ÖRYGGI

Við fundum upp nokkra mikilvægustu eiginleika sögunnar í bílaöryggi. Tæknin okkar skiptir sköpum og það er fleira á leiðinni.

Nils Bohlin, hönnuður þriggja punkta öryggisbeltisins, sýnir hugarsmíð sína árið 1959.

1959 Þriggja punkta öryggisbelti

Allt frá því að Volvo-verkfræðingurinn Nils Bohlin kynnti til sögunnar þriggja punkta öryggisbelti í PV544-bílnum hafa beltin bjargað yfir milljón manns vegna þess að Volvo Cars afsalaði sér einkaleyfinu í þágu almannahagsmuna.

Bakvísandi barnabílstóll frá Volvo Cars árið 1972.

1972 Bakvísandi barnabílstólar

Manstu eftir fyrstu myndunum af geimförum sem láu á bakinu við flugtak til að jafna kraftinn á líkamanum sínum? Það var grundvallarreglan á bak við fyrstu bakvísandi sætin í greininni. Til að dreifa álaginu og lágmarka meiðsli.

1978

Bílsessan

Stúlka situr á bílsessu með beltið spennt í Volvo-bíl með rauðu innanrými.

Við fundum upp fyrstu bílbeltasessuna sem gerði börnum frá 4 ára aldri kleift að snúa fram, með aukinni vernd og þægindum.

1990

Fyrsta innbyggða bílsessan í heiminum

Tvö börn sitja í aftursæti Volvo-bíls og horfa hvort á annað.

Tilkoma fyrstu innbyggðu bílsessunnar var enn eitt framfararskrefið fyrir öryggi barna. Hún var hönnuð í samræmi við öryggisbúnað bílsins og veitti ungum farþegum jafnt vernd sem þægindi.

1991

Hliðarárekstursvörn

Mynd af undirvagni bíls þar sem mismunandi hlutar eru í mismunandi litum.

Næsti áfangi var órjúfanlegur hluti af hönnun bílsins og innihélt mjög sterka uppbyggingu og höggdeyfandi efni að innan, þverstöng í gólfinu og jafnvel styrkt sæti.

Tvö svört bílsæti með hvítum hliðarloftpúðum til beggja hliða.

1991 Hliðarloftpúðar

Í kjölfarið á SIPS kom önnur nýjung á heimsvísu: hliðarloftpúðar til varnar við hliðarárekstur, eða SIPS-loftpúðar.

Varnarkerfi Volvo Cars gegn sveifluáverkum útskýrt myndrænt.

1998 1998 - Hálshnykksvörn (WHIPS)

Þökk sé hugvitssamlegri hönnun sæta og höfuðpúða veitir WHIPS-kerfið jafnan stuðning og hefur höggdeyfandi áhrif við aftanákeyrslu og minnkar þannig líkurnar á hálshnykksmeiðslum.

Loftpúðatjöld Volvo Cars útskýrð myndrænt.

1998 Loftpúðatgardína

Þetta var fyrsta loftpúðakerfið sem veitti vernd fyrir farþega bæði í framsæti og aftursæti. Loftpúðinn er falinn í loftklæðningunni og verndar höfuð farþega við hliðarhögg eða bílveltu.

Á nýrri þúsöld héldum við áfram að finna upp öryggiseiginleika sem skipta sköpum.

2002

Veltivarnarkerfi (ROPS)

Volvo jeppi í veltuprófunum til að sannreyna rafrænu stöðugleikastýringuna og öryggisbygginguna.

Eftir því sem jeppar urðu vinsælli, bættum við stöðugleika jeppanna okkar með rafrænu veltustöðugleikastýringarkerfi og bættum yfirbyggingu þeirra, uppbyggingu og aðhaldi til að hjálpa til við að bæta vernd í veltuóhöppum.

2003 Blindpunktsviðvörun (BLIS)

BLIS-kerfið notar myndavélar eða ratsjá til að greina aðra bíla sem nálgast þinn bíl. Viðvörunarljós nálægt hliðarspegli gefur ökumanni meiri tíma til að bregðast við.

Volvo ekur um þéttbýli og stafræn merki sjást sem gefa til kynna neyðarhemlunarkerfið.

