess að verja einkalíf þitt, getum við ekki unnið úr ákveðnum persónulegum upplýsingum án þess að fá sérstakt samþykki frá þér, ef slíkt er leyfilegt samkvæmt lögum. Við ákveðnar aðrar aðstæður getum við unnið með persónuupplýsingar þínar án samþykkis þíns, ef slíkt er krafist í samræmi við viðeigandi lög. Sjá kaflann „Samþykki“ hér að neðan fyrir nánari upplýsingar.

MEÐALHÓF

Volvo Cars mun aðeins vinna með persónuupplýsingar viðskiptavina ef það er við hæfi, viðeigandi og nauðsynlegt í tengslum við tilganginn sem þeim var safnað saman. Við stefnum að því að gera persónuupplýsingar þínar nafnlausar þegar hægt verður að framkvæma aðgerð eða veita þjónustu með nafnlausum gögnum. Ef við sameinum upplýsingar sem ekki eru persónubundnar eða sem nafnleynd hvílir á við þínar persónuupplýsingar verða slíkar upplýsingar meðhöndlaðar eins og persónuupplýsingar svo lengi sem þær eru sameinaðar.

GAGNSÆI OG ÖRYGGI

Volvo Cars trúir á gagnsæi um hvernig við vinnum með persónuupplýsingar og í hvaða tilgangi. Fyrir okkur er það einnig lífsnauðsynlegt að vernda persónuupplýsingar þínar þar sem grunngildi Volvo Cars er að vernda það sem er þér mikilvægt. Ef um þess er beðið mun Volvo Cars veita viðskiptavinum frekari upplýsingar varðandi vinnslu og vernd á persónuupplýsingum þínum.

SAMRÆMI VIÐ LÖG

Það er stefna Volvo Cars að hlíta gildandi lögum, reglum og reglugerðum sem stýra einkalífi og gagnavernd í öllum þeim löndum þar sem við höfum starfsemi. Við munum aðlaga vinnu með persónuupplýsingar þínar eins og lýst er í þessari stefnu til að tryggja samræmi við lög, ef nauðsynlegt þykir.

Persónuupplýsingarnar sem Volvo Cars safnar um þig og ökutæki þitt verða notaðar:

 • til að bjóða þér upp á vörur og þjónustu, þar með talið til að staðfesta hæfi þitt fyrir ákveðnum kaupum og þjónustu og til að bjóða þér upp á frekari tilboð og aukna upplifun;
 • til að tilkynna þér um uppfærslur eða breytingar á vörum og þjónustu, þar á meðal en takmarkast ekki við breytingar á skilmálum, skilyrðum og stefnum;
 • til að tilkynna þér um nýjar vörur, þjónustu og atburði;
 • til að bjóða upp á stuðning og þjónustu fyrir ökutækið þitt (ábyrgðarþjónustu, innköllunarupplýsingar, o.s.frv.);
 • til að stuðla að vöruþróun, til dæmis til að bæta afköst, gæði og öryggi ökutækisins;
 • til að meta og bæta samskipti okkar við viðskiptavini; og
 • til að fylgja lagaskilyrðum eða beiðnum lögmæts valds;
 • til að tilkynna þér um vörur okkar og þjónustu, og tilgreina það sem gæti vakið áhuga þinn;
 • til að framkvæma markaðsrannsóknir; og
 • fyrir greiningar og flokkun viðskiptavina (á Netinu og félagslega) sem gerðar eru af okkur sjálfum og völdum birgðasölum okkar.

GAGNLEGAR SKILGREININGAR

Volvo Cars notar skilgreiningarnar sem skráðar eru hér að neðan í þessari stefnu:

