Drægnireiknivél fyrir Volvo-rafbíla

Notaðu gagnvirku reiknivélina okkar fyrir drægni rafbíla til að sjá hversu langt Volvo-rafbíll kemst

Rafbílar
EX30
EX90
C40
XC40
Gerð mótors

Með fulla hleðslu er áætlað að þú komist allt að

0

*km
Akstursaðstæður - Borg

Borgarakstur og lágur meðalhraði eru gjarnan kjöraðstæður fyrir rafbíla.

Veldu hitastig utandyra
35°C

Álag á rafhlöðuna er meira í heitu loftslagi ef loftkælingin er notuð og það hefur áhrif á drægni.

Loftkæling - Slökkt

Notkun loftkælingarinnar veldur auknu álagi á rafhlöðuna í mildu og heitu loftslagi, sem hefur áhrif á drægni.

Varmadæla
Í boði sem uppfærsla

Með innbyggðri varmadælu er ekki þörf á eins mikilli orku til að hita upp farþegarýmið og rafhlöðuna og það skilar sér í auknu akstursdrægi.

*WLTP-prófun er stöðluð og fer fram við stýrðar aðstæður. Áætluð drægni sem gefin er upp er fengin úr niðurstöðum tilrauna og er einungis ætlað að sýna fram á möguleg áhrif aksturslags, hitastigs, notkunar loftkælingar og uppsetningar varmadælu á drægni. Drægni er áætluð fyrir hefðbundna bíla sem hafa ekki verið forhitaðir og er byggð á prófunum Volvo Cars í prófunarmiðstöðinni og við raunaðstæður. Ekki er hægt að ábyrgjast þessar niðurstöður. Raunverulegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þeim sem greint er frá hér að ofan.

​Hvernig á að hámarka drægni rafbílsins

Hraði og aksturslag

Hægt er að auka drægni rafbíla með skynsamlegu aksturslagi, rétt eins og í bílum með eldsneytisvélum. Akstur á miklum hraða útheimtir meiri orku og því stuðlar mýkra aksturslag á minni hraða að aukinni heildardrægni. Öllum Volvo-rafbílum fylgir forritið „Range Assistant“, sem er gagnlegt verkfæri til að fylgjast með orkunotkun og þróa skilvirkara aksturslag.

Hitastig að innan og utan

Drægni rafbíls getur minnkað í kulda vegna minni afkasta rafhlöðunnar. Auk þess notar rafmagnsmiðstöð mikla orku til að hita upp innanrýmið. Til að viðhalda drægni á rafmagni þegar kalt er í veðri er hægt að forhita bílinn með fjarstýringu í gegnum Volvo-appið á meðan hann er enn tengdur við heimahleðslustöðina. Þannig er rafmagnið úr innstungunni notað til að hita bílinn í stað rafhlöðunnar. Og meðan á ferðinni stendur nota upphituðu sætin og stýrið mun minna rafmagn en hitarinn.

Akstur með einu fótstigi

Í öllum Volvo-rafbílum er akstur með einu fótstigi, eða „endurheimt hemlunarafls“, staðalbúnaður. Það gerir ökumanni kleift að hægja á bílnum með því að taka fótinn af inngjöfinni, sem gegnir þá hlutverki hemils. (Ekki hafa áhyggjur, bíllinn er líka búinn hemlafótstigi.) Þannig virkar rafmótorinn í bílnum sem rafall sem hleður rafhlöðuna í hvert sinn sem þú hægir á bílnum.

Skoðaðu rafbílana okkar nánar.

Kynntu þér rafvæðingu

Skoðaðu næstu kynslóð bílanna okkar og kynntu þér daglegan ávinning af því að aka rafbíl frá Volvo.

Rafbílar

Rafbílarnir okkar bjóða upp á útblásturslausan akstur án þess að það komi niður á drægni og afli.

Sage Green Volvo XC40 Recharge rafmagnsbíll, kyrrstæður

Tengiltvinn rafbílar

Tengiltvinn rafbílar sameina rafmótor og eldsneytisvél til að tryggja áhyggjulausan akstur.

Silver Dawn Volvo XC60 Recharge tengiltvinn rafbíll, kyrrstæður

Hvað viltu vita um ​drægni rafbíla?

Hvað þýðir WLTP-rafbíladrægni?

WLTP stendur fyrir „Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure“ og með rafbíladrægni er átt við áætlaða vegalengd sem rafbíll kemst á einni hleðslu samkvæmt staðlaðri prófun.

Hve lengi endast rafhlöður rafbíla?

Ending rafhlaðna í rafbílum getur verið mismunandi en að jafnaði endast þær í 8 til 15 ár eða lengur, eftir þáttum á borð við gerð rafhlöðu, notkunarmynstur, hleðsluhætti og umhverfisskilyrði.

Hvaða Volvo-bíll er með mestu drægnina?

Sem stendur er EX90 Volvo-bíllinn með mesta drægnina.