Rafdrifni C40 Recharge-bíllinn okkar hefur fengið hæstu eikunn í Euro NCAP-prófunum árið 2022, sem þýðir að hann er, líkt og systkini hans, opinberlega einn af öruggustu bílunum sem nú aka um göturnar.
Fyrsta daginn í starfi sem forstjóri Volvo Cars deilir Jim Rowan hugleiðingum sínum um nýja hlutverkið, fyrirtækismenninguna og framtíð bílaiðnaðarins.
Brátt sendum við frá okkur nýja þráðlausa hugbúnaðaruppfærslu fyrir rafbílana okkar. Hugbúnaðarpakkinn kemur einnig til með að innihalda nýtt bílaforrit sem þróað var innanhúss hjá okkur: Range Assistant.
Við höfum náð samkomulagi við Geely um að taka yfir eignahlut þess í verksmiðjunni okkar í Luqiao í Kína, sem þýðir að innan nokkurra ára munum við eiga allar verksmiðjur sem framleiða bílana okkar.
Hér er á ferð fallegur rafbíll sem ekkert leður er notað í ... og það sem meira er ... fyrsti bíllinn í sölu rennur tilbúinn af framleiðslulínunni í dag.
Við erum eitt þeirra 150 fyrirtækja sem hvetja stjórnvöld til að grípa til aðgerða sem miða skulu að því að útrýma losun kolefnis frá flutningum á milli landa fyrir árið 2050. Þetta er hluti af markmiði okkar um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.
Við erum að færa okkur úr leðri í innanrými og notum í staðinn önnur sjálfbær efni. Þetta er í takti við þróun annars staðar í efnislegri hönnun.
Olivia Ross-Wilson mun taka við stjórnartaumunum í deild alþjóðasamskipta í desember.