E.V.A. Frumkvæðið

Bílar eiga að vernda alla.

Sumir eru minna öryggir í umferðinni en aðrir. Þess vegna er kominn tími til að deila yfir 40 ára rannsóknargögnum um árekstra - hvernig á að gera bíla öruggari fyrir alla. Ekki einungis hinn dæmigerða karlmann.

Hjálpið okkur að gera bíla jafn örugga

Þegar kona sest inn í bíl til að keyra, þá gerir hún ráð fyrir að vera örugg. Árið 2019 framleiða flestir bílaframleiðendur samt sem áður bíla út frá gögnum úr árekstrarprófunum sem framkvæmdar hafa verið á karlkyns árekstrarprófunardúkkum. Þess vegna eru konur í meiri hættu á að slasast í umferðinni en karlmenn.

En ekki í Volvo. Árekstrarannsóknarteymi okkar hefur tekið saman raungögn frá árinu 1970 til að skilja betur hvað gerist við árekstur. Það sem Volvo hefur tekið eftir er að jafn algengt er að sjá konur og karla í þessum gögnum. Þess vegna viljum við meina að konur og karlar eigi að vega jafnþungt við árekstrarprófanir á bilum. Með E.V.A. viljum við deila þessum rannsóknarniðurstöðum síðustu 40 ára. Með því að leyfa öllum að hlaða niður gögnunum þá vonumst við til að allir bílar verði öruggari. Því hjá Volvo setjum við fólk alltaf í fyrsta sæti.

“Með því að safna raungögnum yfir langan tíma er mögulegt að bera kennsl á hvaða meiðsli eiga sér stað í mismunandi áreskstrum hjá karlmönnum, konum og börnum,”says Dr. Lotta Jakobsson, Yfir Tæknisérfræðingur hjá Volvo Cars Safety Centre.

Niðurstöður rannsókna yfir 40 ár

Árið 1970 var stofnað árekstrarannsóknarteymi hjá Volvo. Hefur teymið safnað saman og greint gögn frá meira en 40,000 bílum og 70,000 farþegum. Þetta hefur leitt til margra nýjunga sem eru í bílunum okkar í dag.

Sætið sem minnkar hættuna á hálshnykk um helming

Konur eru líklegri að fá bakhnykk heldur en karlmenn. Það getur verið vegna mismunandi líkamsbyggingar og styrks. En ekki í Volvo sætum. Þökk sé bakhnykksvörninni (Whiplash Protection System, WHIPS), sem samanstendur af einstökum höfuðpúða og snjallri sætishönnun sem verndar bæði höfuð og hrygg, þá sjáum við ekki lengur mun á bakhnykkjum karla og kvenna.

Snjall öryggisskjöldur

Konur eru líklegri til að meiðast á bringu í árekstri heldur en menn vegna mismunandi líkamsbyggingar og styrks. Til að fá bestu vörnina höfum við stöðugt verið að þróa bílauppbygginguna, öryggisbelti og hliðarloftpúða til að minnka höggið á farþegana.  SIPS (Side Impact Preotection System), eflir heildaröryggið. SIPS , ásamt hliðarloftpúðum, minnkar áhættuna á alvarlegum bringumeiðslum um meira en 50% fyrir alla farþega.

Verndar öll höfuð

Konur hafa sérstaka verndarþörf, líka á hliðarhöggum. Því lægri sem manneskja er, þeim mun lægra situr hún í bílnum og  mun nær stýrinu - sem gerir upplásna hlíf sem fer yfir allan gluggan lífsnauðsynlegan öryggisþátt. Að auki minnkar uppblásna hlífin höfuðáverka um 75%. Hún blæs upp á 1/25 sekúndu og kemur í veg fyrir að höfuðið skellist utan í bílinn. Þetta var fyrsta loftpúðakerfið sem bauð betri vernd fyrir bæði fram og aftursæti og tók hliðarvörnina skrefinu lengra.

Skilvirkasta öryggið í umferðinni

Bílslys getur hent hvern sem er. Hingað til hefur öryggisbeltið okkar bjargað yfir milljón mannslífa. Það verndar alla, sama hversu stór þú ert eða hvernig þú ert í laginu. Hins vegar er einn hópur sem er í meiri hættu en aðrir og eru það óléttar konur.

