Hágæðahljóð

Mikil afköst

Hannað af Volvo

Hágæðahljómtæki

Hágæðahljóðkerfið okkar sem er staðalbúnaður í okkar bílum er hannað sérstaklega fyrir hljómburð Volvo-bílsins þíns . Það gerir þér og farþegum þínum kleift að njóta skýrs
og náttúrulegs hljóðs.

Hljómar vel

Hátíðnihátalararnir, bassahátalararnir og miðtíðnihátalararnir eru aðskildir en skila í sameiningu framúrskarandi hljóði. Kraftmiklu hljóðkerfinu með tíu hátölurum er hægt að stjórna með hnöppum á stýrinu, á snertiskjánum eða með raddstýringu.