Borgarbílar

Litlir bílar, mikil ævintýri, þéttbýlisandi án takmarka.

Borgarbílarnir frá Volvo eru sérsniðnir fyrir akstur í þéttbýli. Þeir eru einstaklega liprir í akstri og ráða vel við þröngar götur, umferðarteppur og algengar áskoranir við að leggja í stæði. Þar sem þeir eru nettir og með háþróuðum búnaði bjóða þeir upp á hagnýtar og þægilegar lausnir við borgarakstur.

Litlir bílar sem stela athyglinni

Fyrirferðarlitlu jepparnir frá Volvo skarta djarfri og áberandi hönnun ytra byrðis sem vekur athygli hvarvetna. Í þessum minni jeppum sameinast stíll og afköst með flottum línum, samræmdum litum á hlífum, glæsilegum felgum og hliðarspeglum.

Þægilegur innanbæjarakstur

Bílarnir okkar eru gæddir ýmsum hagnýtum búnaði fyrir innanbæjarakstur, þar á meðal háþróaðri akstursaðstoðartækni sem skilar afslappaðri akstursupplifun. Hún viðheldur öruggri fjarlægð frá bílunum á undan með hraðastillingum og mjúkri stýrisaðstoð sem heldur bílnum á miðri akreininni. Auk þess kemur hún að góðu gagni í þungri og hægri umferð og gefur frá sér viðvaranir í tæka tíð þegar umferðin fer aftur af stað úr kyrrstöðu.

Þægilegt öryggiskerfi þegar dyr eru opnaðar

Nú heyra óvænt óhöpp þegar dyr eru opnaðar í borgarskarkalanum sögunni til. Í Volvo EX30 er innbyggt hugvitssamlegt viðvörunarkerfi við opnun dyra. Þetta háþróaða kerfi felur í sér bæði sjónrænar viðvaranir og hljóðviðvaranir sem láta þig vita ef þú ert í þann veginn að opna dyrnar í veg fyrir hjólreiðafólk eða aðra vegfarendur.

Ekkert mál að leggja litlum bíl í borginni

Það getur tekið á að leggja í borginni, með aðra bíla, hjólandi og gangandi vegfarandur allt í kring. Hérna láta borgarbílarnir ljós sitt skína. Í þeim er einfaldara að athafna sig í þrengslum. Auk þess tryggir Park Pilot Assist að enn þægilegra er að leggja, með því að hjálpa þér að finna stæði og leggja Volvo-bílnum fyrir þig, sem sparar þér bæði tíma og vesen.

360° yfirsýn

360 gráðu myndavélakerfi Volvo umbreytir akstrinum og gefur þér góða yfirsýn yfir aðstæður. Með því er auðvelt að bakka í stæði upp við gangstéttarbrún, forðast að aka upp á kanta og athafna sig í þrengslum. Hvort sem þú ert á fjölförnum gatnamótum eða þröngum akreinum tryggir 360 gráðu myndavélakerfið öruggari og afslappaðri akstursupplifun í borgarakstri.

Einbeittu þér að veginum

Þegar ekið er í borginni er afar mikilvægt að fylgjast grannt með hjólreiðafólki, gangandi vegfarendum og umferðarmerkjum og halda sig á beinu brautinni. Sjónlínuskjár Volvo auðveldar þetta með því að birta mikilvægar upplýsingar á borð við hraða, leiðsögn og fleira beint á framrúðunni svo þú þurfir ekki að líta af veginum.

Mynd af barni sem situr í bílstól í Volvo.

Borgaröryggi fyrir börn

Áhersla Volvo Cars á öryggi nær til yngstu farþeganna. Við bjóðum til dæmis upp á vandlega hannaða barnabílstóla og -sessur sem veita barninu vörn frá frumbernsku og fram til 10 ára aldurs. Þessir stólar og sessur veita börnunum þínum fyrirtaks öryggi og passa fullkomlega í innanrými borgarbílanna okkar.

Hlið Volvo C40 í fjord blue-lit sem er tengdur við hleðslusnúru.

Volvo C40

Kynntu þér crossover rafbílinn okkar.

Vandlega útfærð hönnun

Borgarbílar eru vissulega nettir, en snilldarleg hönnun Volvo sér til þess að rýmið nýtist sem best, bæði fyrir farþega og farangur. Allir þættir lágstemmdrar hönnunarinnar eru teknir til athugunar, allt frá breiðri farangursgeymslunni sem er án brúnar yfir í handhæg geymsluhólfin í farþegarýminu og afar gott fótarýmið sem fólk býst ekki við í minni bíl.

