Að hlaða Volvo

Allt sem þú þarft að vita um hleðslu bílsins þíns

Nærmynd frá vinstri að framhluta nýs dökkgrás Volvo-rafbíls með hvíta hleðslusnúru í hleðslutengi bílsins.

Að kunna að hlaða bílinn sinn er undirstöðuatriði í eign rafbíls. Kynntu þér hvernig Volvo Recharge-bíll passar við þinn lífstíl.

Hreinn rafmagnsbíll

Stundum er mesta aflið hljóðlátt, með engum útblæstri og minna hljóði yfir allt hraðasviðið. XC40 Recharge rafmagnsbíllinn er framþróun á hjólum, knúinn af háspennurafhlöðu og tveimur rafmótorum.

Tengiltvinnbíll

Minna eldsneyti, betri nýting. Recharge tengiltvinnbílarnir okkar eru bæði búnir rafmótor og brunahreyfli. Þannig geturðu valið um að keyra í pure rafakstursstillingu, power stillingu eða hybrid stillingu. Þetta veitir þér fullkomna stjórn yfir akstrinum og hversu mikill útblásturinn er.

Rafknúnu Recharge aflrásirnar okkar

Við bjóðum upp á tvenns konar rafknúnar Recharge aflrásir, sem hannaðar eru fyrir fjölbreyttar akstursþarfir.

Hvar er hægt að hlaða? Framboð hleðslustaða skiptir miklu máli fyrir eigendur rafbíla.

Horft ofan á stafræna teikningu af silfruðum Volvo XC40 Recharge-rafjeppa í hleðslu á heimilisbílastæði.

Greiður aðgangur að hleðslu

Ef þú leggur í bílskúr eða heimilisbílastæði eða á bílastæði með greiðum aðgangi að hleðslu er einfalt mál að fella hleðsluna inn í daglega rútínu. Rafmagnsbílarnir okkar og tengiltvinnbílarnir eru báðir frábærir kostir.

Horft ofan á stafræna teikningu af silfruðum Volvo XC40 Recharge-rafjeppa í hleðslu í hleðslustöð í bílahúsi fjölbýlishúss.

Stopull aðgangur að hleðslu

Þegar aðgangur að hleðslu er stopull býður tengiltvinnbíll upp á meiri sveigjanleika þar sem hægt er að aka honum á bensíni þegar ekki er hægt að komast í hleðslu. Rafmagnsbíll kann þó einnig að henta, allt eftir akstursmynstri.

Horft ofan á stafræna teikningu af silfruðum Volvo XC40 Recharge-rafjeppa í hleðslu í hleðslustöð í bílastæði við götu.

Eingöngu aðgangur að almenningshleðslustöðvum

Ef þú reiðir þig á stuttar hleðslulotur á almenningshleðslustöðvum, svo sem við líkamsræktarstöðvar eða verslunarmiðstöðvar, er tengiltvinnbíll góður kostur. Einnig er hægt að velja mild hybrid bíl, sem endurheimtir hemlunarorku og þarf ekki að stinga í samband til að hlaða.

Hversu oft þarf ég að hlaða? Tíðni hleðslulota ræðst af því hversu mikið þú ekur yfir daginn sem og drægni bílsins.

Stuttar vegalengdir

Rafmagnsbíll ætti að geta boðið upp á nægt drægi fyrir hefðbundinn daglegan akstur og þarf líklegast aðeins nokkurar hleðslulotur í viku. Í tengiltvinnbíl er hægt að aka í og úr vinnu á rafmagni en hugsanlega þarf að hlaða bílinn eftir hverja ökuferð til að lágmarka eldsneytisnotkunina.

Miðlungslangar vegalengdir

Hreinn rafmagnsbíll ætti að geta boðið upp á nægt drægi fyrir hefðbundinn daglegan akstur en líklega þarf að setja hann í hleðslu eftir hvern akstur. Á tengiltvinnbíl ertu að nota rafmagn og eldsneyti saman.

Lengri vegalengdir

Hreinn rafmagnsbíll getur boðið upp drægni sem dugar fyrir langan akstur eða helgarferð út á land en þó þarf að skipuleggja hvar hægt er að koma bílnum í hleðslu. Á tengiltvinnbíl ertu að nota rafmagn og eldsneyti saman.

Hversu langan tíma tekur hleðslan?
Hleðslutími ræðst af gerð hleðslunnar og gerð bílsins.*

_missing_

Hleðsla hreins rafmagnsbíls

Til að hámarka endingu rafhlöðu í rafbíl mælum við með AC hleðslustöð upp í 90% hleðslu fyrir hefðbundinn daglegan akstur og reynt sé að forðast að hleðslan fari niður fyrir 20%. Bíllinn ræður auðveldlega við allan hefðbundinn daglegan akstur og góðar líkur er á að þú þurfir rétt að fylla á hleðsluna nokkrum sinnum í viku.

40 mín. – 2 klst.

DC hraðhleðsla með jafnstraumi (50–150 kW)

8 – 10 klst.

11 kW AC hraðhleðsla með jafnstraumi/heimahleðslustöð

Myndrit af hleðsluprósentu rafhlöðu, auðkennd frá 5% til 100% ti að sýna hentugasta vinnslusvið rafhlöðu tengiltvinnbíls.

