Volvo-fjölskyldubílar

Fjárfestu í öryggi og þægindum ástvina þinna með Volvo-fjölskyldubíl.

Það er markmið okkar að gera lífið auðveldara, betra og öruggara fyrir okkur öll. Þess vegna búa bílarnir okkar yfir öryggi, þægindum og rými sem fjölskyldur þurfa. Í Volvo-fjölskyldubíl verður daglegur akstur að gæðastund með fjölskyldunni.

Við erum sérfræðingar á sviði öryggis

Við þróum öryggisnýjungar sem eru fyrstar á sínu sviði með því að horfa út fyrir það sem til er ætlast. Við skuldbindum okkur til að framleiða einhverja öruggustu fjölskyldubíla sem aka um göturnar og það einkennir allt sem við gerum.

Hönnun út frá rannsóknum við raunverulegar aðstæður

Við rannsökum raunverulega árekstra til að gera endurbætur og þróa öryggisnýjungar. Við gerum einnig prófanir á rannsóknarstofum sem líkja eftir raunaðstæðum. Fínstilling gegnum rannsóknir hefur stuðlað að orðspori okkar í öryggismálum. Þess vegna spyrjum við alltaf að ástæðunni þegar eitthvað fer úrskeiðis á vegum úti.

Aðstoðarkerfi ökumanna

Öryggisnýjungarnar okkar gera þér kleift að sjá betur hvað fer fram á veginum. Háþróaður vélbúnaður vinnur með akstursaðstoðarkerfum sem láta þig vita af hugsanlegri hættu og láta jafnvel til sín taka þegar þörf er á aukastuðningi.

Lofthreinsitækni

Lofthreinsitæknin okkar dregur úr eða fjarlægir fíngerðar agnir, sem eru skaðleg loftmengun. Volvo Cars er fyrst í heimi til að nota þessa tækni sem kemur í veg fyrir að allt að 95% af PM 2,5 ögnum berist inn í farþegarýmið. Einnig getur hún síað burt 99,9% af ofnæmisvaldandi frjókornum og 97% af loftbornum veirum.

Við erum fremst í flokki bílaöryggis fyrir börn

Þó að þú sjáir aldrei margar af öryggisnýjungum Volvo-fjölskyldubílsins þíns eru þær til þjónustu reiðubúnar þegar eitthvað fer úrskeiðis. En börn þurfa að sitja í réttri stöðu til að þessi innbyggði búnaður veiti þeim þá vernd sem hann er hannaður til. Við höfum verið frumkvöðlar í öryggislausnum fyrir börn samkvæmt þessari meginreglu frá 7. áratug síðustu aldar.

Barnabílstólar

Við prófum barnabílstólana okkar við slysasviðsmyndir sem byggjast á raunverulegum árekstrum og notum árekstrarbrúður í barnastærðum. Þetta auðveldar okkur að bjóða upp á háþróuð verndarkerfi fyrir minnstu farþegana okkar, þar á meðal þægilega barnabílstóla sem hægt er að nota fyrir ungbörn og smábörn.

Sessur og barnasæti

Volvo Cars kynnti fyrstu bílsessuna fyrir börn árið 1978. Í gegnum áratugina höfum við haldið áfram að bjóða upp á sessur og barnasæti sem tryggja rétta stöðu öryggisbeltis fyrir börn sem eru orðin of stór í barnabílstóla til að þau njóti allra kosta varnarkerfa bílsins.

Farþegaskynjun

Farþegaskynjarakerfi er innra ratsjárkerfi sem er nógu næmt til að greina örsmáar hreyfingar – líkt og mjúkar hreyfingar sofandi barns. Skynjarar ná yfir eins stóran hluta farþegarýmisins og hægt er, þar á meðal skottið, til að tryggja að enginn sé skilinn eftir eða gleymist í bílnum. Í boði í EX90.

Það glittir í skýjakljúfa gegnum þakglugga Volvo-bíls á ferð.

Aðstoð með einum hnappi

Ef eitthvað fer úrskeiðis nýtur fjölskyldan verndar Volvo Assistance, vegaaðstoðar sem hægt er að hringja í með því að ýta á hnapp.

Þægilegir og stórir fjölskyldubílar

Við gerum rúmgóða fjölskyldubíla til að auðvelda daglegt líf og ævintýrin sem búa til minningarnar. Ásamt öllum lúxusatriðunum sem þú hélst að þú yrðir að vera án í hagnýtum fjölskyldubíl. Volvo hefur allt að bjóða og verður því fljótt hluti af fjölskyldunni.

