Google-Assistant, Google-Map og Google Play í þínum Volvo.

Skilvirkur og persónulegur

Njóttu upplifunar sem er skilvirkari, kunnuglegri, hraðvirkari og sérsniðnari en nokkru sinni fyrr. Innbyggð Google þjónusta umvefur þig, tilveru þína og bílinn þinn.

Handfrjáls hjálp í bílnum.

Þú getur spjallað við Google í bílnum, fengið leiðarlýsingu, notið afþreyingar og verið í samband við vini, fjölskyldu og vinnufélaga - allt án þess að taka hendur af stýri eða augun af veginum. Þú segir einfaldlega „Hey Google“ til að hefjast handa.

Afþreying eftir þínu höfði.

Notaðu Google Play til að fá aðgang að uppáhaldstónlistinni þinni og hlaðvarpsforritum. Og með hljóðkerfi frá annað hvort Harman Kardon eða Bowers & Wilkins geturðu notið hágæða hljóðupplifunar í hverri ferð.

Senurnar í myndinni eru styttar og endurskapaðar. Myndirnar eru aðeins til skýringar. Virkni getur verið mismunandi eftir samsetningum og mörkuðum.

Auðgaðu daglega lífið með Google-Assistant.

„Hey Google, hvað er á dagskrá hjá mér í dag“?

Miðstokkur og skjár sem sýnir tónlistarval.
Stjórnaðu afþreyingunni í bílnum

„Hey Google, spilaðu jazzlagalistann minn“

Fínstilltu stemninguna í farþegarýminu

„Hey Google, stilltu hitann á 18 gráður“

Stjórnaðu snjalltækjum heimilisins á ferðinni

Þú getur stjórnað samhæfum snjalltækjum heimilisins í bílnum. Stilltu stemningslýsinguna, hitann og fjölmargt fleira - með einföldum raddskipunum.

Aðgangur að forritum í bílnum með Google Play

Þú ert líka í sambandi á vegum úti. Með innbyggða Google þjónustu í bílnum sem lagar sig að þinni akstursupplifun geturðu nýtt þér aðgang að Google Play og fjölmörgum forritum þar til að nota í bílnum.

Google hjálpari
Google Map
Google Play

Hvað viltu vita um innbyggða Google þjónustu?

Hvaða gerðir eru með innbyggða Google þjónustu?

XC60, V90, S90, rafbíllinn XC40 Recharge og nýr C40 Recharge.

Er innbyggð Google þjónusta staðalbúnaður eða valbúnaður?

Allir bílarnir geta tæknilega boðið upp á hana og áskrift að stafrænni þjónustu sem inniheldur Google Assistant, Google Map og Google Play fylgir með frítt í fjögur ár í mörgum gerðum okkar og útfærslum, en ekki öllum. Skoðaðu samsetningar til að fræðast nánar um hvaða eiginleika gerðin og útfærslan sem þú hefur áhuga á býður upp á.

Þarf ég gagnaáskrift/Sim-kort?

Nei, öll gögn eru innifalin fyrstu fjögur árin. Eftir þann tíma er hægt að framlengja þjónustuna með áskrift.

Fylgir stafræna þjónustuáskriftin mér eða bílnum ef ég sel bílinn eða kaupi mér nýjan Volvo innan fjögurra ára?

Áskrift stafrænu þjónustunnar fylgir bílnum og ef hann er seldur getur nýr eigandi haldið áfram að nota þjónustuna þar til fjögurra ára tímabilinu er lokið og viðkomandi getur þá lengt aðgang að þjónustunni með áskrft. Ef þú kaupir nýjan Volvo innan fjögurra ára tímabilsins getur áskrift að stafrænni þjónustu fylgt með hluta tímabilsins en það ræðst hins vegar af gerðinni og markaðinum sem bíllinn er keyptur á.

Hvernig tengist innbyggða Google þjónustan áskriftinni að stafrænni þjónustu?

Google Assistant, Google Map og Google Play Store eru innifalin í stafræna pakkanum. Samhliða öðrum tengiþjónustum sem felast í honum er útkoman handægur og vel tengdur þjónustupakki fyrir aksturinn.

