Arfur öryggisnýjunga

Í hverri kynslóð hefur Volvo verið brautryðjandi. Við stöndum að baki mikilvægustu uppfinninganna og nýjunganna í sögu öryggis í bílum og við erum stöðugt að bæta öryggi þitt.

1959 - Þriggja punkta öryggisbelti

Það geta verið fáir menn á jörðinni sem hafa bjargað jafn mörgum mannslífum eins og Nils Bohlin verkfræðingur Volvo - hann kynnti þriggja punkta öryggisbelti í framleiðslunni PV544. Síðan þá er talið að yfir einni milljón mannslífa hafi verið bjargað vegna þess að Volvo Cars afsalaði sér einkaleyfisrétti sínum svo allir gætu notið góðs af.

1972 - Bakvísandi barnabílstólar

Manstu eftir fyrstu myndunum af geimförum sem láu á bakinu við flugtak til að jafna kraftinn á líkamanum sínum? Það var grundvallarreglan á bak við fyrstu bakvísandi sætin í greininni. Til að dreifa álaginu og lágmarka meiðsli.

1978 - Bílsessan

Við fundum upp fyrstu bílbeltasessuna sem gerði börnum frá 4 ára aldri kleift að snúa fram, með aukinni vernd og þægindum.

1990 - Fyrsta innbyggða bílsessan í heiminum.

Kynningin á fyrsta innbyggðu bílsessunni var enn eitt stóra skrefið fram á við fyrir öryggi barna. Ofan á ávinninginn aukið öryggi og þæginda veitir innbyggða bílsessan einnig betri sætisstöðu fyrir barnið og gerir því kleift að líta út um gluggana.

1991 - Hliðarhöggsverndarkerfi (SIPS)

Annar áfangi í öryggismálum kom með hliðarhöggsverndinni (Side Impact Protection System) okkar. Þetta var órjúfanlegur hluti af hönnun bílsins og innihélt mjög sterka uppbyggingu og orkusogandi efni að innan, þverstöng í gólfinu og jafnvel styrkt sæti. Við fylgdum því eftir árið 1994 með öðrum heimsins fyrsta: hliðarloftpúða.

1998 - Whiplash Protection System (WHIPS)

Bakhnykksmeiðsli eru algengustu meiðslin í árekstri bíla og geta haft í för með sér langtíma verki og fötlun. WHIPS veitir samræmdan stuðning og frásog orku að aftan og dregur úr högginu þökk sé snjallri sætis- og höfuðpúðahönnun. Niðurstaðan er helmingi minni hætta á langvarandi líkamlegum vandamálum.

1998 - Loftpúðagardínur í hliðum (Inflatable curtain)

Loftpúðagardínur í hliðum var enn eitt stökkið áfram í öryggi fyrir Volvo bíla. Loftpúðinn er falinn í höfuðlínunni og blæs hratt upp til að vernda höfuð farþega við hliðarhögg eða á meðan veltingur stendur yfir. Þetta var fyrsta loftpúðakerfið sem hafði vernd fyrir farþega bæði í framsæti og aftursæti.

2002 - Veltikerfi (ROPS)

Með vaxandi vinsældum jeppa töldum við að tímabært væri að kynna næstu öryggisnýjungina okkar - veltivörn. Við tókum á vandamálinu frá tveimur áttum. Í fyrsta lagi bættum við stöðugleika jeppanna okkar með háþróaðri rafvæddri stöðuleikastýringu og í öðru lagi bættum við byggingu þeirra og uppbyggingu til að vernda farþega betur ef að bíllinn myndi velta.

2003 - Blind Spot Information System (BLIS)

Þegar ökumenn skipta um akrein getur athygli þess augnabliks haft skelfilegar afleiðingar í för með sér ef ökumaðurinn kemur ekki auga á annan bíl í blinda blettinum. Svo við ákváðum að bílarnir okkar myndu hjálpa okkur að taka eftir vandræðum líka. BLIS kerfið okkar notar myndavélar eða ratsjár til að greina ökutæki við hliðina, á móti og aftan við Volvo. Þegar bíll kemur inn á blinda svæðið kviknar viðvörunarljós nálægt hurðarspeglinum sem gefur ökumanni meiri tíma til að bregðast við.

2008 - Borgaröryggi

Við byrjuðum á fyrstu kynslóð Volvo XC60 og kynntum sjálfstætt neyðarhemlakerfi City Safety sem staðalbúnað í öllum nýjum bílum. Kerfið nota laser greiningu og var þróað til að draga úr hættu og afleiðingum aftanákeyrslu á allt að 30 km hraða.

2010 - Skynjari gangandi vegfarenda með sjálfvirkri bremsu

Við viljum að öryggisnýjungar okkar gagnist fólki sem eru utan við bílanna okkar líka. Þannig að við höfum þróað kerfi - með ratsjá og myndavélum - sem er hannað til að vara ökumanninn við ef einhver stígur fram fyrir bílinn og bremsa sjálfkrafa ef ökumaðurinn nær ekki að gera það.

2014 – Útafakstursvörn

Volvo var brautryðjandi við að prófa útafakstur - oft afleiðing þreytu, slæms veðurs eða skorts á athygli ökumanna. Við lögðum áherslu á að halda farþegum vel í stöðu, með því að herða öryggisbeltið og taka upp einstaka orkusogandi virkni í sætum til að draga úr hryggmeiðslum.

2016 - Tengt öryggi

Volvo Cars skilgreinir alveg nýja gerð umferðaröryggiskerfis í heimi tengdra bíla. Tengdu nýjungarnar - Hálkuvari og Viðvörunarljósavari - nota skýið til að deila mikilvægum gögnum milli ökutækja og gera ökumanni viðvart um hála vegarkafla eða ökutæki sem hafa virkjað viðvörunarljós sín og hjálpa ökumanni við að fá nægan tíma til að hægja á sér.

2018 - Mótvægisaðgerðir með hemlun

Mótvægisaðgerðir með hemlun er enn annar einstakur Volvo-eiginleiki. Kerfið getur hjálpað þér að bremsa ef ökutæki kemur gegn þér inn á þína akrein. Ef ökutæki á móti fer inn á þína akrein og árekstur er óumflýjanlegur getur kerfið hjálpað til við að draga úr hraða ökutækisins til að reyna að draga úr hörku árekstursins.

2019 - The E.V.A. (Equal Vehicles for All) Initiative

Við höfum safnað árekstrargögnum síðan á áttunda áratugnum til að skilja betur hvað gerist við árekstur - óháð stærð, kyni eða líkamsformi. Með EVA frumkvæðinu gerðum við öryggisrannsóknir okkar aðgengilegar á stafrænu bókasafni sem er opið öllum til að hlaða niður. Fyrir öryggi allra

Kynntu þér nánar

2020 - Hraðatakmark

Til að senda skýr skilaboð um hversu hraðakstur er hættulegur lækkuðum við hámarkshraða allra nýju bílanna okkar í 180 km/klst árið 2020. Þetta framtak sýnir hvernig við getum tekið virka ábyrgð í því að stuðla að engum banaslysum í umferðinni með því að styðja við betri hegðun ökumanna.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðlaður eða fáanlegar fyriar alla útlitskosti, vélavalkosti eða sölusvæði.