C40 Recharge

C40 Recharge

* Gengið verður frá pöntuninni hjá söluaðila í samræmi við skilmála hans.

Nettar útlínur crossover bíls

Framhluti ytra byrðis á nýjum Volvo C40 Recharge.
Lóðréttu LED ljósin magna upp glæsileika þaklínunnar

Nærmynd af margskiptum framljósunum á Volvo C40 Recharge.
Baklýstar skreytingar setja svip á innanrýmið

Baklýst mælaborð með skreytingum í Volvo C40 Recharge.

Tölur um orkunotkun byggjast á WLTP-gögnum sem fengust við sérstakar prófunaraðstæður fyrir C40 Recharge með tveimur mótorum. Raundrægni og -orkunotkun við raunverulegar aðstæður fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum. Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og ræðst af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins. Skoðaðu ítarlega tæknilýsingu til að kynna þér aðrar aflrásir í boði.

Leyfðu þér að vera til. Nútímaleg hönnun og leðurlaust innanrými setur svip á C40 Recharge.

Kynntu þér kostina. Njóttu rafaksturs á þínum forsendum. Kauptu beint eða langtímaleigðu í 36 mánuði.

Ábyrgðar- og kaskótrygging

Kynntu þér hagstætt tilboð á lögbundinni ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu með tiltekinni sjálfsábyrgð ásamt drifrafhlöðutryggingu í þrjú ár eða að 100.000 km.*

Þjónusta og viðhald innifalið

Innifelur reglulega þjónustu og viðhald í 3 ár eða að 100 þúsund km og ef leigt er þá eru dekk að auki innifalin.**

Lengri ábyrgð

Aktu áhyggjulaus með 5 ára verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu á bílum keyptum hjá Brimborg.

* Þjónusta ræðst af skilmálum – takmarkanir gilda um rekstrarvörur – frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Volvo.

**Frekari Upplýsingar fast hjá söluaðila.

Hvað viltu fá að vita um C40 Reharge rafmagnsbílinn?

Þú getur sett saman bíl eftir þínu höfði, skoðað mismunandi fjármögnun fyrir kaup bílsins og farið yfir samantekt pöntunarinnar. Ef pöntunin er eins og hún á að vera geturðu fyllt út upplýsingar um þig, valið söluaðila og sent pöntunina. Þú færð staðfestingu í tölvupósti með nauðsynlegum upplýsingum og söluaðili mun hafa samband innan eins virks dags til að ljúka lokaskrefunum við pöntun nýja bílsins þíns.

Já. Eftir að þú sendir beiðnina hefur söluaðilinn samband við þig. Þú getur bætt við pökkum, aukabúnaði og aukahlutum sem í boði eru áður en þú klárar pöntunina. Hafðu í huga að við þetta kann verðið að hækka.

Það er alltaf í boði að kaupa eða leigja bílinn. Verðið sem birt er á vefsvæðinu okkar er leiðbeinandi verð. Gengið verður frá endanlegu verði hjá söluaðilanum. Ekki þarf að greiða fyrirframgreiðslu eða innborgun á netinu. Söluaðilinn mun kynna þér greiðsluskilmálana eftir að þú hefur valið fjármögnunarleiðina

Já. Við erum að vinna að þróun greiðslulausnar fyrir netið en þangað til því verki er lokið þurfið þið söluaðilinn að ljúka pöntunum og skrifa undir augliti til auglitis.

Nei. Gögnin þín eru eingöngu notuð til að vinna úr pöntuninni þinni.

Þetta geturðu rætt við söluaðilann.

Já, þú getur pantað XC40 Recharge og C40 Recharge rafmagnsbíla á netinu. Ef þú hefur áhuga á öðrum gerðum eða vélum er næsti söluaðili tilbúinn að setja saman álitlegt tilboð fyrir þig.

Já. Hafðu samband við næsta söluaðila til að bóka reynsluakstur.

Við höfum gert það auðveldara að eiga rafmagnaðan C40 Recharge með sveigjanlegum kaup- og leigumöguleikum. Þú getur greitt bílinn að fullu við afhendingu eða nýtt þér fjármögnunarmöguleikana okkar.

Hafðu samband við flotasöludeild okkar í Brimborg. Starfsfólk hennar getur svarað spurningum þínum og rætt þá kosti sem eru í boði.

Já.

Já, það er alls ekkert leður í innanrými bílsins.

C40 Recharge-rafbíllinn er með innbyggt Google Map, Google Assistant og Google Play .

Já. Öll gögn eru innifalin fyrstu fjögur árin. Þetta á við um leiðsögn og raddaðstoð, sem og niðurhal og notkun á öðrum forritum (t.d. tónlistarstreymi). Eftir þann tíma er hægt að framlengja þjónustuna með áskrift.

Já, fjögurra ára aðgangur að þjónustunni er innifalinn. Að þeim tíma liðnum er hægt að framlengja áskriftina ef þú vilt halda áfram að nota þjónustuna.

