Bowers & Wilkins

Sérhönnuð hljómtæki

Ástríða fyrir hljóði

Nákvæm og lífleg hljómgæði

Bowers & Wilkins hljóðkerfið veitir þér sanna hágæðaupplifun, þar sem gæði og og nýjasta hljóðtæknin er í fyrirrúmi. Kerfið var hannað í nánu samstarfi Bowers & Wilkins og hljóðsérfræðinga Volvo Cars sem órjúfanlegur hluti af hönnun innra rýmisins með fullkomnustu hátölurum sem eru staðsettir af mikilli nákvæmni.

Bowers & Wilkins er í fararbroddi í hönnun hljómtækja fyrir ökutæki, og skilar þér fullkominni tónlistarupplifun. Ástríða fyrir tækni, nýsköpun og hönnun ásamt því að leggja mikla áherslu á smáatriðin er það sem gerir Bowers & Wilkins svo sérstakt. Við bjóðum nú upp á Bowers & Wilkins kerfið í 90 og 60 Series bílunum okkar.


Sannur hljómur

Bowers & Wilkins hljóðkerfið okkar var hannað til að skila eins raunverulegri og umljúkandi hljóðupplifun og mögulegt er, sem gerir tónlistina einstaklega skýra og raunverulega – hvar sem þú situr. Hljóðkerfið snýst ekki bara um tölur. Hljóðhönnuðir okkar hafa leitað lengi að hinu fullkomna hljóði. Það felur í sér að skila tónlistarupplifun sem fær hlustandann til að halda að hann sé viðstaddur það sem var leikið og tekið upp. Það er tónlist sem þú finnur fyrir, bæði líkamlega og tilfinningalega, sem er aðeins mögulegt með True Sound hljóðupplifun. Þrjár hljóðstillingar gera þér kleift að endurskapa hljómburð ákveðins umhverfisins inni í Volvo-bifreiðinni þinni, sem færir þig enn nær tónlistinni.

Hátíðnihátalari ofan á

Tölurnar tala sínu máli: einn 12 rása magnari, ótrúlegt 1400W úttak og allt að 19 aðskildir hágæðahátalarar, þar á meðal tvær nýjungar; einstakur opinn bassahátalari og miðjuhátalari með hátíðnihátalara ofan á sem vísar að farþegunum og skilar einstaklega raunverulegu hljóði. Öll upplifunin einkennist af gæðum og handverki.