Gott farangursrými

Við þekkjum öll stöðuga þörfina fyrir meira pláss þegar bíllinn er hlaðinn, sama hversu stór hann er. Hvort sem um er að ræða innkaupapoka, farangur í helgarfríið eða barnakerrur virðist listinn yfir ómissandi hluti stundum endalaus.  Þótt Volvo XC40 sé stuttur að sjá býr hann yfir undursamlega snjöllu geymslurými. Aftur í er rúmgott og flatt hólf sem auðveldar bæði að hlaða bílinn og afferma, undir gólfinu er farangursgeymsla og auk þess má finna margar snjallar geymslulausnir, m.a. fyrir vatnsflöskur og síma. Þú getur einnig bætt við handfrjálsri lausn til að opna afturhlerann með því einu að setja fótinn undir afturstuðarann.

Endurnýjanleg efni með nýtískulegu ívafi

Við leit að borgarbíl er mikilvægt að setja rými og þægindi í forgang. Það þýðir þó ekki að þú þurfir að fórna stílnum. Í minnsta jeppanum okkar hingað til, EX30, geturðu valið á milli fjögurra þema í innanrýminu: Breeze, Mist, Pine og Indigo. Hvert og eitt þessara þema sækir innblástur í kyrrláta fegurð skandinavískrar náttúru og státar af nýsköpun í handverki með nýtingu endurnýjanlegra og endurunninna efna.

Hljóðlátur og þægilegur akstur

Þakgluggi er staðalbúnaður í Volvo C40 með marglaga og skyggðu gleri, sem veitir góða vörn gegn glömpum og útfjólubláum geislum. Þessi einstaka þakhönnun skapar farþegarými með náttúrulegri birtu. Auk þess gegnir hún lykilhlutverki við að stilla hitastigið, skapa þægilegt loft í farþegarýminu og draga úr hávaða, sem stuðlar að endingu að kyrrlátri akstursupplifun.

Horft EX30 þrjá fjórðu hluta Volvo-bíls með kerru við hliðina

Nýr EX30

Sjáðu hvað passar í farangursrými þessa rafmagnssportjeppa

Ávinningurinn sem felst í rafbílaakstri í borginni

Í þéttbýli þarf oft að kljást við mengun og aðrar umhverfisáskoranir. Skipti yfir í rafbíla er sjálfbærari lausn í samræmi við þörfina fyrir hreinni og grænni borgir. Hjá Volvo Cars er þetta framtíðin í akstri, og við stefnum á að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030.

Hleðsla rafbíls eða tengiltvinn rafbíls í borginni

Það hefur aldrei verið auðveldara að hlaða Volvo í borginni, þar sem hleðslustöðvum fer stöðugt fjölgandi og auðvelt er að finna þær með aðstoð miðjuskjásins í bílnum. Volvo Cars app færir þér hagnýtar áminningar og leiðsögn að næstu hleðslustöð. Þú getur því fyllt á rafhlöðuna á ferðinni vandræðalaust, hvort sem um er að ræða lengri ferðir eða þegar þú þarft örlitla viðbótarorku.

Rafhlaða í góðu standi gleður ökumenn í borginni

Undirbúningur rafhlöðu er gagnlegur búnaður í mörgum Volvo-rafbílum sem er ætlað að ná kjörhitastigi rafhlöðu bílsins. Þetta eykur drægni rafhlöðunnar á einni hleðslu, flýtir fyrir hleðslu og viðheldur góðu ástandi rafhlöðunnar. Þú færð því meiri drægni, fljótlegri hleðslu og betra ástand rafhlöðu.

Hlið salvíugræns Volvo XC40 sem er tengdur við hleðslusnúru.

Volvo XC40

Kynntu þér netta rafmagnsjeppann okkar.

Snjallir og tengdir bílar

Tækni, upplýsingar og afþreying eru í fararbroddi í heimi bílanna, sem státa ekki aðeins af nettri hönnun heldur eru einnig snjallir og vel tengdir. Með þessu fæst fullkomin blanda þæginda og afþreyingar fyrir notendur.