Áskrift gildir í allt að fjögur ár. Ef um nýjan bíl er að ræða hefst áskriftin við afhendingu frá söluaðila. Áskriftin er tengd bílnum og ef hann er seldur færist hún yfir á næsta eiganda/notanda.

Aftur á móti hefur aksturslag og aðrar aðstæður einnig áhrif á raunverulegt drægni, til dæmis hitastigið utandyra, veðrið, vindur, landslag og vegaskilyrði. Aðrir þættir sem hafa áhrif á drægið eru m.a. hversu mikið rafmagn þú notar í búnað í bílnum eins og hita eða kælingu. Ein leið til að auka drægnina er að forstilla innanrými bílsins á meðan hann er í hleðslu til að hitastigið sé viðeigandi þegar þú sest inn í hann.

Hleðslutíminn veltur á tegund hleðslubúnaðar og rafmagninu heima hjá þér. Hefðbundin hleðslusnúra með heimilistengi fylgir með bílnum. Ef hlaða á tóma rafhlöðu í 100 prósent með þessari snúru tekur það um það bil 40–72 klukkustundir, allt eftir markaðssvæðum, eða u.þ.b. 7–14 km drægi á klukkustund.

Fyrir reglulega og tiltölulega styttri hleðslu heima við mælum við með þriggja fasa 11 kW hleðslustöð. Með slíkum búnaði geturðu hlaðið á um það bil 7–8 klukkustundum (úr tómri rafhlöðu í 100 prósent), eða um 50–60 km drægi á klukkustund.

Þegar notaðar eru hleðslustöðvar utan heimilisins er líklegast að þú hlaðir í styttri tíma í senn eins og til dæmis úr 40% upp í 80% (11 kW riðstraumur hleður í um 50–60 km drægni á klst.). Á lengri ferðum geturðu svo nýtt þér hraðhleðslustöðvar. Á 150 kW hleðslustöðvum með jafnstraumi geturðu hlaðið bílinn frá 10 upp í 80% á 32 eða 37 mínútum (eða 80–100 km drægi á 10 mínútum). Akkúrat passlegur tími til að hvílast aðeins og borða.

Hafðu í huga: Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og getur oltið á þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins.

Rafmagnskostnaður er breytilegur eftir aðstæðum á hverjum stað, en kostnaðurinn getur verið minni en kostnaður vð bensín eða dísilolíu. Minni eldsneytiskostnaður er einnig ein af mörgum ástæðum til að skipta yfir í rafbíl. Og ef þú vilt spara enn meira geturðu forstillt C40 Recharge-rafbílinn á að hlaða á tímum þegar rafmagnið kostar minnst, yfirleitt á nóttunni.

Rafhlöðuábyrgð Volvo Cars er 8 ár eða 160.000 km, hvort heldur sem gerist fyrst, að því tilskildu að bíllinn og rafhlaðan sé viðhaldið og notuð í samræmi við ráðleggingar Volvo Cars.

Ef skipta þarf um rafhlöðu eða rafhlöðueiningar er hægt að gera það, alveg eins og með hvern annan tæknilegan hlut í bílnum.

Þessi rafknúni crossover bíll er fullkominn í þægilegar langferðir. Rafhlaðan tekur mikla hleðslu, sem þýðir að þú þarft engar áhyggjur að hafa af drægi. Ef þú þarft að hlaða á leiðinni geturðu gert það á hleðslustöð með riðstraumi eða hraðhleðslustöð með jafnstraumi. Á 150 kW hraðhleðslustöð með jafnstraumi er hægt að hlaða rafhlöðuna úr 10 upp í 80% á u.þ.b. 32 eða 37 mínútum (eða um það bil 80–100 km drægi á 10 mínútum) – sem passar akkúrat til að hvíla sig eða fá sér að borða á leiðinni.**

** Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og ræðst af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins.

Með þessari nýju aðalljósatækni er hægt að aka með háu ljósin stöðugt á. Þegar myndavél bílsins greinir aðra bíla geta LED-ljósin 84 í hvoru aðalljósi lækkað fyrir allt að fimm bíla í einu. Þannig má forðast að blinda aðra ökumenn en lýsa samt veginn áfram. Þegar bíllinn er tekinn úr lás kveikja þessi aðalljós einnig á ljósaröð sem tekur á móti þér ásamt LED-afturljósunum.

Snjöll rafhlöðuhönnun gerir að verkum að allir farþegar hafa jafnmikið pláss og í venjulegum bíl. Þetta býður einnig upp á einstakan sveigjanleika og snjallar geymslulausnir. Farangursrýmið aftur í rúmar 413 lítra, að meðtöldu geymsluhólfinu undir gólfinu. Rafhlaðan liggur í rýminu undir gólfi farangursgeymslunnar, en á móti kemur geymslurými undir vélarhlífinni þar sem finna má pláss fyrir hleðslusnúrur og aðra hluti sem þú þarft ekki að nota oft en vilt samt hafa við höndina ef farangursgeymslan er full.

Að okkar mati áttu að geta ekið eingöngu á rafmagni án þess að þurfa að fórna fjölhæfni sem hentar daglegu lífi. Þess vegna er dráttargeta C40 Recharge Twin allt að 1800 kg.

