Kynntu þér nýja hágæða rafmagnsjeppann
Safe Space tækni knúin með Lidar
er með sjö sæti, stóra farangursgeymslu og fullur ævintýraþrár
Þráðlausar uppfærslur tryggja að þetta verður bara betra
Þórhamarslöguð aðalljós Volvo EX90 kvikna þegar þú nálgast bílinn.
Nýi sjö sæta rafbíllinn Volvo EX90 - með hæsta öryggisstaðal Volvo frá upphafi.
Tölurnar eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars gerði fyrir Volvo EX90 og því ekki hægt að ábyrgjast þær. Drægni og eldsneytisnotkun við raunaðstæður fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum. Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og ræðst af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins. Vottun ökutækis bíður staðfestingar.
Nýr Volvo EX90 er búinn sjö þægilegum sætum í fullri stærð.
Fjórhjóladrif og eins fótstigs akstur bjóða upp á spennandi en um leið afslappaðan akstur.
Volvo EX90 býður upp á einstakan þrívíðan hljómburð sem er sérhannaður af Bowers & Wilkins.
Volvo EX90 er öruggasti bíll sem Volvo hefur framleitt, búinn Lidar-kerfi og skynjurum fyrir ökumann og farþega.
7
1964 mm
1744 mm
5037 mm
allt að 1915 l
2200 kg
20.9 kWh/100km
111 Kwh
Við erum mannleg og gerum stundum mistök. Þannig erum við til aðstoðar reiðubúin ef þú missir einbeitinguna eitt andartak. Við stefnum inn í nýtt tímabil öryggis á Volvo EX90 þar sem markmiðið er að útrýma árekstrum.
Tveir skynjarar í innra rými og skynjari í stýri senda upplýsingar í algorithma, sem er einnig tengdur við skynjara á ytra byrði bílsins. Ökumannsvöktunarkerfið getur greint hvort þú ert annars hugar eða dottandi og getur þannig gripið inn í og veitt stuðning þegar á þarf að halda.
Nýja farþegaskynjarakerfið er hannað til að koma í veg fyrir að farþegar séu skildir eftir við mögulega hættulegar aðstæður. Kerfið varar ökumanninn við ef viðkomandi er mögulega óvart að læsa sofandi barn eða hund inni í bílnum, auk þess sem miðstöðvarkerfi bílsins getur einnig komið í veg fyrir að viðkomandi farþegi ofkælist eða fái hitaslag, svo dæmi sé tekið.
Kerfi Volvo EX90 veita enn frekari aðstoð á gatnamótum með því að bregðast við ökutækjum úr gagnstæðri átt þegar beygt er til vinstri og vara ökumann við mögulegri hættu frá hliðum þegar ekið er beint í gegnum gatnamót. Sjálfvirkri hemlun er beitt ef á þarf að halda.
Tveir skynjarar í innra rými og skynjari í stýri senda upplýsingar í algorithma, sem er einnig tengdur við skynjara á ytra byrði bílsins. Ökumannsvöktunarkerfið getur greint hvort þú ert annars hugar eða dottandi og getur þannig gripið inn í og veitt stuðning þegar á þarf að halda.
Lidar og Safe Space tækni
Ítarlegt skynjarakerfi ratsjáa, myndavéla og úthljóðsskynjara utan á EX90 er stutt af Lidar-kerfi sem vaktar svæðið fyrir framan bílinn stöðugt til að tryggja hárnákvæma þrívíða greiningu á lögun og stærð hluta á því svæði. Með því að sameina vinnslu vöktunar á umhverfi bílsins og ástandi ökumanns getur kerfi bílsins greint þegar ökumaður þarfnast aukinnar aðstoðar og virkjað viðbragðskerfi til að tryggja öryggi.