 • „Ábyrgðaraðili“ þýðir einstaklingur eða lögaðili, opinbert yfirvald, stofnun eða annar aðili sem ákveður, einn og sér eða í samvinnu við aðra, tilgang með og aðferðir við vinnu með persónuupplýsingar;
 • „Vinnsluaðili“ þýðir einstaklingur eða lögaðili, opinbert yfirvald, stofnun eða annar aðili sem vinnur með persónuupplýsingar á vegum ábyrgðaraðila,
 • „Persónuupplýsingar“ þýðir hvers konar upplýsingar sem hægt er að tengja við persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling („skráður aðili“); persónugreinanlegur einstaklingur er sá einstaklingur sem hægt er að persónugreina, beint eða óbeint, sérstaklega með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, auðkenni á Netinu eða einn eða fleiri þætti sem sérkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.
 • „Vinna með persónuupplýsingar“ merkir hver sú aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar eða tilteknar persónuupplýsingar hvort sem vinnan er sjálfvirk eða ekki, svo sem þegar þeim er safnað saman eða þær skráðar, flokkaðar, raðaðar, geymdar eða aðlagaðar, þeim er breytt, náð er í þær, þeim er flett upp, þær notaðar, látnar í té með sendingu eða á annan hátt gerðar aðgengilegar, þær eru tengdar eða settar saman, aðgangur að þeim hindraður eða þær eru afmáðar eða þeim eytt;
 • „Viðkvæmar persónuupplýsingar“ þýðir persónuupplýsingar er varða kynþátt eða þjóðerni, stjórnmálaskoðanir, trúarbrögð eða heimspekiviðhorf eða stéttarfélagsaðild, og vinna með erfðafræðilegar upplýsingar, lífkenniupplýsingar í þeim tilgangi að persónugreina einstakling, gögn er varða heilsu eða gögn er varða kynlíf eða kynhneigð einstaklingsins.

GAGNASÖFNUN

Þú getur veitt okkur upplýsingar um þig og ökutæki þitt þegar þú nota þjónustu Volvo Cars í ökutækinu eða utan þess, eða í öðrum samskiptum við Volvo Cars, til dæmis í gegnum vefsíðu okkar eða þjónustustöð fyrir viðskiptavini (í þessu sambandi skal hafa í huga að símtal gæti verið hljóðritað, með samþykki þínu, vegna gæðatryggingar). Við getum einnig fengið slík gögn frá viðurkenndum söluaðilum okkar, viðgerðaraðilum og þriðja aðila. Slík gögn geta innihaldið:

 • tengiliðaupplýsingar (nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, o.s.frv.);
 • lýðfræðilegar upplýsingar (aldur, hjúskaparstaða, samsetning heimilis, o.s.frv.);
 • upplýsingar um ökutæki (verksmiðjunúmer ökutækis (VIN), tegund, kaupdagur, fyrri þjónusta við ökutæki, o.s.frv.);
 • staðsetningargögn sem verða til vegna aðgerða þinna (aðstoð við leiðsögn, leitarfyrirspurnir, deiling á staðsetningum, o.s.frv.); og
 • gögn sem varða kaup þín og notkun á okkar vörum og þjónustu (valkostir viðskiptavina og stillingar, kaupsaga, auðkenni Volvo, MyVolvo, o.s.frv.).

Ökutæki þitt mun sjálfkrafa safna gögnum með tilliti til ökutækisins og umhverfis þess, aðallega tæknilegar upplýsingar en ekki upplýsingar sem tengjast þér sem einstaklingi. Slík gögn („Gögn skráð af ökutæki“) eru venjulega tengd verksmiðjunúmeri ökutækisins (VIN) og geta því verið rekjanleg til þín. Gögn skráð af ökutæki geta innihaldið:

 • öryggisupplýsingar (hvort loftpúðar eða beltastrekkjarar hafa virkjast, hvort hurðir og gluggar séu læstir eða opnir, o.s.frv.);
 • virknistaða kerfis (vélar, eldsneytisgjafar, stýri og hemlar, o.s.frv.);
 • akstursgögn (hraði ökutækis, notkun hemla- og eldsneytisfetils, hreyfingar stýris, o.s.frv.);
 • staðsetningargögn (staða ökutækis við slys, o.s.frv.); og
 • umhverfisgögn (hitastig fyrir utan ökutækið, myndir, o.s.frv.).

Upplýsingar um þau gögn sem skráð eru af ökutæki er einnig að finna í handbók eiganda.