2008 Borgaröryggi

Frá og með fyrsta Volvo XC60 kynntum við þessa sjálfvirku neyðarhemlun sem staðalbúnað í öllum síðari Volvo-gerðum. Kerfið notar laser til greiningar og dregur úr hættunni á aftanákeyrslu á lágum hraða.

2010

Greining gangandi vegfarenda með sjálfvirkri hemlun

Volvo XC90 stoppar við gangbraut á meðan kona með kaffibolla í hönd gengur yfir.

Öryggisnýjungar okkar gagnast einnig fólki sem er utan við bílana. Þetta kerfi notar ratsjá og myndavél til að vara ökumanninn við ef einhver stígur í veg fyrir bílinn sem bremsar þá sjálfkrafa ef ökumaðurinn gerir það ekki.

2014

Útafakstursvörn

Þverskurður af bíl þar sem sést í undirvagn og innanrými. Einnig má sjá gráan og svartan kassa fyrir framan bílinn.

Við erum frumkvöðlar við prófun árekstra sem verða þegar ekið er út af vegi. Við lögðum því áherslu á að halda farþegum stöðugum með því að herða öryggisbeltið og bæta við einstakri höggdeyfandi virkni í sætum til að draga úr hryggmeiðslum.

2016 Tengt öryggi

Hálkuvari og Viðvörunarljósavari nota skýið til að deila mikilvægum gögnum milli ökutækja og gera ökumanni viðvart um hála vegarkafla eða ökutæki sem hafa virkjað viðvörunarljós sín.

2018

Hemlunarvörn gegn árekstri við aðvífandi umferð

Volvo ekur um upphækkaða hraðbraut og stafræn merki sjást sem gefa til kynna hemlunarvörn gegn árekstri við aðvífandi umferð.

Ef aðvífandi ökutæki fer inn á þína akrein og árekstur er óumflýjanlegur getur kerfið hjálpað til við að draga úr hraða ökutækisins til að draga úr hörku árekstursins.

Stafræn mynd af punktum sem mynda mannsmynd.

2019 E.V.A.-verkefnið (öruggir bílar fyrir öll)

Frá því á 8. áratugnum höfum við safnað gögnum um árekstra til að skilja betur hvað gerist við árekstur. E.V.A.-verkefnið fól í sér að gera öllum kleift að sækja gögnin á einfaldan hátt í stafrænu bókasafni.

Jökulsilfraður Volvo XC40 Recharge tengiltvinn rafbíll, kyrrstæður upp við svartan bakgrunn.

2020 Hámarkshraðaþak

Til að senda skýr skilaboð um hætturnar sem felast í hraðakstri minnkuðum við hámarkshraða allra nýju bílanna okkar í 180 km/klst. Þannig sýnum við ábyrgð í verki til að draga úr banaslysum í umferðinni með því að stuðla að bættri hegðun ökumanna.

Nýir, væntanlegir öryggiseiginleikar marka upphafið að nýju tímabili á sviði öryggis og fyrir Volvo Cars.

Stafræn mynd af bíl á vegi með línum og fleiri hlutum.

2023 Lidar

Fjarlægðarskynjunartækni (LIDAR) er lykillinn að öryggi sjálfkeyrandi bíla og hún byggist á hátækniskynjurum. Kerfið hjálpar sjálfkeyrandi bílum að greina aðra bíla, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk.

Mynd af einstaklingi sem situr í ökumannssæti bíls.

2023 Ökumannsvöktunarkerfi

Þetta tveggja myndavéla kerfi getur greint hvort ökumaður sé annars hugar, syfjaður eða jafnvel drukkinn. Ef þörf krefur getur kerfið virkjað varnarhlíf og gripið til viðeigandi öryggisráðstafana til að gæta öryggis.

Öryggisbúnaður Volvo Cars kemur til viðbótar öruggum akstri og honum er ekki ætlað að leyfa eða hvetja til einbeitingarleysis, gáleysis eða annars óöruggs eða ólöglegs aksturs. Þegar upp er staðið er ökumaðurinn alltaf ábyrgur fyrir því hvernig bílnum er stjórnað. Búnaður sem hér er lýst kann að vera aukabúnaður og framboð hans kann að vera breytilegt á milli landa.