Að hlaða Volvo
Kynntu þér hversu einfalt lífið getur verið með rekstri rafbíls.
Hleðsla eftir þínum þörfum.
Heima við, í vinnunni, ræktinni eða úti í búð.
Hleðslutími eftir þínum þörfum.
Heima við, í vinnunni, í kaffihúsaferðinni eða í lengri ferðum. Skipulagðu hleðsluna þannig að hún henti þínum lífstíl og kringumstæðum.
Heimahleðsla
Njóttu umstangslausrar hleðslu heima við. Með heimahleðslustöðinni okkar þarftu eingöngu að stinga í samband, njóta þess að vera heima og taka úr sambandi þegar þú leggur í hann á ný.
Kostnaður við heimahleðslu
Hér geturðu teiknað áætlaðan hleðslukostnað. Sleðarnir gera þér kleift að færa inn ekna kílómetra á ári og orkukostnað heimilisins á hverja einingu.
0km
0,00Kr./kílóvattstund

Sumir söluaðilar raforku bjóða upp á lægri taxta á tilteknum tímum sólarhringsins (alla jafna seint á kvöldin og á nóttunni). Með því að tímasetja hleðslu bílsins á þeim tímum geturðu lækkað hleðslukostnaðinn. Einnig er hleðsla oft sjálfbærari á þessum tímum.
*Birtur áætlaður hleðslukostnaður er byggður á gögnum WLTP-prófana fyrir XC40 Recharge Twin eða XC60 Recharge T8 AWD-tengiltvinnbíl og kann að vera annar en raunverulegur hleðslukostnaður. Orkunotkun ræðst af fjölda þátta á borð við akstursaðstæður, aksturslag, loftslag o.s.frv. Ekki er hægt að ábyrgjast endanlega tölu.
Hversu langan tíma tekur að hlaða?
Hleðslutímar rafbíla eða tengiltvinn rafbíla frá Volvo kunna að vera mismunandi, allt eftir hleðsluaðferð og gerð bíls.
DC hraðhleðsla
32 – 37
mín.Ekki mögulegt
AC hleðsla
7 – 8
klst3 – 5
klstDC hraðhleðsla
32 – 37
mín.Ekki mögulegt
AC hleðsla
7 – 8
klst3 – 5
klstHleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og kann að ráðast af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins.

Til að hámarka endingu rafhlöðu í rafbíl mælum við með að hún sé hlaðin upp í 90% í AC hleðslu fyrir almennan daglegan akstur og að forðast sé að hleðslan fari niður fyrir 20%.

Regluleg hleðsla rafhlöðunnar í 100% hleðslu er frábær leið til að fullnýta akstur á rafmagni í tengiltvinn rafbíl. Bensínvélin tryggir svo að þú getur ekið áhyggjulaus þótt hleðslan fari minnkandi.
Kynntu þér Recharge bílana
Kynntu þér rafvæðingu
Vantar þig upplýsingar um rekstur rafbíla? Kafaðu ofan í efnið og kynntu þér hvernig þú getur einfaldað líf þitt með rafbíl.
Hvað annað viltu vita um hleðslu?
Hvaða gerð rafhlaða er notuð í tengiltvinn rafbílum?
Tengiltvinn rafbílar eru með Lithium-ion rafhlöður sem eru svipaðar þeim sem notaðar eru í rafbílum, bara minni.
Hver er drægni Pure rafakstursstillingar í tengiltvinn rafbílum?
Tengiltvinn rafbíll frá Volvo getur gert þér kleift að aka almennan daglegan akstur á rafmagni og án útblásturs, allt eftir gerð bílsins. Ef þú hefur aðgang að hleðslu á meðan þú vinnur eða á öðrum stöðum geturðu að öllum líkindum sinnt öllum þínum erindum með rafknúnum akstri.
Hvernig hleðslusnúrur get ég notað fyrir tengiltvinn rafbíla?
Tengiltvinnbílarnir okkar eru afhentir með hleðslusnúru sem hægt er að nota fyrir hleðslu úr heimilisinnstungu. Einnig er hægt að tengja bílinn með hleðslusnúrum á hleðslustöðvum með riðstraumi. Hægt er að kaupa sérstaka hleðslusnúru til að nota á hleðslustöðvum sem ekki eru með hleðslusnúru.