Volvo-fjölskyldubílar

Fjárfestu í öryggi og þægindum ástvina þinna með Volvo-fjölskyldubíl.

Það er markmið okkar að gera lífið auðveldara, betra og öruggara fyrir okkur öll. Þess vegna búa bílarnir okkar yfir öryggi, þægindum og rými sem fjölskyldur þurfa. Í Volvo-fjölskyldubíl verður daglegur akstur að gæðastund með fjölskyldunni.

Við erum sérfræðingar á sviði öryggis

Við þróum öryggisnýjungar sem eru fyrstar á sínu sviði með því að horfa út fyrir það sem til er ætlast. Við skuldbindum okkur til að framleiða einhverja öruggustu fjölskyldubíla sem aka um göturnar og það einkennir allt sem við gerum.

Hönnun út frá rannsóknum við raunverulegar aðstæður

Aðstoðarkerfi ökumanna

Lofthreinsitækni

Við erum fremst í flokki bílaöryggis fyrir börn

Þó að þú sjáir aldrei margar af öryggisnýjungum Volvo-fjölskyldubílsins þíns eru þær til þjónustu reiðubúnar þegar eitthvað fer úrskeiðis. En börn þurfa að sitja í réttri stöðu til að þessi innbyggði búnaður veiti þeim þá vernd sem hann er hannaður til. Við höfum verið frumkvöðlar í öryggislausnum fyrir börn samkvæmt þessari meginreglu frá 7. áratug síðustu aldar.

Barnabílstólar

Sessur og barnasæti

Farþegaskynjun

Það glittir í skýjakljúfa gegnum þakglugga Volvo-bíls á ferð.

Aðstoð með einum hnappi

Ef eitthvað fer úrskeiðis nýtur fjölskyldan verndar Volvo Assistance, vegaaðstoðar sem hægt er að hringja í með því að ýta á hnapp.

Þægilegir og stórir fjölskyldubílar

Við gerum rúmgóða fjölskyldubíla til að auðvelda daglegt líf og ævintýrin sem búa til minningarnar. Ásamt öllum lúxusatriðunum sem þú hélst að þú yrðir að vera án í hagnýtum fjölskyldubíl. Volvo hefur allt að bjóða og verður því fljótt hluti af fjölskyldunni.

Sveigjanlegt farangursrými

Aukapláss og einfaldari hleðsla

Þægilegt aðgengi

Betur tengdir fjölskyldubílar

Hægt er að samþætta Volvo-fjölskyldubíla stafrænu lífi þínu til að auðvelda tengingu og samskipti á ferðinni. Þetta er gert á öruggan hátt til að auka sjálfstraust ökumanna við akstur.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem hægt er að sérsníða

Hleðsla fyrir alla

Umlykjandi hljómur

Ung kona situr brosandi í ökumannssæti Volvo-bíls og snertir miðstokkinn á meðan sölukona horfir á.

Fjölskyldubílar án málamiðlana

Við byggjum á sænskri arfleifð okkar við hönnun látlausra en glæsilegra bíla. Þar eru fjölskyldubílarnir okkar engin undantekning. Svo þegar þú bætir Volvo-bíl við fjölskylduna færðu öryggið og plássið sem þú þarft auk akstursupplifunarinnar sem þú vilt.

Rafmagnsfjölskyldubílar

Með fjölskyldurafbíl eða -tengiltvinn rafbíl frá Volvo fjárfestirðu í fleiru en bara þægindum og öryggi ástvina þinna. Þú fjárfestir einnig í framtíð þeirra með því að draga úr eða koma alfarið í veg fyrir losun útblásturs.

Fjölskyldurafbílar

Fjölskyldutengiltvinnbílar

Lægri rekstrarkostnaður

Fjölskyldubíllinn hlaðinn

Fjölskyldurafbílar og -tengiltvinnbílar

Öryggi er forgangsatriði hjá þér, og okkur líka. En bestu fjölskyldujepparnir eru einnig með pláss fyrir aukabúnað lífsins. Í fjölskyldujeppunum okkar færðu bæði öryggi og nóg pláss ásamt skandinavískum einfaldleika sem breytir farþegarými bílsins í stofu á hjólum.

Fimm sæta fjölskyldujeppar, rafbílar og -tengiltvinnbílar

Sjö sæta fjölskyldutengiltvinnjeppi

Sjö sæta rafmagnsfjölskyldujeppi

Horft yfir öxlina á eiganda Volvo-bíls sem horfir á hleðslustöðu rafhlöðunnar í bílnum í Volvo Cars appinu.

Þú færð meira í Volvo Cars appinu

Með Volvo Cars appi færðu meira út úr nýja Volvo-fjölskyldurafbílnum. Þú getur notað það sem lykil, fjarstýrt gagnlegum eiginleikum, tímasett og fylgst með hleðslu – og margt fleira.

Tækni dagsins í dag og framtíðarinnar, búnaður og eiginleikar sem lýst er hér að framan kunna að vera breytileg og eru ef til vill ekki í boði á öllum markaðssvæðum eða fyrir allar gerðir. Innbyggðir eiginleikar Google sem eru sýndir eru hugsanlega ekki staðalbúnaður eða ekki í boði fyrir allar gerðir, útfærslur og vélar. Google-Assistanter ekki í boði á öllum tungumálum eða mörkuðum. Google, Google Play, Google-Maps og YouTube Music eru vörumerki Google LLC.