Hleðsla tengiltvinnbíls

Regluleg full hleðsla rafhlöðunnar er góð leið til að fullnýta akstur á rafmagni í tengiltvinnbíl. Engu máli skiptir þótt hleðslan verði lítil þar sem eldsneytisvél er alltaf tilbúin til að taka við.

3 - 4 klst.

Mðe 3,6 kW AC hraðhleðslu/heimahleðslustöð

4 - 8 klst.

Með 220 volta AC hleðslu með heimilisinnstungu

Kostnaður við eignarhald rafbíls getur verið mun minni en samsvarandi bensínbíls.

Kaupverð

Rafbílar, bæði hreinir og tengiltvinn njóta ívilnunar sem lækkar verð þeirra til bílkaupenda en þessar ívilnanir eru háðar gildistíma og ákveðnum fjöldakvóta.Upphæð þeirra er mismunandi á milli landa.

Viðhaldskostnaður

Færri hreyfanlegir hlutar og minna magn vökva í rafbílum leiðir oft til lægri kostnaðar vegna þjónustu og viðhalds.

Kostnaður við daglega notkun

Flestir hlaða bílinn sinn heima við eða í vinnunni. Ef þú ert í aðstöðu til að hlaða bílinn að mestu leyti á þessum stöðum er góður möguleiki á að rafmagnið sem þarf til að hlaða bílinn kosti mun minna en eldsneyti fyrir samsvarandi vegalengd.

Hvað annað viltu vita um hleðslu?

Tengiltvinnbílar eru með Lithium-ion rafhlöður sem eru svipaðar þeim sem notaðar eru í rafbílum, bara minni.

Tengiltvinnbíll getur ekið um 55 km á rafmagni, allt eftir gerð bílsins, og þannig gert þér kleift að sinna daglegum akstri innanbæjar án útblásturs. Ef þú hefur aðgang að hleðslu á meðan þú vinnur eða á öðrum stöðum geturðu að öllum líkindum sinnt öllum þínum erindum með rafknúnum akstri.

Hleðslutíminn ræðst af gerð hleðslunnar og raforku hennar sem og á þáttum á borð við hitastig andrúmslofts, hitastig rafhlöðu, stærð og ástand rafhlöðunnar og afkastagetu hleðslurásar bílsins. Almennt sé skilar 220 volta heimilisinnstunga 7–14 km drægi fyrir hverja klukkustund í hleðslu, 11 kW heimahleðslustöð eða almenningshleðslustöð með riðstraum 50–60 km drægi á klukkustund og hraðhleðslustöð með jafnstraumi á milli 30 og 100 km drægi á 10 mínútum, allt eftir rafaflinu. Þetta þýðir að hleðsla úr 0% hleðslu í 100% hleðslu með 11 kW heimahleðslustöð með riðstraumi tekur um átta klukkustundir og hleðsla úr núll í 80 prósent með 150 kW hraðhleðslustöð með jafnstraumi tekur um 40 mínutur.

Tengiltvinnbílarnir okkar eru afhentir með hleðslusnúru sem hægt er að nota fyrir hleðslu úr heimilisinnstungu. Einnig er hægt að tengja bílinn með hleðslusnúrum á hleðslustöðvum með riðstraumi. Hægt er að kaupa sérstaka hleðslusnúru til að nota á hleðslustöðvum sem ekki eru með hleðslusnúru.

Drægni á rafmagni ræðst af ýmsum þáttum, svo sem hitistigi andrúmslofts, notkun búnaðar á borð við miðstöð og akstursmynstri en Volvo XC40 Recharge býður upp allt að 418 km drægni á einni hleðslu.* Tengiltvinnbílar draga skemmra á rafmagni en bjóða í staðinn upp á sveigjanleika sem fylgir því að geta ekið á eldsneyti þegar hleðslan klárast. Volvo-rafbílar eru búnir innbyggðu leiðaskipulagi í leiðsögukerfi bílsins sem vaktar stöðugt hleðslu rafhlöðunnar og getur birt áminningar um hvar og hvenær þarf að hlaða bílinn, þér til hægðarauka.**

* Uppgefin drægni er samkvæmt WLTP- og EPA-prófunum. Raundrægni kann að vera annað. Tölur eru til bráðabirgða. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.** Í boði þar sem Google-þjónusta eða AutoNavi eru í boði.

Hleðslutími heima við ræðst af gerð rafkerfisins og hvernig hleðslu þú notar. 220 volta heimilisinnstunga skilar 7–14 km drægni fyrir hverja klukkustund í hleðslu og það tekur um 36 til 60 klukkustundir að fullhlaða Volvo-rafbíl. 11 kW, þriggja fasa heimahleðslustöð skilar um 50–60 km drægi fyrir hverja klukkustund í hleðslu og fullhleður hreinan Volvo rafmagnsbíl á um átta klukkustundum.

Verð á rafmagni er misjafnt á milli staða en oft er það þó ódýrari kostur en fyrir samsvarandi drægi á eldsneyti. Ef hægt er að hlaða bílinn heima við eða í vinnunni, sérstaklega á nóttunni þegar rafmagnsverð er lægra, lækkar kostnaður á hvern ekinn kílómetra enn frekar.