Upplýsingar fyrir ökumann

Sparaðu tíma með auðskildum skjáum og stýringum.

Sjáðu hversu langt þú kemst

Athugaðu hleðslu rafhlöðunnar og hversu langt þú kemst á henni.

Fylgstu með hleðslunni

Sjáðu hvenær bíllinn er í hleðslu og hversu langt er í að hann verði fullhlaðinn.

Finndu áfangastaði með Google Map

Leitaðu að áfangastað og sendu hann í bílinn til að fá nákvæma leiðsögn.

Finndu bílinn án vandræða

Finndu bílinn með því að láta aðalljósin blikka eða láta bílinn flauta.

Hleðslustýringar

Auðveld hleðsla með örfáum snertingum.

Finndu nálægar hleðslustöðvar

Haltu þínu striki á ferðinni með því að finna bestu hleðslustöðina innan drægni bílsins. Notaðu síur til að raða nálægum stöðvum eftir hraða, tiltækileika og verði.

Athuga hleðslustöðu og drægni

Sjáðu um það bil hversu marga kílómetra þú getur ekið á núverandi hleðslu. Þetta er reiknað út frá nýlegu aksturslagi, ekki almennum prófunargögnum.

Stilla hleðsluáætlanir

Gerðu hleðslu heima við hagkvæmari með því að hlaða bílinn þegar rafmagnið kostar minnst. Það er auðvelt með hleðsluáætlunum og vistuðum hleðslustöðum.

Staðfesta hleðslustöðu

Sjáðu hvenær bíllinn er í hleðslu. Einnig er hægt að sjá hvenær rafhlaðan verður fullhlaðin og þú getur komist aftur af stað.

Stilling miðstöðvar fyrir farþegarými

Tryggðu þægilegri ferð áður en lagt er af stað.

Skapaðu kjöraðstæður

Hitaðu eða kældu farþegarýmið svo hitastigið sé þægilegt þegar þú ferð inn í EX30.

Bæta loftgæði farþegarýmisins

Áður en þú sest upp í bílinn geturðu keyrt fimm mínútna lofthreinsun til að fríska upp á loftið í farþegarýminu.

Stafrænir lyklar

Breyttu snjallsímanum þínum í lykil.

Búðu til stafræna lykla til að opna EX30 með snjallsímanum þínum og deila bílnum með ökumönnum sem þú treystir.

Strjúktu til að opna

Settu upp stafrænan lykil í forritinu og notaðu hann til að opna bílinn með því að strjúka með snjallsímanum.

Veittu öðrum aðgang

Veldu fjölskyldumeðlimi og vini sem þú treystir úr vistuðum tengiliðum og sendu þeim stafrænan lykil sem þeir geta notað til að strjúka og fá aðgang að bílnum þínum.

Hafðu stjórn á öllu

Stilltu dagsetningar og tíma þegar stafrænu lyklarnir renna út og farðu yfir ferðaupplýsingar annarra ökumanna.

Skýringarmynd af þráðlausri hugbúnaðaruppfærslu: Hugbúnaður fellur niður úr skýi, sem táknar gagnaþjóna, ofan á Volvo-jeppa.

Þráðlausar uppfærslur

Uppfærðu hugbúnað án vandræða.

Þráðlausar uppfærslur. Ákveddu hugbúnaðaruppfærslur þegar þér hentar.

Uppfærðu hugbúnað þegar þú vilt

Þráðlausar uppfærslur eru sendar úr skýinu beint í bílinn þinn. Þegar við látum þig vita að hugbúnaðaruppfærsla sé í boði geturðu valið hvenær hún á sér stað.

Bættu við eiginleikum þegar þú uppfærir

Bættu hugbúnaðareiginleikum og -pökkum við bílinn hvenær sem er. Engin símtöl í þjónustuver. Engar heimsóknir á verkstæði.

Undirbúningur

Hafðu allt tilbúið áður en þú ekur af stað.

Undirbúningur. Búðu þig undir aksturinn. Heima í sófa.

Settu allt upp

Virkjaðu nettengingu bílsins, veldu friðhelgistillingar og kveiktu á þráðlausum uppfærslum áður en þú færð bílinn afhentan.

