Knúningsafl

Skilvirkt afl í dag

Raf-, plug-in- og mild hybrid tækni

Förum tillitssamari leið

Árið 2025 verður um helmingur þeirra bíla sem við framleiðum og seljum rafmagnsbílar.

Heimurinn er að breytast, og við breytumst með honum. Við hjá Volvo Cars tökum loftslagsbreytingar og mengun alvarlega.
Við bjóðum nú þegar upp á mikið úrval verðlaunaðra Plug-in Hybrid véla, og erum að kynna til sögunnar Mild Hybrid lausnina okkar. Pure Electric bílarnir okkar eru væntanlegir.

Stöðug hreyfing

Hjá Volvo Cars byggist vélatækni okkar á hugmyndinni um skilvirkt afl án málamiðlana. Við nálgumst hönnun aflrásarinnar í einingum, sem þýðir að grunnvélarhönnun okkar getur skilað auðkennandi aflrásareiginleikum en einnig má tengja hana við rafræna aflrás. En það ekki allt og sumt. Fyrir neðan geturðu lesið meira um þær ólíku gerðir véla og knúningskerfa sem við höfum í dag og verðum með í nálægri framtíð.

Framtíðin er rafknúin

Við erum viss um það. Reyndar svo viss að við trúum því að bílar sem ganga eingöngu fyrir rafmagni verði um helmingur þeirra bíla sem við seljum árið 2025.

Plug-in hybrid

Twin Engine Plug-in Hybrid tæknin okkar skilar sér í alvöru afköstum og akstursánægju og býður upp á sveigjanleika í innra rými og farangursrými.

Sprengihreyflar

Verðlaunaðar vélarnar okkar eru með háþróaðri aflaukningartækni sem skilar afli um leið og þú þarft það, með nýstárlegri notkun á bæði túrbói og forþjöppum.

Sjálfbær hugsun

Omtanke er sænska orðið yfir umhyggju og tillitssemi sem og að „hugsa eitthvað upp á nýtt“. Það endurspeglar áherslu okkar á að vernda það sem er þér mikilvægt og samfélagið sem við lifum í. Lestu meira um hvernig við nálgumst sjálfbærni - frá góðu viðskiptasiðferði til umhyggju fyrir umhverfinu.

Lestu meira

Kannaðu aðrar nýjungar okkar

Í tæpa öld höfum við komið fram með nýjungar sem hafa breytt heiminum, og höfum alltaf hannað bíla sem setja fólk í fyrsta sæti.