Aukahlutir fyrir næsta ævintýri
Fáðu enn meira út úr bílnum þínum með úrvali aukahluta sem eru prófaðir og sérsniðnir að þínum Volvo. Hvort sem þú ert á leiðinni í hjólreiðatúr eða í fjölskylduútilegu, hjálpa Volvo Cars fylgihlutir þér að pakka, geyma og bera búnaðinn þinn á öruggan og skilvirkan hátt. Ævintýrin bíða.
Aukahlutirnir okkar eru hannaðir til að passa fullkomlega við þitt Volvo líf.
Náttúran Náttúran. Og Volvo Cars aukahlutirnir til að koma þér þangað.
Búðu þig undir ferðalög með dráttarkrók, farangursboxi og þaktjaldi fyrir fyrirvaralausar útlilegur. Þegar þú tekur kajakinn eða hjólin með í ferðina, verður hver ferð tækifæri til að kanna náttúruna og búa til minningar.
Pakkaðu með fjölhæfni
Búðu til pláss fyrir meiri skemmtun með allt á réttum stað. Með þverbogunum okkar, þakkörfunni og stigbrettunum er auðvelt að tryggja að allt sé tryggt, skipulagt og aðgengilegt, svo þú getur einbeitt þér að því að njóta ferðarinnar.
Fyrir dýrmætasta farminn þinn
Búðu þægilega um og haltu bæði minnstu og fjórfættu fjölskyldumeðlimum þínum öruggum á ferðalaginu. Barnabílstólarnir okkar veita hugarró eftir því sem barnið þitt stækkar og sparkvörnin með vösunum heldur hlutum hreinum og snyrtilegum. Með hundahliði og belti er loðnu vinum þínum haldið spenntum og öruggum. Öruggari fyrir dýrin sem og aðra farþega.