Bílaöryggi

Volvo Cars hefur verið leiðandi í bílaöryggi í áratugi. Það mun aldrei breytast. Það er okkar sýn að enginn eigi að slasast alvarlega eða deyja í nýjum Volvo bíl.

Við höfum fundið upp mikilvægustu eiginleika sögunnar í bílaöryggi. Og það er fleira á leiðinni.

Aðstoðarkerfi ökumanna

Auk verndaraðgerða farþega eins og loftpúða og krumpusvæða höfum við bætt við ökumannshjálparkerfum sem geta hjálpað við að forðast og draga úr árekstri. Þessi kerfi styðja þig einnig við stjórnun bílsins eða að leggja í stæði.

Kynntu þér nánar
Forðast árekstur

Snjöll akstursstoðtækni getur greint og hjálpað þér að forðast árekstur við önnur farartæki, gangandi og hjólreiðafólk - hvenær sem er, dag eða nótt.

Umferðarvari (Cross traffic alert)

Ökumannsaðstoð með umferðarvara (e. Driver assist with Cross traffic ) gerir þér auðveldara fyrir að fara úr þröngu svæði með því að gefa frá sér viðvörun ef bíllinn nálgast ökutæki og hemlar sjálfkrafa til að forðast yfirvofandi árekstur.

BLIS

Blindpunktsviðvörun (BLIS ™) með aksturstýringu getur akstur í mikilli umferð auðveldari með viðvörunum og virkum stuðningi sem og leiðbeint þér á réttan kjöl.

Öryggisbúnaður.

Verði óhjákvæmilegur árekstur höfum við tæknina til að gera raunverulegan mun.

Loftpúðar

Loftpúðatækni hefur breyst mikið frá því hún var kynnt og Volvo hefur verið einn af lykilaðilum með nýjungar eins og hliðarpúða og loftpúðagardínur í hliðum. Í dag eru bílarnir okkar með fjölda loftpúða sem eru hannaðir til að vernda farþega ef það verður árekstur.

Bílsæti

Bílsætin okkar eru gerðir til að tryggja öryggi og þægindi. Orkusogandi virkni milli sætis og sætisgrindar hjálpar til við að draga úr mænuskaða og innbyggða whiplash varnarkerfið hjálpar til við að draga úr hættu á bakhnykksmeiðslum.

Öryggi barna

Öryggi barna í bílum hefur alltaf verið leiðarljós hjá Volvo Cars Þess vegna höfum við verið í fararbroddi í öryggismálum og rannsóknum barna síðan á sjöunda áratugnum, með nýjungum eins og bakvísandi stólum og sessum með baki.

Lærðu meira um öryggi barna

Úrbætur umferðaröryggis

Hraðakstur, akstur undir áhrifum og truflun eru þrjár hindranir á leið okkar að engum banaslysum í bílunum okkar. Þess vegna stefnum við að því að takast á við þessar lykiláskoranir með nýjum og núverandi öryggisnýsköpun

Hámarkshraðaþak

Til að senda út skýr skilaboð um hversu hraðakstur er hættulegur lækkuðum við hámarkshraða allra nýju bílanna okkar í 180 km/klst árið 2020. Við erum líka að skoða hvernig snjöll hraðastjórnun getur sjálfkrafa takmarkað hraða nálægt skólum og sjúkrahúsum í framtíðinni.

Sjálfstýrisbúnaður

Með stuðningi LiDAR skynjara verður næsta kynslóð Volvo bíla með vélbúnað sem er tilbúinn fyrir sjálfvirkan akstur. Með tímanum munum við gefa út hugbúnaðaruppfærslur til að veita fullkominn sjálfvirkan akstur á þjóðvegum.

Myndavélar inni í bílnum

Til að hjálpa til við að takast á við akstur undir áhrifum og truflun í umferðinni erum við að vinna að nýjum lausnum í bílnum. Myndavélar í bílnum, ásamt öðrum skynjurum, munu gera bílnum kleift að grípa inn í þegar ökumaður sem er undir áhrifum eða Verður fyrir truflun við akstur á hættu á alvarlegum meiðslum.

Öryggislykill

Við höfum nýlega kynnt frumkvæðið okkar Öryggislykilinn sem miðar að því að takast á við hraðakstur sem er ein helsta áskorun umferðaröryggis. Með Öryggislyklinum geta bifreiðaeigendur Volvo sett hraðatakmark á bílinn þegar þeir t.d. lána yngri fjölskyldumeðlimi eða reynsluminni ökumanni til að tryggja öruggari akstur.

Milljón mannslíf í viðbót

Við fengum mikla gagnrýni eftir að við kynntum þriggja punkta bílbeltið. Síðan þá hefur það bjargað meira en milljón mannslífum. Núna erum við staðráðin í að bjarga milljón í viðbót.

Við deilum rannsóknum okkar til að gera bíla öruggari fyrir alla

Sumir eru minna öruggir í umferðinni en aðrir. Þess vegna deilum við öryggisrannsóknum okkar í EVA gagnagrunninum - opinn öllum til að hlaða niður. Fyrir öryggi allra

Kynntu þér nánar

Áratugir af nýsköpun

Allt frá stofnun okkar árið 1927 höfum við verið að hanna bíla sem setja fólk í fyrsta sæti. Kynntu þér mikilvægustu nýjungarnar okkar í öryggismálum í gegnum tíðina.

Kynntu þér nánar

Öryggisbúnaður Volvo bíla er viðbót við örugga akstursaðferðir og er ekki ætlaður til að gera eða hvetja til að keyra annars hugar eða annars óöruggs eða ólöglegs aksturs. Vinsamlegast athugið: ökumaðurinn er ávallt ábyrgur fyrir því hvernig bílnum er stjórnað.