Aðstoðarkerfi ökumanns

Aðstoðarkerfin veita þér þægindi og stjórn til að keyra af öryggi hvert sem þú ferð. Kannaðu nokkur þeirra kerfa sem eru í boði.

Forðast árekstur

Snjöll akstursstoðtækni getur greint og hjálpað þér að forðast árekstur við önnur farartæki, gangandi og hjólreiðafólk - hvenær sem er, dag eða nótt. Kerfin styðja þig með viðvörunum með hljóði, sýnilegum merkingum og bremsupúlsviðvörunum þegar þess er þörf. Og ef árekstur er yfirvofandi eða ef þú ert að beygja fyririr komandi ökutæki á gatnamótum getur bíllinn hemlað sjálfkrafa. *

Veglínuskynjari

Veglínuskynjari bætir þægindi og öryggi við akstur hraðbrauta. Ef þú ert að fara yfir akreinamerkingu án þess að nota stefnuljós stýrir það bílnum varlega aftur inn á akreinina. Ef þetta stýrisinngrip er ekki nóg eða þú heldur áfram að stýra yfir akreinamerkingarnar kemur viðvörun með titringi í stýrinu. Með því að fylgjast stöðugt með stöðu þinni á veginum veitir veglínuskynjarinn léttan stuðning frá 65 km hraða. ***

Útafakstursvörn (Run-off road mitigation)

Vörn við útafakstri hjálpar við að koma í veg fyrir að þú farir út af. Ef þú villist yfir á ytri akreinamerkinguna mun það hjálpa þér að stýra bílnum aftur á veginn. Ef þörf er á getur þessi öryggisnýjung Volvo einnig virkjað bremsurnar til að halda þér á veginum. Vörn við útafakstri virkar á milli 65 km/klst og 140 km/klst.

Umferðarvari (Cross Traffic alert) með sjálfvirka bremsu

Ökumannsaðstoð með umferðarvara (Driver assist with Cross traffic ) gerir þér auðveldara fyrir að fara úr þröngu svæði með að gefa frá sér viðvörun ef bíllinn nálgast ökutæki og hemlar sjálfkrafa til að forðast yfirvofandi árekstur. **

Blindpunktsviðvörun (BLIS)

Blindpunktsviðvörun (BLIS ™) með aksturstýringu getur minnkað áhyggjur í mikilli umferð með viðvörunum og virkum stuðningi sem og leiðbeint þér á réttan kjöl. Þegar ökutæki fer inn í blinda blettinn eða nálgast hratt á akrein beggja vegna bílsins getur BLIS gert þér viðvart með ljósi í vinstri eða hægri spegli. ***

360° myndavél

Fjórar háskerpu myndavélar veita þér 360° sýn eins og fuglinn fljúgandi, svo hægt er að fara inn og út úr þröngu plássi full sjálfstrausts.

Tengt öryggi

Skýjasamskipti gera þér kleift að fá og deila upplýsingum um ástand vega. Rauntímagögn hjálpa þér og öðrum að búa þig undir það sem framundan er með tákni í ökumannaskjánum eða í skjá í framrúðu (aukahlutur) Þú verður einnig látinn vita ef annað tengt ökutæki á veginum á undan þér greinir hálku. ***

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðlaður eða fáanlegar fyrir alla útlitskosti, vélavalkosti eða sölusvæði.

* Ökutæki, gangandi og hjólreiðamenn sem hreyfast í sömu átt með bílnum er hægt að greina við ákveðinn hraða og við vissar aðstæður; ökumaður er áfram ábyrgur fyrir öruggum akstri alltaf.

** Stuðningsaðgerðir koma ekki í staðinn fyrir athygli og dómgreind ökumanns. Viðvörun vegna umferðar úr annarri átt (Cross traffic alert) getur haft takmarkaða virkni við ákveðnar aðstæður. Bremsuinngrip er aðeins virkt á litlum hraða.

*** Ökumaðurinn hefur möguleika á að slökkva á veglínuaðvörun, BLIS og tengdu öryggi en þá verður að kveikja aftur á þessum kerfum aftur til að endurheimta virkni þeirra.