Pilot Assist – aukin akstursaðstoð
Aukin akstursaðstoð Volvo EX90 tryggir mýkri og afslappaðri akstur. Hún aðstoðar ökumann við að greina nálæga umferð og akreinamerkingar og styðja við aksturinn með því að stilla sjálfkrafa hraða og fjarlægð í næstu ökutæki út frá akstursaðstæðum hverju sinni. Auk þess býður hún upp á hraðastjórnun í kröppum beygjum og stýrisaðstoð þegar skipt er um akreinar. Ef kerfið greinir að ökumaðurinn bregst ekki við getur það hægt á bílnum þar til hann stöðvast innan akreinarinnar.
Ný aðaltölva Volvo EX90 skilar hraðara og notendavænna upplýsinga- og afþreyingakerfi en hingað til hefur þekkst. Einfalt og stillanlegt viðmótið gerir þér kleift að vista þínar kjörstillingar og opna þær með einni snertingu á glænýrri upplýsingastiku.
Umgjarðarlaus 14,5" snertiskjárinn veitir þér tafarlaust yfirlit yfir akstursaðstæður, bæði að innan og utan. Leiðaskipulagning, loftslagsskilyrði, myndavélar og margt fleira.
Þjónusta Google er virkjuð með stafræna pakkanum, sem er innifalinn til fjögurra ára. Að þessum tíma loknum gilda nýir skilmálar og gjöld ef þú kýst að endurnýja.
Get ég pantað Volvo EX90 á netinu?
Ekki strax. Sendu fyrirspurn til að fá upplýsingar um hvenær hægt verður að panta Volvo EX90 á netinu á þínu svæði.
Er Volvo EX90 aðeins í boði sem rafbíll?
Já.
Hversu langt get ég ekið áður en ég þarf að hlaða rafhlöðuna í Volvo EX90-rafbílnum?
Drægnin ræðst af þáttum á borð við aksturslag og hitastigi utandyra, veðri, vindi, landslagi og vegaskilyrðum. Aðrir þættir sem hafa áhrif á drægni eru m.a. hversu mikið rafmagn þú notar í búnað í bílnum eins og miðstöð eða loftkælingu. Ein leið til að auka drægni er að forhita eða -kæla innanrými bílsins á meðan hann er í hleðslu til að hitastigið sé viðeigandi þegar þú ekur af stað.
Hvað kostar að hlaða rafhlöðu Volvo EX90?
Rafmagnskostnaður er breytilegur eftir aðstæðum á hverjum stað, en kostnaðurinn getur verið minni en kostnaður vð bensín eða dísilolíu. Minni eldsneytiskostnaður er einnig ein af mörgum ástæðum til að skipta yfir í rafbíl. Til að spara enn meira geturðu stillt Volvo EX90 á hleðslu á tímum þegar rafmagnið kostar minnst, sem yfirleitt á næturnar.
Hver er fljótlegasta leiðin til að hlaða Volvo EX90-rafbíl á löngum ferðum?
Fljótlegasta hleðslan er í boði á DC hraðhleðslustöðvum. Hraðasta mögulega hleðsla næst með því að takmarka hleðslustöðu bílsins við 80 prósent. Þetta styttir hleðslutímann vegna þess að síðustu 20 prósent hleðslunnar taka lengsta tímann. Þannig getur það tekið innan við 30 mínútur að hlaða rafhlöðuna úr 10 í 80 prósent á 250 kW DC hraðhleðslustöð.
* Ef þörf krefur, t.d. til að komast á áfangastað eða á næstu hleðslustöð, er aftur á móti hægt að hlaða rafhlöðuna upp í 100 prósent með því að nota stillingarnar á miðskjá bílsins.
* Hleðslutími getur verið mismunandi og ræðst af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins.
Er ekkert leður í Volvo EX90?
Nei það er ekkert leður í Volvo EX90. Við erum búin að þróa okkar eigið efni, kallað Nordico-efni, í stað leðurs. Það er búið til úr endurunnum flöskum úr PET-plasti, lífrænum efnum úr sænskum og finnskum skógum og vefnaðarefni úr endurunnum korktöppum úr vínflöskum. Kolefnisfótspor Nordico er 70% lægra en kostnaður leðurs sem við notum núna í innanrými. Frá og með 2030 verða allir rafbílar frá Volvo án leðurs.
