Rafbílar
Finndu hvernig er að keyra á rafmagni eingöngu.
Hreinn rafbíll frá Volvo. Innblásnir af plánetunni okkar, hannaðir fyrir lífið þitt.
Hreinir rafmagnsbílar
Sannur Volvo-andi mætir algjöru útblástursleysi – og í anda stefnu okkar um ábyrgan lúxus reynum við eftir megni að auka notkun á endurunnu og lífrænu efni og draga úr úrgangi.
Innbyggt frá Google
Google er innbyggt og Volvo rafbíllinn tengir þig hnökralaust við stafræna tilveru þína. Bíllinn tekur einnig á móti sjálfvirkum, þráðlausum uppfærslum.
Pantaðu á netinu
Það er einfalt að panta Volvo rafbíl. Skoðaðu samsetningarmöguleikana, hannaðu útfærsluna sem hentar þér og pantaðu á netinu.*
*Gengið verður frá pöntuninni hjá söluaðila í samræmi við skilmála hans.

Fyrsti crossover bíllinn okkar sem gengur fyrir hreinu rafmagni.
- 507 km drægni á rafmagni*
- 100% leðurlaust innanrými
*Tölurnar eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars gerði fyrir C40 Recharge Twin og því ekki hægt að ábyrgjast þær. Raunorkunotkun við raunverulegar aðstæður er mismunandi og fer eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.

Kynntu þér hreina rafmagnsjeppann okkar.
- 500 km drægni á rafmagni*
- Snjallar geymslulausnir
*Tölurnar eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars gerði fyrir XC40 Recharge Twin og því ekki hægt að ábyrgjast þær. Raunorkunotkun við raunverulegar aðstæður er mismunandi og fer eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.

Minnsti jeppinn okkar frá upphafi.
- Allt að 480 km drægni á rafmagni**
- Endurunnar og endurnýjanlegar innréttingar.
*Athugaðu að þetta er leiðbeinandi verð sem gæti breyst fyrir afhendingu á bílnum vegna þátta sem við höfum ekki stjórn á, svo sem hækkana á sköttum, gjöldum, vöxtum o.s.frv. Þér verður gert viðvart um allar breytingar og getur alltaf hætt við fyrir afhendingu.
**Tölurnar eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars gerði fyrir EX30 og því ekki hægt að ábyrgjast þær. Drægni og eldsneytisnotkun við raunaðstæður fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum. Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og ræðst af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.

Stóri 7 sæta rafmagnsjeppinn okkar.
- Allt að 600 km drægni á rafmagni*
- Háþróaðasti öryggisbúnaðurinn okkar.
*Tölurnar eru til bráðabirgða og fengnar úr mati og útreikningum sem Volvo Cars gerði fyrir EX90 og því ekki hægt að ábyrgjast þær. Drægni og eldsneytisnotkun við raunaðstæður fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum. Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og ræðst af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins. Endanleg vottun ökutækis bíður staðfestingar.
Langtímaleigðu eða kauptu beint – og nýttu þér Care tilboðið okkar
Við viljum auðvelda öllum að aka Volvo rafbíl. Care tilboðið okkar, sem inniheldur þjónustu* og ábyrgð, fylgir með hvort sem þú kýst að leigja eða kaupa.
Leiga
Leigðu Volvo rafbíl og greiddu fast mánaðargjald í tiltekinn fjölda mánaða. Care tilboðið okkar er innifalið í mánaðarlegu greiðslunni.
Kaupa
Kauptu Volvo rafbíl – Care tilboðið okkar og öll fríðindin sem því fylgja eru innifalin í verðinu.
* Þjónusta ræðst af skilmálum – takmarkanir gilda um rekstrarvörur – frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Volvo.
Hversu mikið gætir þú sparað?
Kannaðu mögulega kosti og sparnaðinn sem fylgir því að kaupa og eiga rafbíl.
Tími til að endurhlaða? Við gerum það auðveldara og þægilegra, hvort sem er heima eða að heiman.