Sveigjanlegt farangursrými

Bestu fjölskyldubílarnir eru með stórt farangursrými, en stærðin skiptir ekki öllu máli. Þegar þú leggur upp í óvænta fjölskylduferð eða þarft að sinna mörgum erindum í einni ferð geta hlutirnir orðið óreiðukenndir. Fjölskyldubílarnir frá Volvo eru með rúmgott farangursrými sem einnig er sveigjanlegt, með hugvitssamlegum geymslulausnum, földum geymsluhólfum og skilrúmum sem halda óreiðunni í lágmarki.

Aukapláss og einfaldari hleðsla

Stundum þarftu að byggja tréhús, ferðast með gæludýr eða koma fáránlega stórum afmælisblöðrum í réttar hendur. Þá þarftu aukapláss. Þú finnur það með því að fella niður sum eða öll aftursætin í Volvo-bílnum þínum. Þar sem engin brún er á farangursgeymslunni og gólfið er flatt er enn einfaldara að tæma hana.

Þægilegt aðgengi

Ertu með fullt fangið? Opnaðu og lokaðu rafdrifna afturhleranum með því að hreyfa fótinn. Einnig er hægt að nota stjórntæki í mælaborðinu eða fjarstýringu bílsins. Það er líka svona auðvelt að tryggja öryggi Volvo-fjölskyldubílsins. Lokaðu og læstu dyrum, gluggum og þakglugga með því að ýta á hnapp á fjarstýringunni. Ýttu aftur á hann til að fara aftur af stað, alveg eins og áður.

Horft EX30 þrjá fjórðu hluta Volvo-bíls með kerru við hliðina

Nýr EX30

Sjáðu hvað passar í farangursrými þessa rafmagnssportjeppa

Betur tengdir fjölskyldubílar

Hægt er að samþætta Volvo-fjölskyldubíla stafrænu lífi þínu til að auðvelda tengingu og samskipti á ferðinni. Þetta er gert á öruggan hátt til að auka sjálfstraust ökumanna við akstur.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem hægt er að sérsníða

Stjórnaðu flestum aðgerðum bílsins gegnum einfalt upplýsinga- og afþreyingarkerfi með innbyggðu Google. Hægt er að sérsníða það eins og farsíma og með viðbragðsfljótum snertiskjá nýturðu sömu hraðvirku stjórnarinnar sem þú þekkir.

Hleðsla fyrir alla

Skjátími getur stundum verið himnasending. Til að öll fjölskyldan geti verið með hlaðin tæki á ferðinni bættum við þráðlausum hleðslustöðum við hjá framsætunum og USB-C innstungum alls staðar í farþegarýminu.

Umlykjandi hljómur

Í Volvo-bílum eru háþróuð hljóðkerfi sem skila umlykjandi hljómi. Nú geturðu notið uppáhaldshlaðvarpanna þinna eða (kannski eina) spilunarlistans sem er í uppáhaldi hjá allri fjölskyldunni í nýjum víddum.

Ung kona situr brosandi í ökumannssæti Volvo-bíls og snertir miðstokkinn á meðan sölukona horfir á.

Fjölskyldubílar án málamiðlana

Við byggjum á sænskri arfleifð okkar við hönnun látlausra en glæsilegra bíla. Þar eru fjölskyldubílarnir okkar engin undantekning. Svo þegar þú bætir Volvo-bíl við fjölskylduna færðu öryggið og plássið sem þú þarft auk akstursupplifunarinnar sem þú vilt.

Rafmagnsfjölskyldubílar

Með fjölskyldurafbíl eða -tengiltvinn rafbíl frá Volvo fjárfestirðu í fleiru en bara þægindum og öryggi ástvina þinna. Þú fjárfestir einnig í framtíð þeirra með því að draga úr eða koma alfarið í veg fyrir losun útblásturs.

Fjölskyldurafbílar

Fjölskyldurafbílarnir okkar bera vitni um árangur áfram veginn. Rafbílarnir okkar eru knúnir með rafhlöðum og rafmótorum af nýjustu gerð, losa engan útblástur og í þá eru notuð endurunnin lífbrjótanleg efni sem draga úr úrgangi.

Fjölskyldutengiltvinnbílar

Rafmótor og brunahreyfill vinna hnökralaust saman að því að knýja fjölskyldutengiltvinnbíla frá Volvo. Veldu rafbílastillingu eða hybrid-stillingu í samræmi við þarfir fjölskyldunnar. Hvort sem þú velur verður akstursupplifunin alltaf snurðulaus.