Hvar get ég hlaðið Volvo EX90?
Í löndum þar sem Google-kort birta upplýsingar um hleðslustöðvar er hægt að finna almenningshleðslustöðvar á korti eða í snjallsímaforriti.
Er Volvo EX90 með Apple CarPlay?
Já.
Er Volvo EX90 með innbyggða Google þjónustu?
Já.*
*Þjónusta Google er virkjuð með stafræna pakkanum, sem er innifalinn til fjögurra ára. Að þessum tíma loknum gilda nýir skilmálar og gjöld ef þú kýst að endurnýja.
Hvernig get ég verið viss um að rafhlaða bílsins hafi verið framleidd á umhverfisvænan og samfélagslega ábyrgan hátt?
Volvo Cars leggur áherslu á algeran rekjanleika. Við viljum að viðskiptavinir okkar geti ekið um í þeirri vissu að hráefnin í rafhlöðu Volvo-bílsins þeirra komi frá ábyrgum uppruna. Innleiðing blockchain tækni eykur rekjanleikann til muna í kóbaltbirgðakeðjunni okkar. Blockchain-tæknin, eftirlit á námasvæðum, GPS-rakning, aðgangsstýringar, vottaðir flutningsaðilar, andlitsgreining, notkun persónuskilríkja og tímarakning tryggja saman rekjanleika hráefna frá námu í bílaverksmiðju.
Við vinnum náið með birgjum okkar við að tryggja sjálfbærni vara okkar og þjónustu. Við leggjum áherslu á ábyrga vinnslu steinefna og málma og fylgjum leiðbeiningum OECD um ábyrgar birgðakeðjur steinefna frá átaka- og áhættusvæðum.Sjálfbærni er lykilatriði við mat og val á birgjum. Við höfum eftirlit með núverandi birgjum og fylgjum því eftirliti eftir með úttektum frá þriðja aðila. Við krefjumst þess einnig af rafhlöðubirgjum okkar að þeir lágmarki losun koltvísýrings við framleiðslu, þar á meðal með notkun endurnýjanlegrar orku. Allir birgjar okkar þurfa að samþykkja siðareglur Volvo Cars fyrir samstarfsaðila, þar sem áhersla er m.a. lögð á mannréttindi og réttindi launafólks.
Er Volvo EX90 öruggur bíll?
Öryggið er okkur í blóð borið. Framtíðarsýn okkar er sú að útrýma árekstrum á vegum úti með nýjum Volvo-bíl. Þetta er til merkis um óbilandi áherslu okkar á stöðugar framfarir í öryggismálum. Lidar-kerfi og ofurtölva með gervigreind, sem eru staðalbúnaður í Volvo EX90, munu ásamt ítarlegum skynjarakerfum á ytra byrði og í innanrými gera Volvo EX90 að öruggasta bíl sem Volvo hefur framleitt. Frekari upplýsingar um öryggisarfleifð okkar er að finna á https://www.volvocars.com/is/v/discover/heritage-car-models
Hreint Rafmagn
Uppgötvaðu fyrsta crossover rafbílinn okkar, með leðurfríu innanrými og innbyggðu Google.
Hreint Rafmagn
Snjall. Fjölhæfur. Líflegur. Kynntu þér rafmagnsjeppann okkar – fyrir allar hugsanlegar útgáfur af þér.
Hreint Rafmagn
Uppgötvaðu fyrsta crossover rafbílinn okkar, með leðurfríu innanrými og innbyggðu Google.
Hreint Rafmagn
Snjall. Fjölhæfur. Líflegur. Kynntu þér rafmagnsjeppann okkar – fyrir allar hugsanlegar útgáfur af þér.
Framtíðartækni, búnaður, tækni og akstursgeta kann að vera mismunandi. Búnaður er mögulega ekki í boði á öllum markaðssvæðum og verður ekki staðalbúnaður á öllum markaðssvæðum né með öllum gerðum.
Google, Google Play og Google Map eru vörumerki Google LLC.