Ákveddu leiðina með Google Maps
Notaðu Google Maps í Volvo bílnum til að skipuleggja leiðina, finna hleðslustöðvar og slappa af á ferðalaginu.
Volvo Cars appið
Forhitaðu og forkældu innanrýmið með Volvo Cars appinu. Þetta getur aukið drægið og ánægjuna af ferðinni.*
Þægileg heimahleðsla
Þægilega og hentuga Volvo heimahleðslustöðin er lausnin sem mælt er með fyrir heimahleðslu.
* Til að virkja Volvo Cars appið fyrir árgerð 22 þarf XC40 Recharge að vera útbúinn stafræna þjónustupakkanum við afhendingu, sem kemur með fjögurra ára áskrift og veitir fullan aðgang að þeim forritum og gögnum sem í boði eru. Að fjórum árum loknum taka nýir skilmálar gildi.
Lifðu fullkomlega rafmögnuðu lífi.
Uppgötvaðu kosti þess að aka Volvo Recharge bíl og fáðu frekari upplýsingar um rafvæddar samgöngulausnir.
Hvað viltu vita um rafbíla?
Hvaða hleðslutíma get ég búist við þegar ég hleð heima?
Hleðslutíminn veltur á tegund hleðslubúnaðar og rafmagninu heima hjá þér. Hefðbundin hleðslukapall með heimilistengi fylgir með bílnum. Það tekur um það bil 38–44 tíma að hlaða tóma rafhlöðu upp í 100% en það getur verið mismunandi eftir mörkuðum.
Fyrir reglulega og tiltölulega styttri hleðslu heima við mælum við með þriggja fasa 11 kW hleðslustöð. Með slíkum búnaði geturðu hlaðið á um það bil 7-9 klukkustundum (úr tómri rafhlöðu í 100 prósent).
Hafðu í huga: Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og getur oltið á þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins.
Hvað kostar að hlaða rafhlöðuna í rafbíl?
Rafmagnskostnaður er breytilegur eftir aðstæðum á staðnum, en kostnaðurinn getur verið lægri miðað við bensín eða dísel. Minni eldsneytiskostnaður er einnig ein af mörgum ástæðum til að skipta yfir í rafbíl. Og fyrir enn lægri kostnað geturðu stillt Volvo rafbílinn til að hlaða á þeim tímum þegar rafmagnsgjaldskrár eru sem lægstar sem er oft á nóttunni.
Hvaða ábyrgð er á Volvo Cars rafhlöðunni?
Rafhlöðuábyrgð Volvo Cars er 8 ár eða 160.000 km, hvort heldur sem gerist fyrst, að því tilskildu að bíllinn og rafhlaðan sé viðhaldið og notuð í samræmi við ráðleggingar Volvo Cars.
Er hægt að skipta um rafhlöðu?
Ef skipta þarf um rafhlöðu eða rafhlöðueiningar er hægt að gera það, alveg eins og með hvern annan tæknilegan hlut í bílnum.
Hvað þarf ég að eiga til að hlaða rafbílinn auðveldlega og örugglega heima fyrir?
Hefðbundin hleðslusnúra með heimilistengi fylgir með bílnum. Fyrir tiltölulega hraðari og þægilegri hleðslu heima fyrir, mælum við með að setja upp þriggja fasa 11kW hleðslustöð.
Vinsamlegast athugið: framboð á hleðslutækjum getur verið mismunandi eftir mörkuðum.
Hver er fljótlegasta leiðin til að hlaða rafbílinn á löngum ferðum?
Fljótlegasta hleðslan er í boði á DC hraðhleðslustöðvum með jafnstraumi. Til að hlaða eins hratt og mögulegt er mælum við með því að takmarka hleðslustöðu bílsins við 80 prósent. Þannig helst hleðslutíminn stuttur vegna þess að síðustu 20 prósent hleðslunnar taka lengsta tímann.
Hvernig hjálpar bíllinn mér að finna næstu hleðslustöð?
Í löndum þar sem Google kort birta upplýsingar um hleðslustöðvar er hægt að finna almenningshleðslustöðvar á korti á miðskjá bílsins eða í snjallsímaforriti. Þar geturðu einnig valið kjörhleðslustöðvar og fengið leiðsögn að þeim.