Ég er ekki með Google reikning. Virkar Volvo með innbyggðri Google þjónustu án Google-reiknings?

Þú getur ekið bílnum og notað bæði Google Assistant og Google Map án Google-reiknings. Ef þú ert hins vegar án nettengingar eða útskráð(ur) getur verið að ákveðin forrit og eiginleikar séu ekki tiltæk. Google Play krefst innskráningar á Google-reikning en Google Assistant og Google Map bjóða ekki jafn sérsniðna upplifun þegar innskráning á Google-reikning er ekki til staðar.

Ég er nú þegar með Google-reikning. Þarf ég annan fyrir bílinn?

Nei. Þegar þú skráir þig inn með Google-reikningnum þínum geturðu sett upp Google Assistant, hlaðið niður forritum á Google Play og farið á persónulegar staðsetningar eins og „Heima“ og „Vinna“ með Google Map. Ef þú ert ekki með Google-reikning geturðu búið hann til á öðru tæki, til dæmis í símanum eða í tölvunni.

Ég er iOS-notandi. Getur Volvo með innbyggðri Google-þjónustu komið í stað Apple CarPlay?

Google Assistant, Google Map og Google Play er í bílnum svo þú getur notað allar þessar þjónustur án þess að þurfa að tengjast símanum þínum. Með Google Play geturðu hlaðið niður úrvali tónlistarforrita sem er til dæmis að finna á Apple CarPlay eða Spotify. Í framtíðinni er stefnt á að Google Play fyrir bílaiðnaðinn bjóði upp á fleiri forrit. Notendur iPhone geta tengst bílnum í gegnum Bluetooth og kveikt á hátölurum bílsins svo hægt sé að hringja símtöl eða senda textaskilaboð í gegnum Google Assistant.

Hvernig virkar kerfið fyrir aðra ökumenn sem deila sama bílnum?

Allir prófílar eru með sinn eigin Google-reikning líkt og aðrir reikningar á borð við Spotify. Líkt og aðrar stillingar bílsins eru reikningarnir vistaðir fyrir hvern prófíl fyrir sig. Einnig er hægt að verja hvern og einn prófíl með því að nota til dæmis PIN-númer eða mynstur til að opna hann ef ökumaður vill ekki að aðrir ökumenn fái aðgang að persónulegum reikningi hans.

Hvernig eru forritin uppfærð?

Líkt og snjallsímar eru forrit uppfærð sjálfkrafa svo sem lengi sem nettenging bílsins er virk. Einnig er hægt að velja að forritin uppfærist sjálfkrafa þegar bílnum er læst. Með því að hafa þann háttinn á er komin uppfærð útgáfa næst þegar þú sest við stýrið.

Hvernig tryggir Volvo að gögnin mín séu örugg?

Volvo Cars deilir ekki gögnum með Google. Þegar þú notar Google forrit og Google þjónustur í bílnum geturðu valið um að deila gögnum/upplýsingum með Google til að auka gæði þjónustunnar. Upplýsingarnar sem þú deilir með Google eru háðar því hvaða stillingar þú velur og hvort þú skráir þig inn á Google-reikning eða ekki. Hafðu þó í huga að sem notandi geturðu valið að deila gögnum. Ef þú velur að deila ekki gögnum hefur það áhrif á upplifun þína og einhverjar þjónustur verða ekki í boði þar sem deilingu gagna er krafist til að ákveðnir eiginleikar virki, til að mynda staðsetningarupplýsingar fyrir kort. Frekari upplýsingar um stjórnun og stillingar persónuverndar fyrir Google forrit og þjónustur í bílnum eru hér.

Frekari upplýsingar er að finna á Google help center.

Búnaðurinn sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða ekki í boði fyrir allar gerðir, útfærslur og vélar. Google-hjálpari er ekki í boði á öllum tungumálum eða mörkuðum.

Google, Google Play, Google Map og YouTube Music eru vörumerki Google LLC.