
Nýjungar í bílum
Framtíð aksturs
Hvernig Volvo Cars getur breytt lífi þínu
Við erum að skilgreina hvernig við komumst frá A-B
Við viljum veita þér frelsi til að ferðast um á persónulegan, sjálfbæran og öruggan hátt. Þannig að við setjum þínar þarfir í fyrsta sæti - notum nýjustu tækni sem hjálpar þér í daglegu lífi. Við munum finna upp nýja tækni í því sem engin er þegar til og sameina annarri tækni til að skapa nýja reynslu.
Metnaður okkar beinist að fólki, öryggi og sjálfbærni:
Enginn ætti að að slasast alvarlega eða deyja í nýjum Volvo bíl.
Um það bil 50 prósent þeirra bíla sem við framleiðum og seljum verða rafmagnsbílar árið 2025.
Auk þess viljum við hafa 40% lægra kolefnisspor á hvern bíl 2025.
Það er kominn tími til að breytast
Við höfum verið að nálgast umferðaröryggi í næstum heila öld. Núverandi Volvo bílar eru stútfullir af öryggistækni og eru meðal öruggustu bíla sem hafa verið til. Næsta þróun í umferðaröryggi er stærsta áskorunin af þeim öllum: rannsóknir gefa til kynna að aksturshegðun er nokkuð sem verður að taka á til að minnka dánartilfelli og alvarleg slys á fólki. Þrjár áskoranir varðandi umferðaröryggi - hraðakstur, akstur undir áhrifum og truflun
Þrjár áskoranir varðandi umferðaröryggi
Hraðakstur
Slæm hraðaaðlögun við ákveðnar umferðaraðstæður leiðir til verri aksturs. Hraðakstur er ein meginorsök banaslysa í umferðinni.
Akstur undir áhrifum
Ökumaður undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna er ein alvarlegasta hættan í umferðinni. Skortur á athygli og hægur viðbragðstími af völdum áfengis eða vímuefna getur haft gífurleg áhrif á akstur og þar af leiðandi leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla.
Truflun
Truflun er áhættuþáttur fyrir alla ökumenn og er verulegt áhyggjuefni varðandi umferðaröryggi. Eins og áhættan að keyra undir áhrifum getur truflun á meðan að á akstri stendur bæði leitt til hægari viðbragðstíma og þess að missa stjórn bílnum.


Styður öruggari akstur
Eftir að hafa verið í forystu í áratugi í rannsóknum á umferðaröryggismálum, höfum við lært af því að hafa rannsakað tugþúsundir rauverulegra slysa og höfum greint mikilvægi þess að taka á þessum þremur lykilsviðum í hegðun fólks. Við erum staðráðin í að finna leiðir til að hjálpa fólki að verða bestu ökumenn sem þeir mögulega geta verið.
Við þekkjum af reynslu að háþróaðar nýjungar í öryggismálum geta skipt sköpum. Nýjungar sem styðja ökumenn þegar þeir þurfa mest á því að halda - leiðandi tækni sem vinnur með ökumönnunum, ekki á móti þeim. Markmiðið er að greina hættulega aksturshegðun og styðja til úrbóta þegar þörf krefur.

Öryggislykill
Við höfum nýlega kynnt frumkvæðið okkar öryggislykilinn sem miðar að því að takast á við hraðakstur sem er ein helsta áskorun umferðaröryggis. Ökumenn Volvo geta notað öryggislykilinn til að setja takmörk á hámarkshraða bílsins og auðvelda því að viðhalda öruggum hraða þegar bíllinn er lánaður til yngri og óreyndra ökumanna. Frá þessu ári er öryggislykillinn nú staðalbúnaður í öllum nýjum Volvo bílum og endurspeglar metnað okkar til að styðja við betri hegðun ökumanna.

Hámarkshraðaþak
Hver einasti nýr Volvo bíll er nú með hámarkshraða 180 km / klst. og erum við þá standa við loforð okkar að setja hámarkshraðaþak - vegna þess að hraðakstur er einn helsti áhættuþáttur umferðaröryggis. Að hvetja ökumenn til að draga úr hraðanum er aðeins einn hluti af skuldbindingum okkar að taka virka ábyrgð í því að eyða út banaslysum með því að styðja betri hegðun ökumanna.

Myndavélar inni í bílnum
Við erum að vinna í lausnum inni í bílunum til að tækla tvær af mestu hættunum: truflun og akstur undir áhrifum. Myndavélar inni í bílunum ásamt öðrum skynjurum, munu hjálpa ökumanninum í gegnum Volvo on Call og þegar hann er greinilega undir áhrifum eða er truflaður og hætta á alvarlegum slysum, mun bíllinn stöðvast á öruggum stað. Þessi komandi tækni er ætluð til að styðja ökumenn í alvarlegum aðstæðum þegar þeir eru að missa stjórn á bílnum.
Kynntu þér okkar nálgun á framtíð hreyfanleika

Volvo Recharged
Bílarnir okkar hafa alltaf verið hannaðir til að vernda fólk. Við munum nú hanna þá til að vernda jörðina líka.

Samsett tækni
Kynntu þér hvernig Volvo Cars sér að samsett tækni á sviðum samskipta,
öryggis og drifkrafts, getur breytt þínum lifnaðarháttum.
Okkar nálgun er öðruvísi
Við setjum fólkið í fyrsta sæti. Við höfum alltaf gert það og munum alltaf gera það. Þrjú lykilatriði í nýsköpun okkar - samskiptatækni, rafmagnsvæðing og öryggi - gefa okkur möguleika á að gera lífið ykkar einfaldara, minnka kolefnisfótspor ykkar og halda ykkur öruggum. Kynntu þér nánar áherslusvið nýsköpunar okkar okkar hér að neðan.


Tenging
Markmið okkar er að gefa til baka eina viku af gæðatíma á ári með nýjum Volvo-bíl frá og með árinu 2025.



Bræðslupottur nýsköpunar
Við vinnum náið með tæknifrumkvöðlum og tæknifyrirtækjum í gegnum Volvo Cars Tech Fund til að styðja við nýsköpun sem færir okkur betri framtíð.
Kynntu þér Volvo Cars Tech Fund nánar |
Framtíðarsýn
Við sjáum framtíðina með alsjálfkeyrandi bílum sem koma þér milli A og B. Við þróuðum 360 tæknina til að koma þessari framtíðarsýn áfram. Við erum öll mismunandi og höfum mismunandi ferðaþörf þannig að okkar nýju lausnir verða að þróast til að bjóða upp á öruggan, umhverfisvænan og persónulegan ferðamáta. Þetta er algjörlega ný leið til að hugsa hvað bíll er og hvernig þú notar hann.


Nýsköpun dettur aldrei úr tísku
Við erum alltaf að horfa fram á við og finna nýjar leiðir til að halda þér áhugasömum til að gera lífið einfaldara og ánægjulegra. Við höfum gert þetta árum saman.
Kannaðu nýjungarnar okkar |