Við erum sérstaklega varkár og notum frekari aðgerðir ef og þegar við söfnun og vinna með viðkvæmar persónuupplýsinga á sér stað, eins og krafist er samkvæmt gildandi lögum. Til að taka af öll tvímæli er vakin athygli á því að gildandi lög geta krafist þess að annars konar gögn séu einnig meðhöndluð sem viðkvæmar persónuupplýsingar.

TILKYNNING

Þar sem það er hagkvæmt eða er krafist samkvæmt gildandi lögum, munum við, í sambandi við söfnun eða skráningu persónuupplýsinga þinna, útvega þér (i) sérstakar upplýsingar hvað varðar tilganginn með vinnu með persónuupplýsingar, (ii) auðkenni ábyrgðaraðila, (iii) auðkenni þriðja aðila sem gögnin geta verið send til og (iv) aðrar upplýsingar sem geta verið nauðsynlegar til að tryggja að þú getir gætt réttar þíns. Upplýsingarnar hér að ofan geta verið veittar þegar þú kaupir ökutæki, til dæmis í upplýsinga- og afþreyingarkerfi ökutækisins, í hugbúnaði farsamskiptatækja sem þróuð eru af Volvo Cars, hjá https://www.volvocars.com eða að öðru leyti í samningi sem þú stofnar til við Volvo Cars.

SAMÞYKKI

Þar sem það er hagkvæmt eða þess er krafist af gildandi lögum munum við fá samþykki þitt áður en við söfnum eða skráum persónuupplýsingar þínar. Beiðnin fyrir samþykki þínu verður greinargóð og nákvæm og veita þér sanngjarnar forsendur til að taka ákvörðun. Við munum aldrei taka samþykki þitt sem sjálfsögðum hlut. Þess í stað munum við vera viss um að þú getir veitt samþykki þitt á skýran og gagnsæjan hátt. Samþykki þitt er af frjálsum vilja og er alltaf hægt að afturkalla, til dæmis með því að binda endi á ákveðna þjónustu eða hafa samband við Volvo Cars á heimilisfanginu sem tilgreint er í hlutanum „Upplýsingar og aðgengi“ hér að neðan. Ef þú veitir ekki samþykki þitt, er hugsanlegt að ekki sé hægt að nota þjónustur eða hluta þjónusta.

SÖFNUN OG VINNA MEÐ PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÁN SAMÞYKKIS

Söfnun og notkun á skráðum gögnum frá ökutæki getur verið nauðsynleg fyrir (i) tæknimenn til að greina og lagfæra bilanir í ökutækjum í þjónustu- og viðhaldshléum ökutækja, (ii) vegna vöruþróunar Volvo Cars, til dæmis með endurbótum á gæðum ökutækisins og öryggisþáttum, (iii) stjórnun á ábyrgðarskuldbindingum Volvo Cars og (iv) til að uppfylla lagaleg skilyrði. Þegar skráðum gögnum úr ökutæki er safnað saman eða þau notuð í þessum tilgangi og fyrir svipaða lögmæta hagsmuni sem framfylgdir eru af Volvo Cars munum við undir venjulegum kringumstæðum ekki leita eftir samþykki þínu nema það sé álitið nauðsynlegt í hverju einstöku tilviki eða þess krafist vegna gildandi laga.

HUGBÚNAÐUR ÞRIÐJA AÐILA

Þú getur fengið aðgang að forritum og annarri þjónustu sem tengd er ökutækinu en er í boði þriðja aðila sem getur, til dæmis, krafist flutnings á staðsetningargögnum og öðrum gögnum skráðum af ökutækinu til þessa þriðja aðila. Volvo Cars er ekki ábyrgt fyrir söfnun eða notkun persónuupplýsinga í forritum og í sambandi við þjónustu sem er í boði þriðja aðila og mælir með því að þú skoðir vandlega viðeigandi skilmála fyrir (og hvers konar stefnu um friðhelgi einkalífsins henni tengdri) slík forrit eða þjónustur áður en þú notar þau. Ef þú hefur spurningar varðandi notkun ákveðins þriðja aðila á persónuupplýsingum þínum skaltu hafa samband við þriðja aðila beint.

