Við erum að endurskilgreina hvernig fólk notar bíla

Við viljum skapa frelsi til að ferðast með persónulegum, sjálfbærum og öruggum hætti. Það gerum við með því að setja þínar þarfir í forgang — nota bestu fáanlegu tækni til að þjóna þér, finna upp nýja tækni ef hún er ekki til staðar og sameina tækni til að bjóða þér upp á nýja upplifun.

Við leggjum áherslu á eftirfarandi framtíðarsýn:

Enginn ætti að slasast alvarlega eða látast í nýjum Volvo-bíl.

Við viljum gefa til baka eina viku af gæðatíma á ári með nýjum Volvo-bíl frá og með árinu 2025.

Um helmingur þeirra bíla sem við framleiðum og seljum verða rafmagnsbílar frá og með árinu 2025.

Við hjá Volvo Cars stundum nýsköpun til að stuðla að betra lífi. Áhersla okkar er á þig og umheiminn.

Uppgötvaðu nálgun okkar á framtíð bílaiðnaðarins

Frelsi til að ferðast

Håkan Samuelsson, forstjóri og framkvæmdastjóri Volvo Cars, útskýrir hvernig Volvo Cars
er að móta framtíð bílaiðnaðarins.

Samverkandi tækni

Kynntu þér hvernig Volvo Cars sér samverkandi tækni á sviði tenginga,
öryggis og knúningsafls breyta því hvernig þú lifir lífinu.

Við gerum hlutina öðruvísi.

Við hjá Volvo Cars höfum alltaf sett fólk í fyrsta sæti. Það gerum við með því að einbeita okkur að þessum þremur nýsköpunarsviðum. Við trúum því að tæknin eigi að frelsa okkur – ekki hneppa okkur í þrældóm. Frekari upplýsingar um nýsköpunarsviðin okkar er að finna fyrir neðan.

Tengingar

Markmið okkar er að gefa til baka eina viku af gæðatíma á ári með nýjum Volvo-bíl frá og með árinu 2025.

Rafvæðingu

Við stefnum á að 50% af allri okkar bílasölu verði alrafmögnuð árið 2025.

Öryggi

Að enginn ætti að slasast alvarlega eða látast í nýjum Volvo-bíl

Nýsköpunargróðurhús

Við vinnum náið með sprotafyrirtækjum í tæknigeiranum og eldri tæknifyrirtækjum í gegnum Volvo Cars Tech Fund, sem staðsettur er í Silicon Valley, til að styðja við þær nýjungar sem munu leiða okkur til betri framtíðar.

Lestu meira um tæknisjóð Volvo Cars

Það sem koma skal

Í ekki svo fjarlægri framtíð sjáum við heim þar sem altengdir og sjálfkeyrandi rafmagnsbílar eru svarið við samgönguþörfum fólks. Við þróuðum 360c Concept sem okkar sýn á framtíðina. Samgönguþarfir einstaklinga eru að þróast. Lausnirnar verða að bjóða upp á örugga og umhverfisvæna en þó persónulega og þægilega ferðaupplifun. Þetta krefst þess að við hugsum upp á nýtt hvað bíll er og hvernig við notum hann.

Nýsköpun fer aldrei úr tísku

Við kjósum að horfa fram á veginn og finna nýjar leiðir til að auðvelda þér lífið og gera það ánægjulegra. Þetta höfum við gert um árabil.