Twin Engine frá Volvo Cars

Plug-in hybrid tækni

Við köllum plug-in hybrid bílatæknina Twin Engine. Þessi háþróaða tækni sameinar áreynslulausan akstur við akstursstillingar fyrir hvaða aðstæður sem er.

Tengdu þig við framtíðina

Twin Engine bílarnir okkar skila einni öflugustu en um leið sparneytnustu akstursupplifun sem í boði er í dag. Blanda ómengaðrar raforku og skilvirkrar bensínvélar þar sem engar málamiðlanir eru gerðar gefa orðinu sveigjanleiki nýja merkingu og skila akstursupplifun sem þú gleymir ekki. Plug-in hybrid Twin Engine tækni Volvo Cars hefur verið bætt við allar nýjar gerðir sem við höfum kynnt síðan 2014, sem skilar ómenguðu hybrid afli þar sem engar málamiðlanir eru gerðar.

Akstursstillingar fyrir hvert tilefni

Við höfum þróað Twin Engine plug-in hybrid bílana okkar til að mæta þörfum ökumanna. Hægt er að velja úr fjölda akstursstillinga, til dæmis líða í gegnum daginn í Pure-stillingu, þjóta gegnum hann í Power-stillingu, eða hámarka skilvirkni með Hybrid-stillingu.

Pure

Í Pure-stillingu notar bíllinn aðeins raforku. Fullhlaðin rafhlaða dugar mörgum til að fara til og frá vinnu á hverjum degi í Pure-stillingu, sem kemur í veg fyrir allan útblástur og sparar eldsneytiskostnað.

Hybrid

Í Hybrid-stillingu nýtir Twin Engine bíllinn rafmótorinn og sprengihreyfilinn með sem bestum hætti, hámarkar skilvirkni en lágmarkar útblástur. Hybrid-stilling hentar við flestar akstursaðstæður.

Afl

Þegar þú vilt sportlegri akstur skaltu velja Power-stillingu. Hún sameinar krafta rafmótorsins og sprengihreyfilsins sem skilar þér öflugri akstursupplifun.

Charge & Drive

Það hefur aldrei verið betri tíma til að skipta yfir í rafmagnsbíla. Bílarnir okkar eru hannaðir með þig í huga og svo þú njótir auðveldari og betri upplifunar á hverjum degi.

Hladdu Volvo-inn þinn

Hvort sem þú hleður bílinn heima, í vinnunni eða miðborginni er það jafnauðvelt og að hlaða símann þinn.

Veldu aksturham

Plug-in hybrid Twin Engine bílarnir okkar bjóða upp á ólíkar akstursstillingar fyrir mismunandi aðstæður - frá Full Power stillingu til Pure Electric stillingar og Hybrid-stillingar.

Rafknúnir bílar Volvo

XC90 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 7 farþegar

S90 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 5 farþegar

V90 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 5 farþegar

XC60 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 5 farþegar

S60 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 5 farþegar

V60 T8 Twin Engine

400 hestöfl
allt að 5 farþegar

Algengar spurningar

 • Af hverju ákvað Volvo Cars að færa sig yfir í rafknúnar vélar?

  Við höfum unnið að nýsköpun á sviði rafmagnsvéla síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrir okkur er þetta eðlileg framvinda í tæknimálum og skýr yfirlýsing um fyrirætlanir okkar varðandi sjálfbæra samgöngukosti og minni útblástur.

 • Hverjir eru helstu kostir rafmagnsvélar umfram venjulegan sprengihreyfil?

  Rafmagnsknúnum vélum fylgir ýmiss konar ávinningur – frá því að draga úr útblæstri og eldsneytiskostnaði til þess að hafa fljótara viðbragð þegar lagt er af stað.

 • Eru ekki rafmagnsvélar dýrari en venjulegar bensín- eða dísilvélar?

  Það fer eftir ýmsu. Við munum innan tíðar bjóða upp á mismunandi rafknúnar vélar, frá mild hybrid og plug-in hybrid til algjörlega rafknúinna bíla. Rafknúnar vélar krefjast minna viðhalds og þurfa minna eldsneyti, og kostnaður við rafhlöðurnar er orðinn það lítill að það er orðið skynsamlegt að kjósa rafbíla.

 • Hvað er plug-in hybrid bíll?

  Plug-in hybrid bíll, einnig þekkt sem PHEV, er bíll sem notar bæði hefðbundinn sprengihreyfil og rafhlöðuknúinn rafmótor til að senda afl til hjólanna.

 • Hvers konar rafhlaða er notuð í Twin Engine plug-in hybrid bílum Volvo?

  Volvo Cars notar eins og er Lithium-ion rafhlöður í Twin Engine bílunum sínum. Rafhlaðan er hönnuð til að endast allan líftíma ökutækisins.

 • Hvað kemst plug-in hybrid bíll langt á rafmagninu einu saman?

  Twin Engine plug-in hybrid bílarnir okkar eru hannaðir til að mæta daglegum akstursþörfum þínum. Drægnin fer auðvitað eftir tegund, akstursstíl, landslagi og aðstæðum. Helsti ávinningurinn af plug-in hybrid er að þú getur alltaf notað bensínvélina ef hleðslan klárast, svo drægni er aldrei vandamál.

 • Hvar og hvernig hleð ég bílinn minn?

  Flestir hlaða bílinn sinn heima yfir nóttina, með hleðslustöð á bílastæði eða í bílskúr. Aðrir geta hlaðið bílinn sinn í vinnunni eða á hleðslustöðvum fyrir almenningar, sem verður sífellt auðveldara að finna.

 • Hvað tekur langan tíma að hlaða rafhlöðuna?

  Hleðslutími veltur á aflgjafanum og straumstyrk hans. Hægt er að finna ákveðna hleðslutíma í tæknilýsingu hvers rafknúins bíls.

 • Hvaða Volvo-tegundir eru í boði sem Twin Engine plug-in hybrid

  90- og 60-series bílarnir okkar eru í boði með Twin Engine tækni. XC40 bætist svo í þann hóp í nálægri framtíð.