Volvo-rafbílar

Allt sem þú elskar við akstur. Enginn útblástur.

Alhliða rafmagnshönnun. Reiðubúinn fyrir akstur framtíðarinnar

Öflugri rafmagnsakstur

Við höfum brotið blað í viðleitni okkar til að þróa bíla sem lyfta rafbílum í nýjar hæðar. Í stað þess að aðlaga bara það sem hefur verið gert áður hönnum við og smíðum rafbíla sem skapa nýja upplifun á vegum úti.

Einstakt ytra byrði rafbíla

Ytra byrði Volvo-rafbíla fer með sígildu norrænu hönnunareinkennin í nýjar og spennandi áttir. Útlitið að utan er djarft og nútímalegt, með reffilegum hlífum í samræmdum litum og straumlínulöguð hjól og hliðarspegla til að hámarka kraftinn.

Endurnýjanlegt og endurunnið efni

Í rafbílunum okkar eru eru endurnýjanleg og endurunnin efni notuð á fágaðan og nýstárlegan hátt í bæði áklæðum og innréttingum. Útkoman er fyrsta flokks efni sem er glæsileg viðbót við stílhreina hönnun farþegarýmisins.

Farðu lengra á einni hleðslu

Aflrásir af nýjustu gerð og hraðvirkur innbyggður hleðslubúnaður eru hönnuð til að skila meiri drægni á einni hleðslu og gera hverja viðbótarhleðslu skilvirkari.

Láttu hleðslutækifæri þér aldrei úr greipum ganga

Fáðu sjálfvirkar hleðsluáminningar á ferðinni þegar rafhlöðuhleðslan fer niður í 20 prósent. Þú getur líka fengið áminningar þegar þú hleður ekki á vistuðum hleðslustöðum í Volvo Cars appinu.

Hámarkaðu hverja hleðslu

Veldu hleðslustöð og bíllinn hitar eða kælir rafhlöðuna í kjörhitastig fyrir hraða hleðslu. Þú þarft ekki að gera neitt. Rafhlaðan er undirbúin sjálfkrafa þegar bíllinn er með yfir 20 prósenta hleðslu.

Hannaður til að aka af meira öryggi á rafmagni.

Loftmynd af vinstri afturhlið Volvo EX30-rafbíls í hleðslu.

Það er hægðarleikur að skipuleggja hleðslu inn í amstur dagsins með svolítilli hjálp frá Volvo-rafbílnum.

Nýstárlegar rafhlöður. Það allra nýjasta í orku.

Háþróað rafhlöðuöryggi

Áhersla okkar á öryggi á ekki síst við um rafhlöður bílsins. Þess vegna þróum við og framleiðum rafhlöðurnar og rafhlöðukerfin sem við notum í rafbílana okkar. Við notumst líka við rafhlöðueftirlitskerfi til að fylgjast með afköstum rafhlaðna í hefðbundnum gangi.

Rafhröðuframleiðsla og endurvinnsla

Rafhöður eru kolefnisfrekasti hluti rafbílanna okkar. Með því að stýra allri virðiskeðju framleiðslunnar sem og endurvinnslu getum við tryggt að rafhlöðuframleiðslan sé sem umhverfisvænust og komið í veg fyrir að rafhlöður séu urðaðar við lok endingartímans.

Átta ára rafhlöðuábyrgð

Nýir Volvo-rafbílar eru með rafhlöðuábyrgð sem gildir í allt að átta ár eða 160.000 km (hvort sem á undan verður). Á ábyrgðartímabilinu ábyrgjumst við 70 prósenta hleðslugetu rafhlöðunnar. Með öðrum orðum er mikil afkastageta gulltryggð.

Teiknuð skýringarmynd sem sýnir skynjaratækni Volvo Cars greina vegfaranda á gangbraut.

Háþróaður öryggisbúnaður

Aktu með ró í hjarta, fullviss um að rafbíllinn þinn sé búinn háþróuðum tækninýjungum til að tryggja öryggi þitt og þinna á vegum úti.

Nærmynd af símaskjá sem sýnir ökumanni Volvo hleðslustöðu bílsins eins og hún birtist í Volvo Cars appinu.

Losnaðu við óvissuþáttinn í hleðslunni

Með Volvo Cars appinu hefur þú minni áhyggjur af hleðslunni. Einfaldir skjáir og stjórntæki auðvelda þér að finna hleðslustöðvar, athuga hleðslustöðuna, skipuleggja hleðslu og fleira. Kynntu þér tímasparnaðareiginleikana.