Lægri rekstrarkostnaður

Kostnaðurinn við að aka Volvo-rafbíl eða -tengiltvinn rafbíl getur verið lægri en við sambærilegan bíl sem knúinn er með eldsneyti. Hvernig? Það getur kostað töluvert minna að hlaða fjölskyldurafbílinn en að kaupa eldsneyti til að aka jafnmarga kílómetra. Einnig bjóða sum raforkufyrirtæki upp á lægra gjald utan álagstíma sem þýðir að þú getur lækkað rekstrarkostnaðinn enn frekar með tímasettri hleðslu.

Fjölskyldubíllinn hlaðinn

Búðu til eigin hleðsluáætlanir sem henta þínum lífsstíl til að draga úr kostnaði og hleðslutíma. Þú getur hlaðið fjölskyldurafbílinn heima með heimahleðslustöð á borð við Volvo-heimahleðslustöðina. Einnig geturðu hlaðið í vinnunni, ræktinni og fyrir utan verslanir með almennum hleðslustöðvum.

Fjölskyldurafbílar og -tengiltvinnbílar

Öryggi er forgangsatriði hjá þér, og okkur líka. En bestu fjölskyldujepparnir eru einnig með pláss fyrir aukabúnað lífsins. Í fjölskyldujeppunum okkar færðu bæði öryggi og nóg pláss ásamt skandinavískum einfaldleika sem breytir farþegarými bílsins í stofu á hjólum.

Fimm sæta fjölskyldujeppar, rafbílar og -tengiltvinnbílar

Rafmagnsjepparnir og -tengiltvinnjepparnir okkar henta fyrir fimm manna fjölskyldur – og aukahlutina í lífi ykkar.

Ertu tilbúin(n) í rafmagnið? XC40 er nettur fimm sæta rafmagnsfjölskyldujeppi og EC40 er fimm sæta crossover-rafbíll. Báðir bjóða upp á stílhreina leið til að draga úr losun útblásturs og daglegum rekstrarkostnaði.

Með tengiltvinn rafbíl geturðu dregið úr losun útblásturs með rafmótor sem fær stuðning bensínvélar. Við hönnuðum tvo vel búna fimm sæta tengiltvinnjeppa fyrir fjölskyldur í leik og starfi: hinn netta XC40 og hinn millistóra XC60.

Sjö sæta fjölskyldutengiltvinnjeppi

XC90 er stór sjö sæta fjölskyldutengiltvinnjeppi. Þetta er lúxusbíll hannaður til að veita farþegum þægindi án þess að fórna burðargetu. Þakgluggi, haganlega hönnuð sæti, þægileg hita- og loftstýring og sjálfvirk lofthreinsun gera ferðalagið betra fyrir alla. Með háþróuðum akstursaðstoðarkerfum er þessi SUV-tengiltvinnbíll einnig hannaður til að flytja dýrmætan farm.

Sjö sæta rafmagnsfjölskyldujeppi

EX90 er nýi sjö sæta SUV-rafbíllinn okkar. Enginn útblástur og Safe Space Technology með lidar gerir hann að fjölskyldubíl framtíðarinnar. Hér finnurðu einkennandi skandinavískan stíl og kraftmikla aksturseiginleika Volvo-bíls með allt að 580 km drægni og hægt er að hlaða á innan við 30 mínútum. Ábyrgur, öruggur og glæsilegur – EX90 vísar veginn fyrir stóra SUV-fjölskyldurafbíla.

Horft yfir öxlina á eiganda Volvo-bíls sem horfir á hleðslustöðu rafhlöðunnar í bílnum í Volvo Cars appinu.

Þú færð meira í Volvo Cars appinu

Með Volvo Cars appi færðu meira út úr nýja Volvo-fjölskyldurafbílnum. Þú getur notað það sem lykil, fjarstýrt gagnlegum eiginleikum, tímasett og fylgst með hleðslu – og margt fleira.

Tækni dagsins í dag og framtíðarinnar, búnaður og eiginleikar sem lýst er hér að framan kunna að vera breytileg og eru ef til vill ekki í boði á öllum markaðssvæðum eða fyrir allar gerðir. Innbyggðir eiginleikar Google sem eru sýndir eru hugsanlega ekki staðalbúnaður eða ekki í boði fyrir allar gerðir, útfærslur og vélar. Google-Assistanter ekki í boði á öllum tungumálum eða mörkuðum. Google, Google Play, Google-Maps og YouTube Music eru vörumerki Google LLC.