FLUTNINGUR MILLI LANDA

Volvo Cars getur flutt persónuupplýsingar þínar til viðtakenda í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem geta verið með önnur lög um gagnavernd. Þetta á við um lönd sem Evrópusambandið álítur að hafi ekki nauðsynlega vernd á persónuupplýsingum. Ef þetta kemur upp mun Volvo Cars tryggja að sé lagalegur grundvöllur fyrir flutningi í samræmi við viðeigandi löggjöf um gagnavernd. Þú verður einnig upplýstur um lagalegan grundvöll, hvaða verndarráðstafanir voru innleiddar og hvar þú getur fengið afrit af upplýsingum um þessar verndarráðstafanir.

NOTKUN GAGNA

Fyrir flestar vinnsluaðgerðir getur þú ákvarðað að notkun okkar á persónuupplýsingum þínum hætti og er það gert með því að uppfæra kjörstillingar þínar, eyða ákveðinni þjónustu, afturkalla samþykki þitt um vinnslu með því að hafa samband við Volvo Cars á heimilisfanginu sem tilgreint er í hlutanum „Upplýsingar og aðgengi“ hér að neðan eða í samræmi við leiðbeiningar frá okkur. Hins vegar, nema slíkt falli undir gildandi lög, getur þú venjulega ekki kosið að vinna með persónuupplýsingar þínar sé hætt:

 • í sambandi við ákveðnar gerðir söfnunar og frekari vinnslu á gögnum skráðum af ökutækinu þínu er varða öryggi, gæði og endurbótum á vörunni;
 • sem við framkvæmum til að senda þér mikilvægar tilkynningar, eins og um breytingar á skilmálum og skilyrðum, sem og stefnum eða þegar um er að ræða innköllun á vörum; og
 • sem við framkvæmum til að fylgja lagalegri skuldbindingu okkar.

VARÐVEISLA

Við munum varðveita persónuupplýsingarnar þínar eins og lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla tilganginn sem lýst er í þessari stefnu eða tilganginn sem þú hefur að öðru leyti verið upplýstur um. Þetta þýðir að þegar þú hefur samþykkt vinnu okkar á persónuupplýsingum þínum, munum við halda eftir gögnunum svo lengi sem viðskiptasamband okkar við þig endist (og, þar sem við á, þar til ábyrgðartímabilið rennur út) eða þangað til að þú dregur samþykki þitt til baka. Ef þú hefur afturkallað samþykki þitt getum við samt sem áður varðveitt ákveðnar persónuupplýsingar í þann tíma sem krafist er, til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar og verja okkur gegn lagalegum ágreiningi. Ef við höfum ekki móttekið samþykki þitt fyrir vinnu með persónuupplýsingar þínar, mun þeim aðeins haldið eftir að því marki sem okkur er leyft að gera svo samkvæmt lögum.

GÆÐI GAGNA

Þegar við vinnum með persónuupplýsingar þínar, kappkostum við að tryggja að þær séu réttar og uppfærðar. Við reynum að eyða og leiðrétta persónuupplýsingar sem eru rangar eða ófullnægjandi. Sjá „Upplýsingar og aðgengi“ í hlutanum hér að neðan fyrir frekari upplýsingar varðandi rétt þinn til að tryggja nákvæmni persónuupplýsinga sem varðveittar eru af okkur.

UPPLÝSINGAR OG AÐGENGI

Eins og greint er frá í hlutanum „Tilkynning“ hér að ofan getum við veitt þér ákveðnar upplýsingar varðandi vinnu okkar með persónuupplýsingar þínar þegar slíkum gögnum er safnað saman og skráð. Þú hefur rétt á því að biðja um (i) afrit af persónuupplýsingunum sem við geymum um þig, (ii) að við leiðréttum eða fjarlægjum persónuupplýsingar sem þú heldur að séu rangar og (iii) að persónuupplýsingunum þínum verði eytt og að úrvinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum verði takmarkaðar við ákveðnar aðstæður. Til viðbótar hefur þú rétt til að andmæla vinnu okkar með persónuupplýsingar þínar, að auki hefur þú rétt að fá persónuupplýsingar þínar, sem þú hefur látið okkur í té, á skipulögðu og algengu tölvulesanlegu sniði sem og fá þessar upplýsingar sendar til annars ábyrgðaraðila.

