IntelliSafe Surround

Tækni sem verndar

Lykillinn að meðvitund um umhverfið

Safety 360°

IntelliSafe Surround samanstendur af fjölda hátæknieiginleika sem hannaðir eru til að veita þér aðstoð í akstri. Með aðstoð við stýringu og hemlun þegar þú þarfnast hennar mest veita þessir eiginleikar þér öryggi og hugarró.

BLIS (Blind Spot Information) með stýringaraðstoð

BLIS hjálpar þér að skipta um akrein með öruggum hætti þegar ekið er á þjóðvegi með því að gera þig meðvitaðri um aðra sem eru að nota veginn. Þessi nýjung notar radarnema til að greina ökutæki sem nálgast þig að aftan, hvort sem er á hægri eða vinstri akrein, og gerir þér svo viðvart um þau.

Þegar BLIS greinir ökutæki sem nálgast þig að aftan á vinstri eða hægri akreininni kviknar ljós í hliðarspeglinum á sömu hlið og ökutækið sem nálgast til að vara þig við, og það logar þar til það fer út úr blinda svæðinu. Ef þú ætlar að skipta um akrein í veg fyrir ökutæki sem nálgast blikkar ljósið. Þessi tækni veitir þér upplýsingar þegar þær skipta máli, og getur komið í veg fyrir árekstra við ökutæki sem eru að taka fram úr. Nú er einnig hægt að fá BLIS með stýringaraðstoð sem veitir hjálparhönd þegar þess gerist þörf.

Cross Traffic Alert með sjálfvirkri hemlun

Cross Traffic Alert gerir þig meðvitaðri um aðra mögulega vegfarendur þegar þú bakkar út úr bílastæði. Það getur greint hjólreiðamenn, gangandi vegfarendur og ökutæki og hjálpar þér að bakka með öruggum hætti, jafnvel þegar útsýnið aftur fyrir bílinn er takmarkað. Radartæki í afturstuðara bílsins skanna svæði sem nær allt að 30 m til vinstri og hægri frá afturhluta bílsins og greina hvort þar séu ökutæki sem nálgast og eru líkleg til að keyra fyrir aftan þig. Þau greina hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur úr styttri fjarlægð. Ökumanninum er gert viðvart með viðvörunarhljóði úr vinstri eða hægri hátölurunum, eftir því hvorum megin hættan er, og sýnileg viðvörun birtist á skjánum fyrir miðju.

Cross Traffic Alert gerir það ekki bara auðveldara og öruggara að bakka út úr stæðum heldur eykur það einnig öryggi annarra vegfarenda,
eins og hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda.

Rear Collision Warning

Aftanákeyrslur eru meðal algengustu árekstra í umferðinni. Til að hjálpa þér að forðast slíka árekstra höfum við þróað
radarviðvörunarkerfi

fyrir aftanákeyrslur.

Ef ökutæki nálgast þig að aftan og kerfið reiknar út að hætta sé á árekstri varar það ökumanninn í ökutækinu sem nálgast við með því að láta hættuljósin blikka með mikilli tíðni. Ef árekstur verður ekki umflúinn strekkir viðvörunarkerfið öryggisbeltin í framsætunum rétt fyrir höggið. Og til að draga enn frekar úr álagi á farþega bílsins við höggið virkjar kerfið einnig hemlana ef bíllinn stendur kyrr.

Öryggisbeltin okkar hugsa fyrir öllu

Öryggisbeltin okkar eru hönnuð með rafknúnum strekkjurum sem koma þeim sem sitja í framsætunum í rétta stöðu ef það stefnir í árekstur. Þessi valfrjálsi eiginleiki virkar þannig að togkraftur er settur á öxl farþegans og notaður er sprengibúnaður til að strekkja frekar á beltinu ef þörf krefur. Ef ekki verður árekstur slaknar sjálfkrafa á beltinu.