ÖRYGGI

Í áratugi hefur Volvo Cars verið leiðandi fyrirtæki á sviði sjálfvirks öryggisbúnaðar með velferð heimsins sem við byggjum og fólksins í kringum okkur í fyrirrúmi. Safe Space-tæknin okkar, sem nær til allra öryggiseiginleikanna í Volvo-bílum, gerir þig öruggan og lætur þig finna til öryggis.

Maður hallar sér upp að Volvo og tvær manneskjur gangandi vinstra megin.

Við ætlum okkur að vera í fararbroddi í öruggum og hugvitssamlegum tæknilausnum í samgöngum til að vernda það sem er fólki dýrmætast í daglegu lífi.

Við leggjum áherslu á öryggi til að þú getir ekið áhyggjulaus

Safe Space tækni

Safe Space tækni

Með nýjustu skynjaratækni stefnum við að því að bjóða upp á öryggi í og við bílinn, fyrir þig, farþegana þína og aðra vegfarendur. Safe Space-tæknin nær yfir allan staðalöryggisbúnað sem nú er að finna í bílum frá Volvo. Henni er ætlað að verja þig og tryggja þér hugarró. Fyrsti bíll nýrrar kynslóðar Volvo-bíla, Volvo EX90, verður búinn Safe Space-tækni sem knúin er með Lidar, optískum búnaði sem greinir fjarlægð í, hraða og lögun hluta í mikilli upplausn með ljósendurvarpi.

Lofaðasta lífsbjörgin okkar

Lofaðasta lífsbjörgin okkar

Árið 1959 kynnti verkfræðingurinn Nils Bohlin hjá Volvo Cars til sögunnar þriggja punkta öryggisbelti í bílunum okkar. Þessi uppfinning hefur reynst ein sú mikilvægasta í sögu öryggismála í bílaframleiðslu og bjargað meira en milljón mannslífum.

Rannsóknir byggðar á gögnum

Rannsóknir byggðar á gögnum

Frá áttunda áratugnum höfum við rannsakað meira en 43.000 bíla sem lent hafa í árekstrum, þar sem um 72.000 manns komu við sögu. Á grunni þeirra gagna höfum við þróað búnað sem hefur skipt sköpum í öryggi í bílum.

Engir árekstrar

Næsta stig öryggis byggist á háþróuðum tæknilausnum. Af þeim sökum vinnum við hörðum höndum að því að auka öryggi í takt við nýja sýn okkar um að útrýma árekstrum með öllu.

Mynd af útlínum bíls, manneskju og öðrum hlutum.

Við erum alltaf að læra ...

Maður horfir beint fram við akstur.
Framþróun öryggis

Með því að sameina fyrsta flokks vélbúnað og hugbúnað í árekstrarvarnartækni okkar teljum við að við getum aukið öryggi enn frekar bæði í og við bílana sem við komum til með að framleiða í framtíðinni.

Mynd með hægum lokarahraða af því sem virðist vera rák rauðra afturljósa á ísilögðum vegi.
Í átt til sjálfstýringar

Næsta skref í framþróun öryggisbúnaðar verður þróun alsjálfvirkrar aksturstækni. Við ætlum okkur að nýta þekkingu okkar og arfleifð í öryggismálum og stefnu okkar um að útrýma árekstrum til að vera í fararbroddi í þeirri þróun.

Öryggisbúnaður Volvo Cars kemur til viðbótar öruggum akstri og honum er ekki ætlað að leyfa eða hvetja til einbeitingarleysis, gáleysis eða annars óöruggs eða ólöglegs aksturs. Þegar upp er staðið er ökumaðurinn alltaf ábyrgur fyrir því hvernig bílnum er stjórnað. Búnaður sem hér er lýst kann að vera aukabúnaður og framboð hans kann að vera breytilegt á milli landa.