Hefðbundin hleðslusnúra með heimilistengi fylgir með bílnum. Fyrir tiltölulega hraðari og þægilegri hleðslu heima fyrir, mælum við með að setja upp þriggja fasa 11kW hleðslustöð.

Fljótlegasta hleðslan er í boði á DC hraðhleðslustöðvum. Til að hlaða eins hratt og mögulegt er mælum við með því að takmarka hleðslustöðu bílsins við 80 prósent. Þannig helst hleðslutíminn stuttur vegna þess að síðustu 20 prósent hleðslunnar taka lengsta tímann. Þannig tekur það aðeins um 32–37 mínútur að hlaða rafhlöðuna úr 10 í 80 prósent á 150 kW á DC hraðhleðslustöð, allt eftir gerð rafhlöðunnar.* Ef þörf krefur til að komast á áfangastað eða næstu hleðslustöð er aftur á móti hægt að hlaða rafhlöðuna upp í 100 prósent með því að nota stillingarnar á miðjuskjánum í bílnum.

* Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og ræðst af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins.

Í löndum þar sem Google kort birta upplýsingar um hleðslustöðvar er hægt að finna almenningshleðslustöðvar á korti á miðskjá bílsins eða í snjallsímaforriti. Þar geturðu einnig valið kjörhleðslustöðvar og fengið leiðsögn að þeim.

Rafhlaðan er 500 kg að þyngd sem þarf að taka tillit til við árekstur – bæði fyrir farþega bílsins og aðra bíla. Rafhlaðan þarf einnig sérstaka vernd til að forðast skaðlegan leka eftir árekstur. Með því að nota ýmsar nýjar öryggislausnir hafa verkfræðingar Volvo Cars hannað C40 Recharge með allar þessar áskoranir í huga.

Rafmótorarnir eru innsiglaðir út endingartímann og þurfa ekkert viðhald. Þannig að miðað við bensín-/dísilbíla þarfnast C40 Recharge rafmagnsbíllinn mun minna viðhalds, sem getur skilað sér í lægri rekstrarkostnaði.

Yfir endingartímann er kolefnisspor bíls sem notar eingöngu rafmagn minna en bíls með hefðbundinni vél. Hins vegar veltur sú vegalengd sem þarf að aka rafmagnsbíl til að hann losi minna kolefni en bíll með hefðbundinni vél að miklu leyti á því hvernig rafmagnið sem notað er til að knýja bílinn er framleitt. Ef rafbíll er hlaðinn með endurnýjanlegri orku þarf eingöngu að aka 49.000 km til að ná þeim punkti, en 110.000 km ef notað er rafmagn af blönduðum uppruna samkvæmt heimsmeðaltali. Við hvetjum þig til að knýja rafbílinn þinn með rafmagni úr endurnýjanlegum orkugjöfum þegar þess er kostur.

Við leggjum mikla áherslu á gagnsæi hvað varðar kolefnisfótspor rafbílanna okkar. Líftímagreiningu C40 Recharge er að finna hér.

Volvo Cars leggur áherslu á rekjanleika til að hægt sé að tryggja að eigendur Volvo rafbíla geti ekið um í þeirri vissu að hráefni rafhlöðunnar komi frá ábyrgum uppruna. Innleiðing blockchain tækni eykur rekjanleikann til muna í kóbaltbirgðakeðju okkar. Blockchain tæknin, eftirlit á námasvæðum, GPS rakning, aðgangsstýringar, vottaðir flutningsaðilar, andlitsgreining, notkun persónuskilríkja og tímarakning tryggja saman rekjanleika hráefna frá námu í bílaverksmiðju.

Volvo Cars vinnur náið með birgjum við að auka sjálfbærni vara sinna og þjónustu, þar á meðal með því að tryggja ábyrgar birgðakeðjur og með skilvirkri nýtingu auðlinda. Við leggjum áherslu á ábyrga vinnslu steinefna og málma og fylgjum leiðbeiningum OECD um ábyrgar birgðakeðjur steinefna frá átaka- og áhættusvæðum. Af þeim sökum krefjumst við þess af rafhlöðubirgjum okkar að þeir styðji af heilum hug við gagnsæi kóbaltbirgðakeðju okkar og leggi áherslu á fullan rekjanleika.

Sjálfbærni er lykilatriði við mat og val á birgjum. Við höfum eftirlit með núverandi birgjum og fylgjum því eftirliti eftir með úttektum frá þriðja aðila. Við krefjumst þess einnig af rafhlöðubirgjum okkar að þeir lágmarki losun koltvísýrings við framleiðslu, þar á meðal með notkun endurnýjanlegrar orku. Allir birgjar okkar hafa samþykkt siðareglur Volvo Cars fyrir samstarfsaðila, þar sem áhersla er m.a. lögð á mannréttindi, þar á meðal réttindi launafólks.

Búnaður sem er sýndur er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða í boði með öllum útfærslu- eða aflrásavalkostum.

Google, Google Play og Google-kort eru vörumerki Google LLC.