Loftslagsbreytingar eru

Lokaöryggisprófið

Forsíðumynd af sjálfbærum viðburðarmyndum Volvo Cars.

„Fyrir okkur er sjálfbærni nú jafn mikilvæg og öryggi.“

Håkan Samuelsson, forstjóri Volvo Cars

Við höfum helgað okkur því að vernda líf fólks í bílunum frá okkur en núna leggjum við jafn mikla áherslu á að vernda líf fólksins utan bílanna. Við munum núna leggja jafn mikla áherslu á að vernda jörðina.

Við erum hluti af vandamálinu svo við þurfum að vera hluti af lausninni.

Volvo Cars stefnir að því að flýta sölu rafmagnsbíla.
Hlutleysi í loftslagsmálum

Við leggjum metnað okkar í að verða loftslagshlutlaust fyrirtæki árið 2040. En það er ekki nóg að rafvæða flotann okkar. Við þurfum að taka á losun yfir alla virðiskeðjuna okkar. Þetta felur í sér að nota meiri loftslagslausa orku bæði í eigin rekstri og meðal birgjanna, auk þess að nýta efni og íhluti betur. En við þurfum að bregðast við núna. Svo við stefnum að því að draga úr losun um 40% á hvert ökutæki árið 2025.

Volvo Cars stefnir að því að flýta sölu rafmagnsbíla.
Alrafmögnuð árið 2030

Alheimsbreyting yfir í rafmagnsbíla er nauðsynleg ef heimurinn á að ná nettó núlllosun fyrir árið 2050 og takmarka áhrif loftslagsbreytinga. Árið 2025 stefnum við að því að 50 prósent af sölunni okkar verði rafmagnsbílar og árið 2030 munum við einungis framleiða 100% rafmagnsbíla.

Volvo Cars setur í loftið sýningarsal á netinu sem breytir öllu.
Sýningarsalur á netinu sem breytir öllu.

Nýr sýningarsalur verður hér á þessari síðu. Við ætlum að bjóða fleiri möguleika á netinu til að gera ykkur það eins auðvelt og mögulegt er að velja 100% rafmagnsbíl, án kolefnislosunar.

Framtak sem skiptir máli

Heiðblár Volvo V317 dökkbláu herbergi.

Loftlagshlutlaus framleiðsla

Við stefnum að loftslags hlutlausri framleiðslu árið 2025. Við erum að vinna að þessu með því að fá fram og framleiða okkar eigin loftslagshlutlausu orku, auk þess að auka orkunýtnina í verksmiðjunum okkar. Við erum að ná árangri. Allar evrópsku verksmiðjurnar okkar hafa verið keyrðar á endurnýjanlegri raforku síðan árið 2008 og árið 2020 voru verksmiðjurnar knúnar af 51 prósent loftslagslausri orku. Stærsta kínverska verksmiðjan okkar í Chengdu tryggði sér nýlega 100 prósent loftslagshlutlausa rafveitu.

Hámarka endurframleiðslu

Samanborið við framleiðslu á nýjum hlutum, nota endurframleiddir hlutar um 85 prósent minna hráefni og 80 prósent minni orku. Núna endurframleiðum yfir 50 mismunandi hluti, þar á meðal vélar, gírkassa og kúplingar. Árið 2020 spöruðum við næstum 3.000 tonn af CO2 með því að endurframleiða meira en 40.000 hluti.

Volvo Cars nota blockchain tækni til að auka gagnsæi og rekjanleika kóbalt aðfangakeðjunnar.
Volvo Cars nota blockchain tækni til að auka gagnsæi og rekjanleika kóbalt aðfangakeðjunnar.

Lágmörkum framleiðsluúrgang

Árið 2020 var 95 prósent af framleiðsluúrgangi okkar á heimsvísu endurunninn, sem þýðir að við komumst ekki aðeins hjá því að skapa viðbótar kolefnislosun, heldur náðum við að halda dýrmætu efni í umferð og draga þannig úr framleiðslu á grunnefnum. Langmestur úrgangur sem við endurvinnum er stál. Árið 2020 endurunnum við yfir 176.000 tonn og komumst þannig hjá því að framleiða um 640.000 tonn af CO2.

Samræmt sölunet

Við erum að vinna með söluaðilunum okkar að því að allt sölunetið sé loftslagshlutlaust árið 2040. Þetta felur í sér hagræðingaraðgerðir og meiri nýtingu endurnýjanlegrar orku á öllum sviðum þeirra. Fjöldi söluaðila okkar um allan heim hefur nú þegar sína eigin endurnýjanlegu orkuöflun.

Volvo Cars nota blockchain tækni til að auka gagnsæi og rekjanleika kóbalt aðfangakeðjunnar.
Volvo Cars nota blockchain tækni til að auka gagnsæi og rekjanleika kóbalt aðfangakeðjunnar.

Ábyrg kóbaltvinnsla

Kóbalt er mikilvægur þáttur í framleiðslu rafhlaðna í rafbíla. Í sumum tilvikum getur vinnsla kóbalts haft áhrif á mannréttindi.

Við notum blockchain tækni til að auka gagnsæi og rekjanleika kóbaltveitu keðjunnar okkar og tryggja að ekki sé hægt að breyta upplýsingum um uppruna efnisins. Við notum ýmsa aðra ferla, í tengslum við birgjana okkar, þar á meðal skoðun námusvæða og GPS mælingar til að tryggja að kóbalt í rafhlöðunum okkar sé fengið af ábyrgð.

Heiðblár Volvo V317 dökkbláu herbergi.

Það sem mun koma

C40 er fyrsti Volvo bíllinn okkar sem kynntur er til sögunnar aðeins sem 100% rafmagnsbíll og hannaður til að draga úr umhverfisáhrifum. Að innan táknar leðurlaus innréttingin nýja túlkun á lúxus á meðan traustvekjandi öryggisbúnaðurinn er jafn mikilvægur hann og hefur alltaf verið.
Kynntu þér C40 Recharge

Hönnun með tilgangi

Kynntu þér XC40 Recharge - 100% hreinan rafmagnsjeppa, hannaður fyrir nútíma lífstíl og þar fram eftir götunum.
Silfurlitaður Volvo XC40 Recharge rafmagnsjeppi sem er í hleðslu í bleiku umhverfi.
Sjálfbær efni

Að auka notkun sjálfbærra efna er aðeins ein leið sem XC40 Recharge hjálpar til við að draga úr umhverfisáhrifum.

Engar málamiðlanir

Tveir rafmótorar þýða að það er engin losun og heldur akstrinum eins hreinum og mögulegt er.

Rými fyrir lífið

Innréttingin í XC40 Recharge er rúmgóð fyrir þig og alla þá sem þú kýst að deila ferðinni með.

Búnaðurinn sem er sýndur er hugsanlega ekki staðlaður eða fáanlegar fyrir alla útlits- eða vélavalkosti.