Viðbragðsfljótur snertiskjár

Spjaldtölvan okkar gegnir bæði hlutverki notandaviðmóts ökumanns og mælaborðsskjás og samþættir hnökralaust nauðsynlegar upplýsingar fyrir ökumann og stýringar sem þú velur á einum skjá. Snertiskjárinn er hannaður af einstakri natni og býður upp á skýra og kristaltæra mynd þar sem dregið er verulega úr glömpum og speglun. Hann er líka einstaklega viðbragðsfljótur og tryggir að skipanir séu keyrðar án tafar.

Handfrjáls hjálp frá Google

Tengstu Google beint úr Volvo-bílnum þínum til að fá leiðsögn, hlusta á tónlist og hlaðvörp og halda sambandi við vini, fjölskyldu og vinnufélaga – með hendurnar á stýrinu og athyglina á veginum.

Aðgangur að forritum í bílnum

Í Volvo-bílnum er Google fellt inn í akstursupplifunina, þar sem þú hefur aðgang að Google Play og fjölda forrita fyrir bílinn til að þú getir verið áfram í sambandi þótt þú sért á ferðinni.

Leiðsögn í sérflokki

Google Maps eru felld inn í Volvo-bílinn þinn þar sem kunnuglegt símaviðmótið er sameinað endurbættum búnaði í sérflokki. Það hefur aldrei verið auðveldara að finna réttu leiðina.

Nærmynd af Harman Kardon-hátalara inni í Volvo

Framúrskarandi hljóðkerfi

Við vitum að tónlist skiptir miklu máli. Vel valið hlaðvarp eða spilunarlisti getur dregið verulega úr ergelsinu sem fylgir umferðarteppu. Þess vegna höfum við tekið höndum saman við Bowers & Wilkins og Harmon Kardon í því skyni að bjóða upp á framúrskarandi hljóðkerfi í bílunum okkar. Þessi vörumerki leggja áherslu á að bjóða upp á óviðjafnanlega hljóðupplifun sem er allt annað en venjuleg.

Volvo Cars app sýnir hleðslustöðu í snjallsíma.

Eitt forrit fyrir allar þínar þarfir

Með Volvo Cars app geturðu fylgst með hleðslunni og stillt tíma til að tryggja að bíllinn sé forhitaður þegar á þarf að halda. Þú getur einnig læst og opnað bílinn þinn með fjarstýringu og jafnvel bókað þjónustuskoðanir, allt á einum stað.

Algengar spurningar

Hvernig er akstur í þéttbýli frábrugðinn akstri á sveitavegum?

Í akstri í þéttbýli þarf að kljást við umferðina, leggja í stæði og hafa vakandi auga með gangandi vegfarendum, en þegar ekið er á sveitavegum eru vegalengdirnar meiri og hraðinn sömuleiðis. Borgarbílar eru hannaðir til að takast á við áskoranir þéttbýlisins og eru liprir, nettir og með ítarlegum öryggisbúnaði.

Hvaða búnaður fylgir borgarbíl?

Í borgarbílunum okkar er gott úrval af búnaði sem eykur öryggi og þægindi til að bæta akstursupplifun þína í borginni. Þessi búnaður getur verið mismunandi eftir markaðssvæðum og bílgerðum en hér má til dæmis nefna þægilegt öryggiskerfi þegar dyr eru opnaðar, Park Pilot Assist, 360 gráðu myndavélakerfi og sjónlínuskjá. Þessu til viðbótar býður notendavæna upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar upp á umferðarupplýsingar í rauntíma sem auðvelda þér að velja bestu akstursleiðirnar hverju sinni.

Eru til einhverjir jeppar fyrir borgarakstur?

Þótt jeppar tengist oft torfæruakstri býður Volvo einnig upp á smærri jeppa fyrir akstur í þéttbýli. Þó er rétt að nefna að bæði þéttbýli og þarfir fólks eru mismunandi. Þess vegna geta jafnvel stærri jeppar eins og EX90 hentað í borgarumhverfi. Kynntu þér gerðirnar okkar til að finna bílinn sem hentar þínum þörfum.

Tækni dagsins í dag og framtíðarinnar, búnaður og eiginleikar sem lýst er hér að framan kunna að vera breytileg, eru ef til vill ekki í boði á öllum markaðssvæðum eða fyrir allar gerðir. Innbyggðir eiginleikar Google sem eru sýndir eru hugsanlega ekki staðalbúnaður eða ekki í boði fyrir allar gerðir, útfærslur og vélar. Google-Assistant er ekki í boði á öllum tungumálum eða mörkuðum. Google, Google Play, Google-Maps og YouTube Music eru vörumerki Google LLC.