Kynnið ykkur úrval Volvo-jeppa

Skoðið úrvalið af 5- og 7-sæta lúxusjeppum.

Loftmynd af Volvo jeppa í hrjóstrugu landslagi

Segðu já við fleiru. Litlir 5 sæta og stórir 7 sæta jeppar með pláss fyrir meira.

Stórt farangursrými

Pakkaðu öllu sem þú þarft án þess að skilja nokkuð eftir, þökk sé rúmgóðu farangursrými Volvo-jeppans. Það er líka þægilegra en þú átt að venjast þar sem fjöðrunin að aftan er hönnuð þannig að þú losnar við innanverða hjólbogana.

Sveigjanlegt og auðvelt að ferma

Það eru engar brúnir á skottinu, gólfið er flatt og afturhlerinn er með hreyfiskynjara svo nú er auðveldara að ferma og afferma en nokkru sinni fyrr. Hægt er að nota innbyggða hlera og falin hólf til að geyma sérstök verðmæti. Svo er hægt að auka rýmið enn frekar með því að leggja niður sætisbök aftursætanna.

Þægindi að norrænum hætti

Norræn heimili voru kveikjan að tveggja og þriggja sætaraða farþegarýminu okkar. Þau eru rúmgóð og stílhrein með miklu plássi fyrir höfuð og fætur. Þakgluggi úr gleri skapar svo bjarta og rólega stemningu.

Vilt þú rafvæða aksturinn þinn?

Hér er það sem þú þarft að vita til að rafvæðast og finna Volvo-rafbílinn sem hentar þér.

Rafbílar

Rafbílarnir okkar bjóða upp á útblásturslausan akstur án þess að það komi niður á drægni og afli.

Rafbílar
Volvo EX40 Recharge rafbíll, kyrrstæður

Tengiltvinn rafbílar

Tengiltvinn rafbílar sameina rafmótor og eldsneytisvél til að tryggja áhyggjulausan akstur.

Tengiltvinn rafbílar
Silver Dawn Volvo XC60 Recharge tengiltvinn rafbíll, kyrrstæður

Rafmagnshleðsla

Hleðsla rafbílsins þíns getur verið auðveld, fljótleg og hagkvæm, hvort sem er heima við eða á ferðinni.

Bíllinn hlaðinn
Volvo EC40 Recharge-rafbíll, kyrrstæður og í hleðslu
Hærri aksturshæð

Mikil aksturshæð jeppanna okkar auka yfirsýn ökumannsins yfir veginn. Meiri aksturshæð getur líka aukið öryggistilfinningu og þægindi þín og þinna nánustu sama hvernig undirlagið er.

Fágaður undir stýri

Rafmagns- og hybrid-jepparnir okkar eru fjölbreyttir án þess að nokkuð sé slegið af akstursupplifuninni. Njóttu hnökralausrar hröðunar og afls á hvaða hraða sem erm auk gripsins og stöðugleikans sem fylgir fjórhjóladrifinu (AWD).

Öruggari dráttur

Gerðu sem mest úr dráttargetunni með stöðugleikakerfi fyrir tengivagna og annarri tækni sem er hönnuð til að hjálpa þér að athafna þig við þröngar aðstæður og draga af meira öryggi.

SUV-afköst með stíl.

Horft niður á Volvo-jeppa sem dregur hvítan eftirvagn um laufi þaktan veg á sólardegi.

Söguleg ferðalög. Tækifærisbíltúrar. Smáskrepp út í búð. Jeppar eiga að vera fjölhæfir. Rafmagns- og hybrid-jepparnir okkar eru fjölhæfir og gera allt með stíl.

Lúmskt afgerandi. Lúxus og þægindi að norrænum hætti.

Fágaður stíll

Hönnunin á ytra byrði og innanrými jeppanna okkar er í senn lágstemmd og afgerandi, með sterka vísun í norræna hönnunararfleifð okkar. Útkoman er fullkomið jafnvægi þæginda og áreiðanlegrar frammistöðu yfir alla línuna.

Haganlega hönnuð sæti með lúxusyfirbragði

Sætin okkar veita hámarksstuðning við hrygginn og draga úr þrýstingi, hokinni líkamsstöðu og álagi á axlirnar. Áklæðin eru einkar vönduð enda sætin bæði þægileg og glæsileg á að líta.

Hljóðkerfi með nýjustu tækni

Notaðu raddskipanir eða miðlægja skjáinn til að stýra bílahljóðkerfi í heimsklassa, sérhönnuðu til að skila framúrskarandi hljómburði um allt farþegarýmið.

Skýringarmynd af virkni öryggiseiginleika í Volvo-jeppa.

Öryggisbúnaður bílanna

Við höfum verið frumkvöðlar í öryggismálum í meira en 95 ár. Kynntu þér öryggisbúnaðinn sem stendur til boða í rafknúnu og hybrid-lúxusjeppunum okkar.

Fjölskylda í úthverfi undirbýr ferðalag í Volvo-jeppanum, barn hleypur yfir garðinn og mamma þess á eftir.

Fjölskyldujeppar

Volvo-jeppar eru eins og einn úr fjölskyldunni enda hannaðir með hversdagsþægindi og sítengingu í huga. Kynntu þér rafknúna og hybrid-fjölskyldujeppanna okkar.

Rauðbrúnn hundur situr í öruggu hundabúri, sem er sérhannaður aukahlutur til að tryggja öryggi og þægindi gæludýra í Volvo-bílum.