Beiðnir skulu sendar til lögaðila sem tilgreindur er í lok þessa skjals. Beiðnir þínar verða meðhöndlaðar á skjótan og vandaðan hátt. Þar sem viðeigandi lög kveða á um umsýslugjald fyrir að framfylgja beiðni/beiðnum þinni/þínum getur Volvo Cars innheimt slíkt gjald. Til viðbótar getur þú fengið aðgang að yfirliti yfir ákveðnar persónuupplýsingar sem þú hefur sent beint og sem geymdar eru af Volvo Cars eða svipaðri þjónustu sem boðin er á þínum staðbundna markaði, leiðrétt og uppfært upplýsingar þínar með því að skrá þig inn á reikning viðskiptamannagáttar Volvo Cars. Vinsamlegast hafðu samband við gagnaverndarfulltrúa okkar fyrir frekari upplýsingar um rétt þinn. Sjá samskiptaupplýsingar fyrir gagnaverndarfulltrúa okkar í lok þessa skjals.

ÖRYGGI

Volvo Cars hefur gert tækni- og skipulagsráðstafanir til að verja persónuupplýsingar þínar gegn óviljandi eða ólögmætri eyðingu, óviljandi tapi eða breytingu, óleyfilegri birtingu eða aðgangi að persónuupplýsingum þínum, sem og hvers konar annarri ólögmætri úrvinnslu þeirra.

BIRTING TIL ÞRIÐJA AÐILA

Volvo Cars getur deilt persónuupplýsingum þínum:

 • til annarra deilda Volvo Cars;
 • með viðurkenndum sölu- og viðgerðaraðilum Volvo Cars í þeim tilgangi að dreifa tilboðum um vöru og þjónustu og öðrum samskiptum við þig; við aðra viðskiptafélaga í þeim tilgangi að dreifa tilboðum um vöru og þjónustu og öðrum samskiptum við þig eða fyrir rannsóknir og þróun;
 • í sambandi við sölu eða flutning á lögaðilum Volvo Cars og eignum þess;
 • eins og krafist er samkvæmt lögum, til dæmis í sambandi við fyrirspurn frá ríkisstjórn, vegna deilna eða annarrar málsmeðferðar fyrir dómsstólum, eða samkvæmt beiðni;
 • þegar við í góðri trú álítum að birting sé nauðsynleg til að verja rétt þinn, til dæmis í því skyni að rannsaka hugsanleg brot á skilmálum okkar og skilyrðum eða til að verja, koma í veg fyrir eða afhjúpa svik eða önnur öryggismál;
 • með öðrum viðskiptafélögum eða þriðju aðilum sem þú hefur valið að fá þjónustu frá og leyft þeim að biðja um gögn frá Volvo Cars (til dæmis fyrir afhendingu bílsins frá Volvo bílnum þínum);
 • með vöru- og þjónustuveitendum okkar sem vinna fyrir hönd okkar í sambandi við alla notkun hér að ofan, eins og veitendur þráðlausrar þjónustu, fyrirtækjum sem hýsa eða stýra vefsíðum okkar, senda samskipti, framkvæma gagnagreiningar, kreditkortafyrirtæki eða kerfisveitendur sem eru nauðsynlegir til að vinna úr, geyma eða stýra fjárhagslegum upplýsingum eða upplýsingum um kreditkort; og
 • með veitendum neyðarþjónustu, veitendum löggæslu og vegaaðstoðar sem og veitendum sjúkraflutninga til að veita tengda þjónustu (til dæmis, neyðarþjónustu Volvo On Call).

