ÖRYGGI
Við fundum upp nokkra mikilvægustu eiginleika sögunnar í bílaöryggi. Tæknin okkar skiptir sköpum og það er fleira á leiðinni.
1978
Bílsessan
1990
Fyrsta innbyggða bílsessan í heiminum
Tilkoma fyrstu innbyggðu bílsessunnar var enn eitt framfararskrefið fyrir öryggi barna. Hún var hönnuð í samræmi við öryggisbúnað bílsins og veitti ungum farþegum jafnt vernd sem þægindi.
1991
Hliðarárekstursvörn
Næsti áfangi var órjúfanlegur hluti af hönnun bílsins og innihélt mjög sterka uppbyggingu og höggdeyfandi efni að innan, þverstöng í gólfinu og jafnvel styrkt sæti.
Á nýrri þúsöld héldum við áfram að finna upp öryggiseiginleika sem skipta sköpum.
2002
Veltivarnarkerfi (ROPS)
2010
Greining gangandi vegfarenda með sjálfvirkri hemlun
Öryggisnýjungar okkar gagnast einnig fólki sem er utan við bílana. Þetta kerfi notar ratsjá og myndavél til að vara ökumanninn við ef einhver stígur í veg fyrir bílinn sem bremsar þá sjálfkrafa ef ökumaðurinn gerir það ekki.
2014
Útafakstursvörn
Við erum frumkvöðlar við prófun árekstra sem verða þegar ekið er út af vegi. Við lögðum því áherslu á að halda farþegum stöðugum með því að herða öryggisbeltið og bæta við einstakri höggdeyfandi virkni í sætum til að draga úr hryggmeiðslum.
2018
Hemlunarvörn gegn árekstri við aðvífandi umferð
Nýir, væntanlegir öryggiseiginleikar marka upphafið að nýju tímabili á sviði öryggis og fyrir Volvo Cars.
Kynntu þér úrvalið okkar
Öryggisbúnaður Volvo Cars kemur til viðbótar öruggum akstri og honum er ekki ætlað að leyfa eða hvetja til einbeitingarleysis, gáleysis eða annars óöruggs eða ólöglegs aksturs. Þegar upp er staðið er ökumaðurinn alltaf ábyrgur fyrir því hvernig bílnum er stjórnað. Búnaður sem hér er lýst kann að vera aukabúnaður og framboð hans kann að vera breytilegt á milli landa.