Skoðaðu nýja EX30-bílinn þinn

Við ætlum að senda þér stuttar útskýringar sem auðvelda þér að kynna þér nýja bílinn þinn betur. Þessar leiðbeiningar verða sendar sjálfkrafa á meðan bíllinn er búinn undir afhendingu.

Fáðu frekari upplýsingar um Volvo EX30 appið.

Hvað er Volvo EX30 appið?

Volvo EX30 appið er ókeypis smáforrit sem gerir ökumönnum kleift að fá enn meira út úr Volvo EX30, minnsta rafknúna sportjeppanum okkar.

Hvað fylgir með Volvo EX30 appinu?

Volvo EX30 appið býður upp á hagnýta og auðskilda eiginleika sem ætlað er að auðvelda þér að njóta EX30 betur. Hér má meðal annars nefna fjarstýringar til að tryggja öryggi bílsins og skapa þægilegt andrúmsloft í farþegarýminu. Stillingar og skjáir gera þér kleift að hlaða rafmagnsjeppann þinn á skilvirkari og hagkvæmari hátt.

Get ég stjórnað bílnum mínum með Volvo EX30 appinu?

Með Volvo EX30 appinu geturðu fjarstýrt sumum aðgerðum í bílnum. Þar á meðal eru leiðir til að finna bílinn og tryggja öryggi hans, stilla skilyrði í farþegarýminu og fleira.

Hvað er Volvo Cars app og er það það sama og Volvo EX30 appið?

Volvo Cars app er lausn með ótal eiginleikum fyrir ökumenn allra gerða Volvo-bíla nema EX30. Til að njóta EX30 sem best skaltu sækja Volvo EX30 appið.

Er Volvo EX30 appið ókeypis og hvernig fæ ég það?

Volvo EX30 appið er ókeypis. Sæktu það þar sem þú sækir öpp fyrir snjallsímann þinn. Aukakostnaður fylgir sumri stafrænni þjónustu.

Við hvern hef ég samband við til að fá aðstoð með appið?

Leitaðu að aðstoðarflipanum í appinu. Þar finnurðu ýmsa tengiliði og lausnir sem geta aðstoðað þig.

Hvað er Volvo ID og hvernig get ég búið til Volvo ID?

Búðu til Volvo ID til að fá aðgang að persónulega reikningnum þínum hjá Volvo Cars. Það veitir þér aðgang að vörum og þjónustu og gerir okkur kleift að bera kennsl á þig sem viðskiptavin og notanda smáforritsins. Fáðu Volvo ID þegar þú setur smáforritið upp í fyrsta skipti.

Ég gleymdi innskráningarupplýsingunum mínum / á í vandræðum með að skrá mig inn. Hvað á ég að gera?

Gleymdirðu aðgangsorðinu þínu? Fylgdu leiðbeiningunum hér á eftir til að endurstilla aðgangsorðið þitt.

Gegnum vefsvæði Volvo Cars:

1. Hægt er að breyta aðgangsorðinu þínu beint á vefsvæði Volvo Cars 2. Þú getur fundið valkosti fyrir umsjón með Volvo ID á valmyndinni efst til hægri 3. Færðu inn notandanafnið fyrir Volvo ID (netfang/farsímanúmer).

Þér mun berast skilaboð með tengli sem þú getur notað til að stilla nýtt aðgangsorð.

Í Volvo Cars app:

1. Ræstu Volvo Cars app 2. Veldu „Skrá inn“ 3. Ýttu á „Gleymt aðgangsorð?“ og fylgdu leiðbeiningunum.

Ef þú þarft að fá frekari aðstoð með innskráningu skaltu hafa samband við Volvo á Íslandi | Brimborg eða þjónustuver Volvo Cars.

Mynd af Volvo-bíl og þremur táknum eins og þau gætu litið út á símaskjá notanda Volvo Cars app.

Skoðaðu fleiri eiginleika sem spara tíma.

Sjá alla eiginleika

Eiginleikar Volvo EX30-smáforritsins eru hugsanlega ekki í boði á öllum markaðssvæðum og verða ekki staðalbúnaður á öllum markaðssvæðum né með öllum gerðum. Framtíðartækni sem sýnd er og lýst er, endanleg hönnun og akstursgeta kunna að vera mismunandi.Google Maps er vörumerki í eigu Google LLC.