Frá upphafi hefur Volvo Cars verið vörumerki fyrir fólk sem er annt um heiminn sem við byggjum og fólkið í kringum okkur. Við höfum sett okkur það markmið að gera lífið auðveldara, betra og öruggara fyrir okkur öll.
Fyrir lífið. Við viljum gefa þér frelsi til að ferðast um á persónulegan, sjálfbæran og öruggan hátt.
Með nýjum leiðum til að eiga bíla og hagstæðri þjónustu hvenær og hvar sem þörf er á stefnum við að því að einfalda líf þitt.
Til að vernda heiminn sem við eigum öll saman verðum við að gera meira en að rafvæða bílaflotann. Við einsetjum okkur að endurskipuleggja starfsemi okkar, bílana okkar og samfélagið með sjálfbærni að leiðarljósi.
Við búum til bíla fyrir fólk sem er annt um aðra. Þegar öryggi er annars vegar hugum við þess vegna jafnmikið að umhverfinu og þér og farþegum þínum.
Rekstrartekjur (SEK)
Rekstrarhagnaðarhlutfall
Sala árið 2023 (einingar)
Tekjur (SEK)
Volvo Cars hefur verið skráð í Nasdaq-kauphöllinni í Stokkhólmi frá árinu 2021. Eignarhald okkar nær yfir Volvo Cars, hugbúnaðarfyrirtækið Zenseact og samgöngufyrirtækið Volvo On Demand.
Volvo Car Group á einnig töluverðan hlut í hlutdeildarfélögum okkar: ört vaxandi vörumerkinu LYNK & CO (30% í eigu Volvo Cars) og rafmagnsvörumerkinu Polestar (18%).
Volvo Cars og ECARX eiga einnig HaleyTek sem þróar upplýsinga- og afþreyingarkerfi á grunni Android Automotive fyrir samstæðuna og fleiri. NOVO Energy er sameiginlegt fyrirtæki Volvo Cars og Northvolt (50% í eigu Volvo Cars), sem framleiðir sjálfbærar fyrsta flokks lithium-ion rafhlöður sem munu knýja næstu kynslóð Volvo- og Polestar rafbíla.
Bílaframleiðandi með rafmögnuð afköst.
Sveigjanlegur hreyfanleiki knúinn af tækni með nýrri nálgun í aðgengi.
Dótturfélag okkar sem sinnir hugbúnaðarþróun fyrir sjálfvirkan akstur.
Fyrirtæki okkar sem sérhæfir sig í samnýtingu bifreiða og hreyfanleika.
Frá árinu 1927 hafa alþjóðlegar höfuðstöðvar okkar verið í heimabæ okkar, Gautaborg í Svíþjóð. Aðalskrifstofa okkar í Ameríku er í Mahwah í New Jersey og aðalskrifstofa okkar í Asíu og Kyrrahafi er í Sjanghæ.
Við framleiðum bíla í Gautaborg (Svíþjóð); Ghent (Belgíu); Charleston (Bandaríkjunum); Chengdu, Daqing og Luqiao (Kína). Bílarnir okkar eru seldir í fleiri en 100 löndum.
Horfðu á þessa kvikmynd til að fá frekari upplýsingar um alþjóðlegan starfsvettvang okkar.
Arfleifð okkar hefur mótað starfsemi okkar í dag og það hvernig við hugsum um framtíðina. Fylgdu okkur í spennandi ferðalag aftur í tímann til að kynnast betur viðburðaríkri sögunni og margrómuðu bílunum okkar.
Fjárfestaupplýsingarnar okkar veita upplýsingar um stjórnendur fyrirtækisins, skýrslur, stjórnarhætti og aðrar upplýsingar um fyrirtækið.