Hámarkaðu drægnina í rafakstri

Notaðu gagnvirku reiknivélina okkar fyrir drægni rafbíla til að sjá hversu langt þú kemst á Volvo-rafbíl.

Áætlaðu sparnaðinn

Kynntu þér hvernig Volvo-rafbíll skilar þér fjárhagslegum ávinningi og lægri rekstrarkostnaði.

Hvað viltu vita um Volvo-rafbíla?

Hvernig virka rafbílar?

Rafbílar virka þannig að rafhlaða geymir raforku sem er svo notuð til að knýja rafmótor. Mótorinn breytir orkunni í hreyfiafl til að snúa bílhjólunum. Þannig reiða rafbílar sig ekki á brennslu eldsneytis til að mynda orku. Þess í stað fanga þeir og geyma orku með hleðslu og endurheimt hemlaorku.

Hvernig get ég hlaðið rafbílinn heima hjá mér?

Við mælum með heimahleðslustöð frá Volvo Cars. Hleðslan er hraðari og skilvirkari en með venjulegri innstungu.

Heimahleðslustöðvum fylgir innbyggð snúrufesting og 5 metra hleðslusnúra og innstunga af gerð 2 (IEC 62196) svo hún er samhæf við alla Volvo-rafbíla.

Þú getur sett upp heimahleðslustöðina innan- eða utandyra. Hún er vatnsheld og hægt er að kaupa undirstöðu til að setja hana upp þar sem veggur stendur ekki til boða.

Þú getur tengst heimahleðslustöðinni með Wi-Fi til að sjá hleðslustöðu, skipuleggja hleðslu og fleira í gegnum snjallsíma, tölvu eða spjaldtölvu.

LED-ljós á framhlið heimahleðslustöðvarinnar lýsa með mismunandi litum svo þú sjáir hleðslustöðuna á augabragði.

Fáðu frekari upplýsingar um hleðslu heima fyrir.

Hversu langan tíma tekur hleðsla heima fyrir?

Hleðslutími veltur á nokkrum þáttum, þar á meðal hleðslubúnaðinum sem notaður er, upphaflegri hleðslustöðu rafhlöðunnar og markhleðslustöðu.

Við mælum með því að hafa hleðslu rafhlöðunnar yfir 20 prósentum og hlaða bara upp að 90 prósentum. Þetta getur stytt hleðslutíma (0 til 10 prósent og 90 til 100 prósent tekur lengstan tíma) og stuðlar að góðu ástandi rafhlöðunnar.

Með Volvo Cars-heimahleðslustöð getur þú hlaðið bílinn hratt og örugglega heima hjá þér. Þú setur heimahleðslustöðina upp innan- eða utandyra og notar svo Volvo Cars appið til að skipuleggja hleðslu utan álagstíma, þegar lægri raforkutaxti stendur ef til vill til boða.

Hversu mikið kostar að hlaða rafbíl heima fyrir?

Hleðsla rafbíla er misdýr eftir því hvar þú býrð og hvenær þú hleður. Það er þó ljóst að með því að aka rafbíl getur þú sparað verulega þar sem rafhleðsla kostar að jafnaði minna en bensín eða dísilolía.

Þú getur lækkað rekstrarkostnað enn frekar með því að skipuleggja heimahleðslu þegar orkuverð er sem lægst.

Á sumum mörkuðum geta Volvo-ökumenn fengið sérstakan afslátt á hleðslustöðvum. Fáðu frekari upplýsingar um hleðslu á Volvo-bílnum þínum.

Fá ökumenn Volvo afslátt á hleðslustöðvum?

Á mörgum mörkuðum fá ökumenn Volvo afslátt á hleðslustöðvum samstarfsaðila. Fáðu frekari upplýsingar um afslátt á hleðslustöðvum.

Er Volvo Cars með eigin hleðslustöðvar?

Sum Volvo-umboð eru nú með hraðhleðslustöðvar. Þú nýtur afsláttarkjara þegar þú velur Volvo-hleðslustöð.

Hvernig hjálpar bíllinn mér að finna næstu hleðslustöð?

Notaðu miðjuskjáinn eða Volvo Cars appið til að leita að nálægum hleðslustöðvum í Google Maps. Þú getur síað eftir lausum stöðvum, hleðsluhraða, hleðsluneti og verði. Þegar þú hefur valið áfangastað færðu nákvæma leiðsögn.

Í sumum bílgerðum sérðu áætlaða hleðslustöðu við komu og rafhlaða bílsins undirbýr sig sjálfkrafa. Þetta tryggir að rafhlaðan sé við ákjósanlegt hitastig fyrir hleðslu.

