Sprengihreyfillinn nýttur sem best

Mild hybrid tækni

Við hjá Volvo Cars erum knúin áfram af þrá til að gera hlutina betri. Skipti okkar yfir í rafknúna bíla felur í sér pre electric bíla, plug-in hybrid bíla og mild hybrid bíla sem bjóða upp á mýkri akstursupplifun og enn meiri skilvirkni.

Ný kynslóð afls

Mild hybrid bílar eru með skilvirka vélarlausn sem dregur úr álagi á hreyfilinn, og eykur með því sparneytni og bætir akstursupplifunina. Mild hybrid sameinar rafmótor, 48 volta rafhlöðu og 12 volta/48 volta spennubreyti við sprengihreyfil. Rafmótorinn gegnir hlutverki ræsis til að koma hreyflinum í gang. Hann virkar einnig sem rafall, safnar orku sem verður til við hemlun og geymir hana í 48 volta rafhlöðunni. Hún er nýtt til að auka hröðun bílsins.

Algengar spurningar

 • Hvað er mild hybrid?

  Mild hybrid bílar teljast líka sem rafmagnsbílar. Mild hybrid bílar nota bæði sprengihreyfil og rafmótor til að draga úr útblæstri og auka sparneytni. Það gera þeir með því að nota orku sem verður til við hemlun og er geymd í 48 volta rafhlöðu. Þessi orka er svo notuð til að styðja við sprengihreyfilinn við ræsingu og þegar lagt er af stað.

 • Knýr rafmótorinn mild hybrid bíla?

  Nei. Rafmótorinn er til þess að aðstoða hreyfilinn og draga úr álagi á hann.

 • Hver er helsti ávinningurinn af mild hybrid?

  Mild hybrid bíll eykur sparneytni og dregur með því úr útblæstri. Mild hybrid bílar eru yfirleitt ódýrari en full hybrid eða plug-in hybrid bílar.

 • Hver er munurinn á mild hybrid, full hybrid og plug-in hybrid?

  Mild hybrid bílar nota rafmótor til að styðja við sprengihreyfilinn. Full hybrid bílar hafa stærri rafmótor og rafhlöðu en mild hybrid bílar. Með full hybrid getur rafmótorinn knúið bílinn stuttar vegalengdir og hlaðið rafhlöðu hans með vélinni eða með endurnýtingu hemlunarafls. Plug-in hybrid bíl er hægt að hlaða með því að bókstaflega stinga honum í samband við heimahleðslustöð eða með því að nota almenningshleðslustöð. Hægt er að komast lengra á raforku í plug-in hybrid bíl því hann er með bæði stærri rafhlöðu og rafmótor. Plug-in hybrid bíll dugar mörgum til að komast sínar daglegu ferðir.