Volvo Cars, sem ábyrgðaraðili persónuupplýsinga þinna, mun almennt aðeins birta persónuupplýsingar þínar til þriðja aðila ef hann hefur fengið samþykki þitt til að gera það. En við getum deilt, ef leyfilegt er samkvæmt lögum, persónuupplýsingum þínum án samþykkis þíns, nema við álítum að samþykki þitt sé nauðsynlegt í einstökum tilvikum eða krafist er samþykkis þíns samkvæmt lögum, við eftirfarandi aðstæður:

 • þegar birting upplýsinga eins og kveðið er á um samkvæmt lögum; og
 • þegar birting upplýsinga er nauðsynleg að því er varðar lögmæta hagsmuni sem Volvo Cars gætir (til dæmis í því skyni að verja lagalegan rétt okkar, eins og lýst er hér að ofan).

GAGNAVINNSLA FYRIR OKKAR HÖND

Við takmörkum aðgang starfsmanna Volvo Cars og birgja að persónuupplýsingum þínum sem þurfa að nota þessar upplýsingar til að vinna úr fyrir okkar hönd, og sem eru samningsbundnir til að geyma persónuupplýsingar þínar öruggar og leynilegar. Okkar markmið er að velja þann valmöguleika fyrir úrvinnslu sem best verndar friðhelgi persónuupplýsinga þinna gagnvart þriðja aðila. Einhverjar þessara úrvinnsla gæti verið unnin fyrir utan EES samkvæmt sérstökum lagagrundvelli eins og kveðið er á um samkvæmt innlendum lögum.

MARKAÐSSETNING

Við munum ekki selja eða eiga viðskipti með persónuupplýsingar þínar við þriðja aðila nema við höfum samþykki þitt til að gera það. Við munum ekki deila persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila í tilgangi markaðssetningar, nema við höfum fengið samþykki þitt fyrir slíkri birtingu. Ef þú hefur veitt slíkt samþykki, en vilt hætta að taka á móti markaðsefni frá þriðja aðila, skaltu hafa samband við þriðja aðila beint. Við getum veitt þér upplýsingar varðandi nýjar vörur, þjónustu, atburði eða svipaðar markaðsaðgerðir. Ef þú vilt hætta áskrift á ákveðnu fréttabréfi í tölvupósti eða svipuðum samskiptum skaltu fylgja leiðbeiningunum í viðeigandi samskiptum. Þú getur einnig notað reikning viðskiptamannagáttar Volvo Cars eða svipaða þjónustu sem í boði er á þínum markaði til að draga þig út úr ákveðinni gerð samskipta við Volvo Cars og breyta áðursendum kjörstillingum.

VEFSÍÐUR OG KÖKUR

Almennt getur þú farið á vefsíður Volvo Cars án þess að segja okkur hver þú ert eða uppljóstra einhverjum upplýsingum um sjálfan þig. En til að geta veitt þér ákveðna þjónustu eða tilboð, þurfum við oft að skrá ákveðin hluta persónuupplýsinga þinna eins og nafn og tölvupóstfang. Við getum einnig safnað (með dúsum) nafnlausum upplýsingum um hvernig þú notar vefsíður okkar fyrir slíka skráningu. Þessar upplýsingar eru gagnlegar fyrir okkur til að bæta vefsíður okkar eða markaðssetningu. Allar vefsíður Volvo Cars sem eru opnar viðskiptavinum okkar innihalda upplýsingar varðandi notkun okkar á dúsum. Í sumum löndum er einnig að finna aðgerðir á vefsíðunni til að samþykkja eða hafna dúsum. Vinsamlegast leitaðu staðbundinna upplýsinga varðandi notkun okkar á dúsum sem gefnar eru út fyrir þitt land á https://www.volvocars.com fyrir frekari upplýsingar varðandi notkun okkar á dúsum.

ÖPP

Þegar þú halar niður eða skráir þig til að nota eitt af öppum okkar, getur þú þurft að senda persónuupplýsingar eins og nafn, tölvupóstfang, símanúmer og aðrar skráningarupplýsingar. Enn fremur getum við safnað ákveðnum upplýsingum sjálfvirkt þegar þú notar öppin okkar, þar á meðal tækniupplýsingar tengdum snjalltæki þínu og upplýsingum um hvernig þú notar appið. Við getum einnig safnað upplýsingum geymdum á tækinu þínu, þar á meðal tengiliðaupplýsingar; staðsetningarupplýsingar og annað stafrænt efni, allt eftir því hvaða app þú notar og aðeins eftir að þú hefur veitt samþykki fyrir slíkri söfnun. Frekari upplýsingar um slíkar upplýsingar sem við söfnum koma fram í upplýsingatilkynningu og/eða sérstakri tilkynningu fyrir hvert app fyrir sig.

