SKILVIRKT AFL FRÁ VOLVO CARS

Rafbílar - framtíð bílaiðnaðarins

Pure Electric bílar, Plug-in Hybrid og Mild Hybrid tækni mun breyta því hvernig þú ferðast.

Breytinga er þörf

Árið 2017 skuldbundum við okkur til að rafvæða alla bíla í okkar línu til að búa okkur undir tímann handan sprengihreyfilsins. Sá tími er að hefjast. Vertu hluti af þessari breytingu. Við höfum unnið með rafmagnsvélar síðan á áttunda áratug síðustu aldar og höfum lært mikið á þeirri vegferð, frá því að taka í notkun prófunarflota af C30 rafhlöðuknúnum farartækjum árið 2010, til þess að kynna til sögunnar fyrstu plug-in hybrid dísilbílana í heiminum árið 2012.

Tækni

Við notum nýjustu rafhlöðu- og afltæknina í öllum okkar bílum til að gera skiptin yfir í rafbíla auðveldari og ánægjulegri.

Mild Hybrid

Mild hybrid færir þér snurðulausa og skilvirkari akstursupplifun.

Plug-in Hybrid

Twin Engine vélarnar okkar skila áreynslulausum akstri sem er laus við útblástur.

Pure Electric

Framtíðin er hljóðlátur og útblásturslaus akstur.

Rafknúnir bílar Volvo

XC90 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 7 farþegar

S90 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 5 farþegar

XC60 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 5 farþegar

Tækni sem valdeflir fólk

Við erum stolt af því að hanna bíla sem gera lífið auðveldara og ánægjulegra. Lykill að því er að skilja hvernig við getum látið tæknina vinna fyrir þig. Þetta er grundvallarregla sem við beitum í öllu sem við gerum.

Rafhlöðutækni

Þróunin í rafhlöðutækni er afar hröð. Það þýðir að nú er orðið raunhæft og snjallt að kaupa rafbíl í stað eldsneytisknúinna bíla. Við notum Lithium-ion rafhlöðutækni til að knýja Twin Engine bílana okkar. Þessar rafhlöður eru hannaðar til að endast allan líftíma ökutækisins.

Pure-stilling

Þegar þú keyrir Twin Engine eða Pure Electric Volvo í Pure-stillingu tekurðu strax eftir að eitthvað er breytt: hann er miklu hljóðlátari en bíll sem knúinn er af sprengihreyfli. Þú tekur einnig eftir auknum krafti þegar lagt er af stað þar sem hreinn kraftur vélarinnar berst strax til hjólanna.

Algengar spurningar

 • Af hverju ákvað Volvo Cars að færa sig yfir í rafknúnar vélar?

  Við höfum unnið að nýsköpun á sviði rafmagnsvéla síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrir okkur er þetta eðlileg framvinda í tæknimálum og skýr yfirlýsing um fyrirætlanir okkar varðandi sjálfbæra samgöngukosti og minni útblástur.

 • Hverjir eru helstu kostir rafmagnsvélar umfram venjulegan sprengihreyfil?

  Rafmagnsknúnum vélum fylgir ýmiss konar ávinningur – frá því að draga úr útblæstri og eldsneytiskostnaði til þess að hafa fljótara viðbragð þegar lagt er af stað.

 • Eru ekki rafmagnsvélar dýrari en venjulegar bensín- eða dísilvélar?

  Það fer eftir ýmsu. Við munum innan tíðar bjóða upp á mismunandi rafknúnar vélar, frá mild hybrid og plug-in hybrid til algjörlega rafknúinna bíla. Rafknúnar vélar krefjast minna viðhalds og þurfa minna eldsneyti, og kostnaður við rafhlöðurnar er orðinn það lítill að það er orðið skynsamlegt að kjósa rafbíla.

 • Hvað er plug-in hybrid bíll?

  Plug-in hybrid bíll, einnig þekkt sem PHEV, er bíll sem notar bæði hefðbundinn sprengihreyfil og rafhlöðuknúinn rafmótor til að senda afl til hjólanna.

 • Hvers konar rafhlaða er notuð í Twin Engine plug-in hybrid bílum Volvo?

  Volvo Cars notar eins og er Lithium-ion rafhlöður í Twin Engine bílunum sínum. Rafhlaðan er hönnuð til að endast allan líftíma ökutækisins.

 • Hvað kemst plug-in hybrid bíll langt á rafmagninu einu saman?

  Twin Engine plug-in hybrid bílarnir okkar eru hannaðir til að mæta daglegum akstursþörfum þínum. Drægnin fer auðvitað eftir tegund, akstursstíl, landslagi og aðstæðum. Helsti ávinningurinn af plug-in hybrid er að þú getur alltaf notað bensínvélina ef hleðslan klárast, svo drægni er aldrei vandamál.

 • Hvar og hvernig hleð ég bílinn minn?

  Flestir hlaða bílinn sinn heima yfir nóttina, með hleðslustöð á bílastæði eða í bílskúr. Aðrir geta hlaðið bílinn sinn í vinnunni eða á hleðslustöðvum fyrir almenningar, sem verður sífellt auðveldara að finna.

 • Hvað tekur langan tíma að hlaða rafhlöðuna?

  Hleðslutími veltur á aflgjafanum og straumstyrk hans. Hægt er að finna ákveðna hleðslutíma í tæknilýsingu hvers rafknúins bíls.

 • Hvaða Volvo-tegundir eru í boði sem Twin Engine plug-in hybrid

  90- og 60-series bílarnir okkar eru í boði með Twin Engine tækni. XC40 bætist svo í þann hóp í nálægri framtíð.