Tengingar

Léttir þér lífið

Þjónusta, leiðsögn og hljóð

Tengingar sem gefa þér meiri tíma

Markmið okkar er að gefa til baka eina viku af gæðatíma á ári með nýjum Volvo-bíl frá og með árinu 2025.

Þetta gerum við með því að nýta tækni sem verkfæri til að hjálpa okkur að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Tæknin ætti að þjóna og styðja, skemmta og leiðbeina. Þetta er upphafspunktur okkar.

Tengdur bíll

Við köllum nýsköpunarstarf okkar í tengdum þjónustum, leiðsögn og afþreyingar- og hljómtækjum í bílum Sensus. Það er hannað til þess að þú sért ávallt við stjórnvölinn, með snertiskjá sem auðvelt er að nota. Nýjasta raddstjórnunar- og snjallsímagagnvirknin, með CarPlay og Android Auto, tryggir að þú sért alltaf tengd(ur). Frekari upplýsingar eru fyrir neðan.

Sensus Navigation

Vertu þar sem þú vilt vera. Sensus Navigation kerfið í bílnum veitir bæði ökumanni og farþega í framsæti auðveldan aðgang að öllum leiðsagnareiginleikum.

Hljóðkerfi

Lúxus hljómar vel. Volvo Cars starfar með mörgum bestu framleiðendum hljómflutningstækja í heiminum til að búa til bestu bíltækin sem fást á markaðnum.

IntelliSafe Assist

Valfrjálsi IntelliSafe Assist pakkinn hefur allt sem þú þarft til að njóta betri og afslappaðri akstursupplifunar — sérstaklega á hraðbrautum. Á meðal eiginleika IntelliSafe Assist eru Adaptive Cruise Control, Pilot Assist og Distance Alert (aðeins ásamt framrúðuskjá).
Lestu meira