Aukabúnaður sem einfaldar lífið

Allir aukahlutir hafa staðist ströngustu prófanir og eru sérsniðnir að þínum Volvo til að tryggja virkni og notagildi. Við hönnun þeirra er einnig tekið mið af sjálfbærnisjónarmiðum.

Volvo XC60 með hjólafestingu á þverbogunum.
Volvo XC60-tengiltvinnbíll með hleðslusnúruaukabúnað

Jákvæð orka

Hvort sem þú þarft auka hleðslusnúru eða bara poka til að geyma snúruna sem þú átt. Skoðaðu aukabúnaðinn okkar sem snýr að hleðslu.

Travel Premier 430 lítra, hannað af Volvo

Gakktu á vit ævintýranna

Farangursbox hentar sérstaklega vel fyrir ferðalagið svo þú þurfir ekki að troðfylla farangursrýmið – frábært fyrir helgarferðina.

Polestar Engineered-merki

Óviðjafnanleg afköst

Veldu hugbúnaðaruppfærslu Polestar fyrir afkastafínstillingu til að gera aksturinn enn kraftmeiri og liprari með betri hröðun og snarpara vélarviðbragði. Gerð til að færa afköst bílsins upp um flokk.

Kona leikur við hund á strönd

Verndaðu þig

Allt frá mottum til stuðarahlífa. Verndaðu innanrými jafnt sem ytri byrði Volvo bílsins með úrvals aukahlutapakka sem er hannaður til að betrumbæta bílinn.

Tvær ungar stúlkur við hliðina á Volvo bíl

Til varnar litlum farþegum

Allt frá ISOFIX-gerðum fyrir ungbörn til sessa með baki fyrir eldri börn. Áratugareynsla okkar endurspeglast í hverjum barnastól til að tryggja hámarksöryggi og þægindi svo þú getir verndað það dýrmætasta sem þú átt. Við vitum líka hvernig börn eru og því er áklæði stólanna úr ullarefni sem andar vel, er auðvelt að taka af og það má fara í þvottavélina.

Hundur í Volvo hundagrind

Besti vinur bílsins

Ekki hafa hundinn lausan. Hundagrindin okkar er sérhönnuð fyrir farangursrými bílsins. Það samanstendur af hlífðargrind og skilrúmi til að gæta öryggis hunda á ferðinni.

Hleðslusnúrupoki

Vel pakkað.

Það er fátt betra en að koma að fullhlöðnum bíl. Flotti hleðslusnúrupokinn er fullkominn geymslustaður sem sér til þess að innanrýmið haldist hreint og laust við óhreinindi.

Skoðaðu úrvalið

Skoðaðu alla úrvalsaukahlutina okkar sem eru hannaðir til að gera Volvo lífið einfaldara, öruggara og þægilegra.

Barn sem situr í Volvo-barnabílstól og horfir út um gluggann

Öryggi barna

Volvo bílar hafa alltaf verið í fremstu röð hvað varðar öryggi barna. Okkar nálgun byggir á raunverulegum rannsóknum á öryggi og djúpum skilningi bæði á þörfum þínum og barnsins.