IntelliSafe Standard

Safety by Volvo Cars

Skilgreinir öryggi í bílum

Strangir staðlar

IntelliSafe er það sem við köllum staðlaðan öryggisbúnað í öllum nýjum Volvo-bílum. Þessi mikli staðalöryggisbúnaður í öllum nýjum Volvo-bílum er ríkur þáttur í því að hjálpa okkur að ná því markmiði okkar að draga úr öryggishættum í öllum ökutækjum. Kynntu þér betur helstu eiginleikana og hvaða hlutverki þeir gegna í að ná takmarkinu okkar, markmið Volvo Cars varðandi öryggi - að enginn ætti að láta lífið eða slasast alvarlega í nýjum Volvo-bíl frá og með.


City Safety

City Safety verndar fólk innan og utan bílsins með því að koma auga á mögulegar hættur og hjálpa þér að forðast þær. Volvo Cars var fyrst til að gera slíkt öryggiskerfi að staðalbúnaði í öllum nýjum Volvo-bílum. City Safety notast við radar- og myndavélatækni til að bera kennsl á ökutæki, hjólreiðamenn, gangandi vegfarendur og stór dýr fram undan, eins og hreindýr og hesta, að degi sem nóttu. Það varar þig við yfirvofandi árekstri og, bregðist þú ekki við bregst kerfið sjálfkrafa við og nýtir bremsurnar til að reyna að koma í veg fyrir eða draga úr krafti árekstrar.

Ef ökumaðurinn bregst ekki við er hægt er að koma í veg fyrir árekstur við ökutæki fyrir framan þótt hraðamunurinn sé allt að 50 km/klst. Ef hraðamunurinn er meiri er hægt að draga úr krafti árekstrarins. Í sumum bílanna okkar inniheldur City Safety-kerfið einnig svokallað Steering Support sem hjálpar til við að beygja frá hættu á eins skilvirkan og öruggan hátt og kostur er.

Virk og tengd öryggiskerfi

Nálgun okkar á öryggismál er einstök. Við höfum rannsakað umferðarslys af mikilli nákvæmni síðan 1970 og höfum þróað fjölda eiginleika sem hjálpa okkur að draga úr árekstrum, bæta meðvitund ökumanna, tjá hraðatakmarkanir og jafnvel koma skilaboðum til annarra bíla þegar hætta er á veginum fram undan með eiginleikunum Slippery Road og Hazard Light Alert.

Við skiljum hverjar algengustu ástæður árekstra og umferðarslysa þar sem aðeins eitt ökutæki kemur við sögu eru og höfum þróað eiginleika sem draga úr því að aðstæður komi upp sem gætu leitt til árekstrar eða þess að bíll fari óviljandi út af veginum.

Öryggiskerfi

Grundvöllur okkar nálgunar í öryggismálum er að forðast eða milda slys áður en þau verða. Ef árekstur er óumflýjanlegur höfum við tækni sem skiptir sköpum.

Öryggisbúr

Til að halda farþegarýminu heilu ef árekstur verður eru bílarnir okkar gerðir sterkari að öllu leyti. Öryggisbúrið í kringum farþegana er gert úr heitformuðu sérstyrktu stáli og hannað til að veita farþegunum hámarksvernd í hvers kyns árekstrum.

Líknarbelgir

Í Volvo-bílum er fjöldi líknarbelgja sem vinna samhliða öryggisbeltunum. Þeir eru hannaðir til að vernda ökumann og farþega þegar slys eiga sér stað. Þar á meðal er líknarbelgur ökumanns, staðsettur í stýrinu, líknarbelgur farþega í framsæti, staðsettur í mælaborðinu, hnjábelgir, hliðarbelgir, sem Volvo kynnti til sögunnar árið 1994, og uppblásanlegir

Sæti

Núverandi sætin okkar eru gerð úr mismunandi stáli, til að tryggja öryggi og þægindi. Sætisramminn dregur í sig orku sem dregur úr hryggmeiðslum. Hann aflagast til að dempa þá lóðréttu krafta sem geta myndast þegar bíllinn lendir harkalega. Það er órjúfanlegur hluti af Run-off Road Protection virkninni.

Öryggisbelti

Vissirðu að Volvo Cars var fyrst til að setja þriggja punkta öryggisbelti í framleiðslu? Það var hannað af verkfræðingi Volvo, Nils Bohlin, árið 1959, löngu áður en það var í boði í flestum bílum. Volvo var einnig fyrst til að bjóða upp á öryggisbelti í aftursætum og þriggja punkta öryggisbelti í miðjusætinu aftur í. Öryggisbeltin í aftursætunum eru mikilvæg fyrir þá farþega sem nota þau, en einnig fyrir þá sem sitja frammi í.
Þriggja punkta öryggisbeltið er ein mikilvægasta uppfinning í sögu mannkynsins og er mikilvægasti öryggisbúnaðurinn í bílnum

Kynntu þér sögu okkar í öryggismálum

Run-off Road Protection

Þessi eiginleiki notar upplýsingar frá háþróuðu nemakerfi bílsins til að greina aðstæður þar sem bíllinn gæti farið út af veginum. Þegar það greinir slíkt strekkjast öryggisbeltin í framsætunum til að halda farþegunum föstum.