Öryggi

Verndum það sem er mikilvægt

Sumir hlutir verða betri með hverjum degi

Enginn ætti að slasast alvarlega eða látast í nýjum Volvo-bíl.

Síðan 1927, þegar stofnendur Volvo Cars ákváðu að gera öryggi eitt af kjarnagildum fyrirtækisins, höfum við verið í fararbroddi á því sviði. Það mun aldrei breytast. Það sem mun breytast er breidd þeirrar tækni sem við notum til að bæta akstursupplifun þína og öryggi.

E.V.A. Frumkvæðið

Deilum rannsóknum okkar til að gera öruggari bíla fyrir alla

Öryggið frelsar þig

Áhersla okkar á að tryggja öryggi fólks hefur sett Volvo Cars í fremstu röð í öryggismálum, og leitt til nýjunga eins og hönnunar og innleiðingar á fyrsta þriggja punkta öryggisbeltinu, fyrsta bílpúðands fyrir börn, og Side Impact Protection System (SIPS) sem hefur bjargað lífi ótal manna og komið í veg fyrir líkamstjón margra kynslóða um allan heim. Þessar nýjungar eru niðurstaða öryggisnálgunar Volvo Cars – kerfisbundinnar nálgunar sem byggir á raunverulegum aðstæðum sem eru einstök í bílaiðnaðinum.

Kynntu þér betur sögu okkar í öryggismálum
Öryggistækni

IntelliSafe er hannað veita þér hugarró og þægindi með því að hjálpa þér að hafa fulla stjórn.

IntelliSafe Standard

Volvo Car býður upp á hátæknilegt öryggiskerfi sem staðalbúnað í nýjum Volvo-bílum. Hverjum nýjum Volvo fylgja ýmsir eiginleikar til að aðstoða ökumanninn, frá Autobrake og Steering Support til einkaleyfisbundna öryggisbúrsins okkar.

IntelliSafe Surround

Valfrjálsi Intellisafe Surround pakkinn felur í sér BLIS (Blind Spot Information) með stýringaraðstoð, Cross Traffic Alert með bremsuaðstoð og Rear Collision Warning, sem veitir þér allar þær upplýsingar sem þú þarft um ökutæki og aðra hluti í næsta nágrenni.

Kannaðu aðrar nýjungar okkar

Í tæpa öld höfum við komið fram með nýjungar sem hafa breytt heiminum, og höfum alltaf hannað bíla sem setja fólk í fyrsta sæti.