Ein mikilvægasta uppfinningin í umferðaröryggi, öryggisbeltið okkar býður upp á öfluga vörn í öllum árekstrum. Til að læra meira um móðurina og ófædda barnið hennar, gerðum við heimsins fyrstu óléttu árekstrarprufudúkkuna í meðalstærð. Þetta er tölvugert líkan sem gerir okkur mögulegt að læra hvernig viðkomandi hreyfir sig og hvernig öryggisbelti og loftpúði hafa áhrif meðal annars á konu og fóstur.

“Bílum er ekið af fólki. Grunnreglan bak við allt sem við gerum er og mun áfram vera öryggi.”Gustaf Larson, co-founder of Volvo

Meira um öryggisnýtingar Volvo

Hvernig slys geta gert bíla öruggari fyrir alla.

Frá því 1950 höfum við rannsakað 43,000 bíla í raunverulegum árekstrum með 72,000 farþegum. Niðurstaðan er sú að þetta hefur leitt til margra nýjunga eins og til dæmis WHIPS, SIPS og ýmsan öryggisbúnað fyrir börn. Við höfum tekið saman meira en 100 rannsóknargreinar sem allir geta halað niður. Við vonum að þetta leiði til öruggari bíla fyrir alla óháð kyni og stærð.

E.V.A. Ökutæki – Jafnt fyrir alla

Algengar spurningar

 • Hversu lengi hefur Volvo árekstrarprófað með kvenkyns árekstrarprufudúkku?

  Við höfum prófað bílana með kvenkyns árekstrarprufudúkku síðan 1995, alveg frá því að eina mögulega litla árekstrardúkkan var HIII 5th percentile. Árið 2001 tókum við með inn í reikninginn litla hliðar árekstrarprufudúkku SI2s. Í upphafi 2000 þróuðum við stafrænt líkan óléttrar konu sem varð fyrsta miðstærðar kven árekstrarprufudúkka í heiminum. Tíu árum seinna útvíkkuðum við árekstrarprufudúkkufjölskylduna með miðsærð kvenkyns árekstrarprufudúkku sérstaklega hugsuð fyrir bakhnykkjamat aftur í, sem eini upprunalegi bílaframleiðandinn í sam þróun á EvaRID.

 • Hvernig hefur Volvo Cars þróað örugga bíla út frá raungögnum?

  Gögnum um Volvo bíla í Svíþjóð hefur verið safnað saman og geymd í gagnagrunni Volvo Cars um töluleg gögn varðandi umferðaslys síðan 1970. Markmiðið er að deila fjölda áreiðanlega gagna sem eiga sér stað í tengslum við ákveðin meiðsl sem eiga sér stað við ákveðin slys.

 • Úr hversu mörgum árekstrum hefur Volvo Cars safnað saman gögnum?

  Í forranssókninni árið 1967 byrjuðum við með 28,000 tilfelli. Síðan 1970 höfum viðsafnað saman meira en 43,000 raun árekstra með 72,000 faþegum í tölfræðilegan gagnagrunn okkar. Þar að auki notum við gögn í greininguna úr fjölda annarra gagnagrunna alls staðar úr heiminum.

 • Hvaða þekkingu inniheldur E.V.A. Frumkvæðið?

  Þekkingin sem þú getur nálgast og niðurhalað í gegnum þetta verkefni er samansafn yfir 100 rannsókna. Þetta er samansafn af sumum þeim rannsóknum sem eru bak við öryggisnýsköpunar Volvo Cars frá því 1950.

 • Verð ég enn að nota öryggisbelti í Volvo?

  Já, öryggisbelti er ennþá öruggasti hlutinn til að bjarga lífum og minnka meiðsli í árekstrum. Það er einnig skylda í flestum löndum í heiminum. Öryggisbeltin i Volvo eru einnig í stöðugri þróun tl að tryggja öryggi allra.

Öryggi sem hentar öllum.

Við byrjuðum á að gera bíla því við trúðum því að enginn gæti gert bíla sem væru nægilega örugggir fyrir sænska vegi. Í gegnum árin höfum við blandað saman þessari öryggis skuldbindingu okkar saman við þekkingu frá raunverulegum árekstrum. Þetta hefur leitt til einstakrar öryggis nýjunga eins og SIPS, WHIPS og IC- sem eru nú staðalbúnaður í öllum nýrri Volvo gerðum.