ÞJÓNUSTA OG ÖPP ÞRIÐJA AÐILA

Sum öpp þriðju aðila sem þú halar niður, sem hefur þegar verið komið fyrir eða sem þú getur skráð þig fyrir, geta verið með önnur skilyrði og geta aðrar stefnur varðandi friðhelgi einkalífsins sem átt við, sama hver stefna okkar er varðandi friðhelgi einkalífsins. Volvo Cars er ekki ábyrgt fyrir notkun á persónuupplýsingum í öppum og þjónustum frá þriðja aðila. Við mælum með því að þú skoðir vandlega notendaskilmála og stefnu um friðhelgi einkalífsins hvers þriðja aðila fyrir sig sem veitir þjónustu eða forrit áður en þú skráir þig fyrir, halar niður eða notar þessi öpp. Við mælum með því að leita eftir val um einkalíf og stjórnbúnað í öppum þriðja aðila eftir niðurhölun.

BÖRN

Ekki er ætlast til þess að börn noti þjónustu okkar. Við fölumst ekki eftir eða söfnum ekki neinum persónuupplýsingum um börn undir 13 ára aldri af ásettu ráði né að við markaðssetjum vörur okkar og þjónustu til þeirra. Ef barn hefur sent okkur persónuupplýsingar, getur foreldri eða forráðamaður þess barns haft samband við okkur til að eyða þessum upplýsingum úr skrám okkar. Ef þú heldur að við höfum einhverjar upplýsingar um barn sem er undir 13 ára aldri, skaltu hafa samband við okkur. Ef við komumst að því að við höfum óvart safnað persónuupplýsingum um barn sem er undir 13 ára aldri eða jafngildum lágmarksaldri, allt eftir hvaða lögsagnarumdæmi á í hlut, munum við grípa til aðgerða til að eyða þessum upplýsingum eins fljótt og hægt er.

EFTIRLIT

Samkvæmt lagalegum kröfum verðum við að hafa eftirlit með því hvernig kerfi okkar virkar, þar á meðal ökutæki sem við höfum framleitt. Það þýðir að við söfnum úrtaksgögnum frá þessum ökutækjum.

KVARTANIR LAGÐAR FRAM FYRIR EFTIRLITSYFIRVALD

Ef þú hefur það álit að við vinnum úr persónuupplýsingum þínum með þeim hætti að það brjóti gegn lögum og reglugerðum um gagnavernd, hefur þú rétt til að bera fram kvörtun til eftirlitsyfirvalds.

UPPLÝSINGAR UM TENGILIÐ

Til að nýta réttindi þín sem hluti af gagnasafni, t.d. að fá upplýsingar varðandi vinnslu persónuupplýsinga Volvo Cars eða fá aðgang að persónuupplýsingum sem Volvo Cars vinna tengdum þér, vinsamlegast notaðu þessa vef umsókn sem tryggir að beiðnin þín sé meðhöndluð. Vinsamlegast athugaðu að Volvo Cars eiga ekki upplýsingar um vinnslu sem framkvæmdar eru af sjálfstæðum staðbundnum fulltrúum. Til að fá upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga þinna hjá sjálfstæðum staðbundnum fulltrúum, ef þú vilt stjórna beinum markaðsstillingum eða ef þú hefur aðrar tengdar beiðnir skaltu skoða upplýsingarnar um tengiliði hér fyrir neðan.

GAGNAVERNDARFULLTRÚI

Volvo Cars hefur útnefnt gagnaverndarfulltrúa fyrir hópinn sem hægt er að ná í með tölvupósti eða með pósti bréfleiðis eins og tilgreint er hér að neðan:

Tölvupóstfang: brimborg@brimborg.is

Heimilisfang: Volvo á Íslandi I Brimborg, Bíldshöfði 6, 112 Reykjavík, Ísland.

DCS gefið út: 23/01/2019