Hvernig hefur rafhlaðan áhrif á öryggi við árekstur?
Rafhlaðan er 500 kg að þyngd sem þarf að taka tillit til við árekstur – bæði fyrir farþega bílsins og aðra bíla. Rafhlaðan þarf einnig sérstaka vernd til að forðast skaðlegan leka eftir árekstur. Með því að nota ýmsar nýjar öryggislausnir hafa verkfræðingar okkar hannað rafbílana okkar með allar þessar áskoranir í huga.
Hversu mikið viðhald og þjónustu þarf fyrir Volvo rafbíl?
Rafmótorarnir eru innsiglaðir út endingartímann og þurfa ekkert viðhald. Miðað við bensín/dísilbíla þarfnast Volvo rafbílar því mun minna viðhalds, sem getur skilað sér í lægri rekstrarkostnaði.
Er kolefnisspor Volvo rafbíls á endingartímanum minna en fyrir sambærilegan bíl með hefðbundinni vél?
Á meðalendingartíma bíls er kolefnisspor bíls sem notar eingöngu rafmagn minna en bíls með hefðbundinni vél. Hins vegar veltur sú vegalengd sem þarf að aka rafmagnsbíl til að hann losi minna kolefni en bíll með hefðbundinni vél að miklu leyti á því hvernig rafmagnið sem notað er til að knýja bílinn er framleitt. Ef þú hleður rafmagnsbílinn þinn með endurnýjanlegri orku þarftu að aka minna til að ná þessum punkti en ef þú notar rafmagn sem er framleitt úr jarðefnaeldsneyti. Við hvetjum þig til að knýja rafbílinn þinn með rafmagni úr endurnýjanlegum orkugjöfum þegar þess er kostur.
Við leggjum áherslu á fullkomið gagnsæi að því er varðar kolefnisáhrif rafbílanna okkar. Líftímagreining (LCA) á XC40 er þegar tiltæk og líftímagreining á C40 Recharge verður í boði síðar á árinu 2021.
Hvernig get ég vitað að rafhlaðan í bílnum hefur verið framleidd á umhverfisvænan og samfélagslegan hátt?
Volvo Cars leggur áherslu á rekjanleika til að hægt sé að tryggja að eigendur Volvo rafbíla geti ekið um í þeirri vissu að hráefni rafhlöðunnar komi frá ábyrgum uppruna. Innleiðing blockchain tækni eykur rekjanleikann til muna í kóbaltbirgðakeðju okkar. Blockchain tæknin, eftirlit á námasvæðum, GPS rakning, aðgangsstýringar, vottaðir flutningsaðilar, andlitsgreining, notkun persónuskilríkja og tímarakning tryggja saman rekjanleika hráefna frá námu í bílaverksmiðju.
Volvo Cars vinnur náið með birgjum við að auka sjálfbærni vara sinna og þjónustu, þar á meðal með því að tryggja ábyrgar birgðakeðjur og með skilvirkri nýtingu auðlinda. Við leggjum áherslu á ábyrga vinnslu steinefna og málma og fylgjum leiðbeiningum OECD um ábyrgar birgðakeðjur steinefna frá átaka- og áhættusvæðum. Af þeim sökum krefjumst við þess af rafhlöðubirgjum okkar að þeir styðji af heilum hug við gagnsæi kóbaltbirgðakeðju okkar og leggi áherslu á fullan rekjanleika.
Sjálfbærni er lykilatriði við mat og val á birgjum. Við höfum eftirlit með núverandi birgjum og fylgjum því eftirliti eftir með úttektum frá þriðja aðila. Við krefjumst þess einnig af rafhlöðubirgjum okkar að þeir lágmarki losun koltvísýrings við framleiðslu, þar á meðal með notkun endurnýjanlegrar orku. Allir birgjar okkar hafa samþykkt siðareglur Volvo Cars fyrir samstarfsaðila, þar sem áhersla er m.a. lögð á mannréttindi, þar á meðal réttindi launafólks.
Flýtitenglar