Sprengihreyflar

Skilvirkt afl án málamiðlana

Verðlaunaðar vélar með háþróaðri aflaukningu

Advanced Boosting

Þriggja og fjögurra strokka sprengihreyflarnir okkar byggjast á hugmyndinni um skilvirkt afl án málamiðlana. Við nálgumst hönnun aflrásarinnar í einingum, sem þýðir að grunnvélarhönnun okkar getur skilað auðkennandi aflrásareiginleikum en einnig má tengja hana við rafræna aflrás í nýjustu bílunum okkar. Verðlaunaðar vélarnar okkar eru með háþróaðri aflaukningartækni sem skilar afli um leið og þú þarft það, með nýstárlegri notkun á bæði túrbói og forþjöppum eða með tafarlausum raftogkrafti í Plug-In Hybrid Twin Engine aflrásinni og með Mild Hybrid tækninni.


Forþjappa og túrbó

Volvo Cars hafa stigið næsta skref í aflaukningu með því að nota einingaskipt hleðslukerfi sem gefur Volvo-eigendum kost á ólíkum aflstigum og afköstum. Aflaukning felur í sér að fyrirferðarlitlar þriggja og fjögurra strokka vélar okkar geta skilað afli sem jafnast á við stórar sex og átta strokka vélar og hafa mikinn togkraft og breiðara hraðasvið. Við notum nýjustu tækni í hleðslukerfum sem samanstanda af túrbóþjöppum og forþjöppum sem eru sérhannaðar eftir okkar höfði með aukna sparneytni, afköst og aksturshæfni í huga. Forþjöppur skila togi á litlum snúningshraða og viðbragði. Túrbó skilar hestöflum. Forþjappan og túrbóið eru virk undir 3500 sn./mín. Yfir 3500 sn./mín er aðeins túrbó notað. Við notum stórt túrbó sem sameinar lágan bakþrýsting og háa aflþrýstingsgetu á háum snúningi til að skila hámarksafli. Saman skila forþjappan og túrbóið Drive-E vélunum okkar snurðulausu, stöðugu og miklu afli.

Plug-in hybrid

Twin Engine tækni Volvo felur í sér að sameinaðir eru kostir sprengihreyfils og rafmótors. Raforku sem verður til er hægt að geyma í háspennurafhlöðunni. Tæknin er betur þekkt sem Plug-in Hybrid tækni (PHEV).

Lestu meira