Í boði þar sem Google þjónusta er í boði.

Hvaða Volvo-rafbíll er með mestu drægnina?

EX90, sjö sæta SUV-rafbíllinn okkar er með lengstu drægnina, eða allt að 600 km.*

*Tölurnar eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars gerði fyrir EX90 og því er ekki hægt að ábyrgjast þær. Drægni og eldsneytisnotkun við raunaðstæður fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum. Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og ræðst af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.

Er ábyrgð á rafhlöðum í Volvo-rafbílum?

Þegar þú keupir nýjan Volvo-rafmagnsbíl er rafhlaðan með ábyrgð í átta ár eða 160.000 km, hvort sem fyrst verður, að því tilskildu að viðhald og rekstur bílsins sé í samræmi við tilmæli Volvo Cars.

Er hægt að skipta um rafhlöðu?

Hægt er að skipta um rafhlöður og rafhlöðueiningar líkt og aðra tæknihluta bílsins.

Hvernig hefur rafhlaðan áhrif á öryggi við árekstur?

Rafhlaðan bætir um 500 kílóum við þyngd rafbílanna okkar. Þetta breytir því hvaða áhrif árekstur hefði á farþega í bílnum og hina bílana. Jafnframt þarf að verja rafhlöður til að koma í veg fyrir skaðlegan leka í kjölfar áreksturs. Með því að nota ýmsar nýjar öryggislausnir hafa verkfræðingar Volvo hannað rafbíla sem standast þessar áskoranir.

Hversu mikið viðhald og þjónustu þarf fyrir Volvo rafbíl?

Rafmótorarnir í rafbílunum okkar eru innsiglaðir út endingartímann. Það eru engir hreyfanlegir hlutar og ekki þarf að fylla á neina vökva svo þeir eru viðhaldslausir. Það þýðir að Volvo-rafbílar þurfa almennt miklu minna viðhald en bílar með brunaheyfli.

Er kolefnisspor Volvo rafbíls á endingartímanum minna en fyrir sambærilegan bíl með hefðbundinni vél?

Á meðalendingartíma bíls er kolefnisspor bíls sem notar eingöngu rafmagn minna en bíls með hefðbundinni vél. Hins vegar veltur sú vegalengd sem þarf að aka rafbíl til að hann losi minna kolefni en bíll með hefðbundinni vél að miklu leyti á því hvernig rafmagnið sem notað er til að knýja bílinn er framleitt.

Ef þú hleður rafmagnsbílinn þinn með endurnýjanlegri orku þarftu að aka minna til að ná þessum punkti en ef þú notar rafmagn sem er framleitt úr jarðefnaeldsneyti. Við hvetjum þig til að knýja rafbílinn þinn með rafmagni úr endurnýjanlegum orkugjöfum.

Við leggjum áherslu á fullkomið gagnsæi að því er varðar kolefnisáhrif rafbílanna okkar. Líftímagreining (LCA) er tiltæk fyrir suma rafbílana okkar. Frekari upplýsingar er að finna á vörulýsingasíðu viðkomandi Volvo-rafbíls.

Hvernig get ég vitað að rafhlaðan í bílnum hefur verið framleidd á umhverfisvænan og samfélagslegan hátt?

Volvo Cars leggur mikla áherslu á aðfangakeðju rafhlaðna til að tryggja ábyrga öflun hráefna. Árið 2019 tókum við upp bálkakeðjutækni til að geta rakið kóbaltið í rafhlöðunum frá námunni og alla leið í bílinn. Síðan þá höfum við aukið umfangið þannig að það nái til nikkels og litíum, auk þess sem við rekjum kolefnislosun.

Við erum líka með úttektaráætlun sem tekur til birgja í aðfangakeðju rafhlaðna. Úttektir eru gerðar samkvæmt leiðbeiningum OECD um ábyrgar birgðakeðjur steinefna frá átaka- og áhættusvæðum og IRMA-stöðlunum um ábyrga námuvinnslu eða sambærilegum stöðlum um námuvinnslu.

Sjálfbærni er lykilatriði við mat og val á birgjum. Við fylgjumst stöðugt með frammistöðu birgjanna okkar og vinnum með þeim að því að auka sjálfbærni vara okkar og þjónustu.

Frekari upplýsingar má finna í siðareglum Volvo Car Group fyrir viðskiptafélaga og árs- og sjálfbærniskýrslu Volvo Car Group (pages 172 to 17).

Ótroðnar slóðir  

Þú getur valið tengiltvinnbíl til að aka á rafmagni en hafa brunahreyfil til taks þegar þörf krefur.