Aukahlutir fyrir jeppa

Volvo-aukahlutir eru hannaðir til að styðja við yfirbragð, þægindi og fjölhæfni rafmagns- eða tengiltvinnjeppans þíns. Finndu það sem þú leitar að.

Horft EX30 þrjá fjórðu hluta Volvo-bíls með kerru við hliðina

Nýr EX30

Sjáðu hvað passar í farangursrými þessa rafmagnssportjeppa

Kynntu þér rafknúnu og hybrid-jeppana okkar.

Eru Volvo-jeppar með tvær eða þrjár sætaraðir?

Í farþegarými lítilla, sport- og meðalstórra jeppa eru tvær sætaraðir fyrir fimm fullorðna farþega. Í stærstu farþegarýmunum okkar eru þrjár sætaraðir fyrir sjö fullorðna farþega.

Komast sjö fullorðnir fyrir í Volvo-jeppum?

Já, hægt er að fá EX90-rafmagnsbílinn, XC90-tengiltvinnbílinn og XC90 mild hybrid-bílinn með þremur sætaröðum þar sem sjö fullorðnir farþegar geta setið.

Í hvaða Volvo-jeppa er stærsta farangursrýmið?

Af rafmagns- og hybrid-jeppunum okkar er sjö sæta Volvo EX90-bíllinn með stærsta farangursrýmið, eða allt að að 655 lítra. XC90 kemur þar á eftir, með allt að 640 lítra. Fáðu frekari upplýsingar um burðargetu á tæknilýsingarsíðu Volvo-bílsins sem þú hefur áhuga á.

Eru Volvo-jeppar með fjórhjóladrifi (AWD)?

Í sumum Volvo-jeppum er AWD staðalbúnaður. Annars er hægt að fá AWD sérstaklega. Fáðu frekari upplýsingar á tæknilýsingarsíðu Volvo-bílsins sem þú hefur áhuga á.

Hvaða forrit og þjónusta Google stendur til boða í Volvo-jeppunum?

Google er innbyggt svo það er lítið mál að nota Google Assistant til að hringja í vini, senda þeim textaskilaboð eða stilla hitastigið í bílnum. Notaðu Google Maps til að sækja upplýsingar fyrir ökuferðina, svo sem umferðarfréttir í rauntíma, áminningar og fyrirbyggjandi viðvaranir. Svo er hægt að nota Google Play til að sækja tónlist, hlaðvörp, hljóðbækur og fleira.*

*Þjónusta Google er virkjuð með stafræna pakkanum, sem er innifalinn til fjögurra ára. Að þessum tíma loknum gilda nýir skilmálar og gjöld ef þú kýst að endurnýja.

Er hægt að nota Apple CarPlay í Volvo-jeppa?

Já, Apple CarPlay er staðalbúnaður í rafknúnum, tengiltvinn- og mild hybrid Volvo-jeppum.*

* Aðeins er hægt að nota Apple CarPlay með iPhone 5 eða nýrri. Apple CarPlay og iPhone eru vörumerki Apple Inc.

Hversu miklu eyða Volvo mild hybrid-jeppar?

Eldsneytiseyðsla Volvo mild hybrid-jeppa veltur á gerð þeirra, aksturslagi þínu og öðrum þáttum. Fáðu frekari upplýsingar á tæknilýsingarsíðu Volvo-bílsins sem þú hefur áhuga á.

Get ég komið fyrir hjólagrind á jeppa?

Já. Hjólagrind sem fest er á þakið stendur til boða fyrir sumar gerðir. Einnig er hægt að fá hjólagrind sem er fest á dráttarkrókinn. Skoðaðu aukabúnaðinn sem býðst á þínu markaðssvæði .

Fyrir hvað stendur SUV í heiti bílanna?

SUV er skammstöfun enska hugtaksins „sports utility vehicle“ sem er einnig þýtt sem jeppi á íslensku.

Hver er munurinn á „crossover“ og SUV?

Crossover sameinar eiginleika fólksbíls og jeppa (SUV-bíls). Undirvagninn er í ætt við fólksbíla svo crossover-bílar eru gjarnan sparneytnari og liprari en stærri jeppar. Hæðin frá jörðu er líka gjarnan minni. Það gerir það að verkum að þeir henta einna helst til innanbæjaraksturs en líka aksturs á undirlagi sem er aðeins erfiðara.

Miðlungsstórir og stórir SUV-bílar er hærri og vísa meira upp. Það er hærra undir þeim svo þeir eru fjölhæfari. Miðað við crossover-bílar rúma þeir líka fleiri farþega og meiri farangur.

Hver er munurinn á MPV-, MUV- og SUV-bílum?

Bílar sem kallast MPV (multi-purpose vehicle) eða MUV (multi-utility vehicle) eru hannaðir til að flytja fleiri farþega og meiri farangur en hefðbundnir bílar. Helsti munurinn er að MPV-bílar eru yfirleitt með undirvagn í ætt við fólksbíla og það minnir meira á fólksbíl að aka þeim. Undirvagn MUV-bíla er meira eins og á vörubílum og aksturinn er eftir því.

Bílar sem kallast SUV (sports utility vehicle) geta verið stærri en bæði MPV- og MUV-bílar og hæðin frá jörðu er meiri. Þannig henta þeir til aksturs á margskonar undirlagi. SUV-bílar geta líka flutt fleiri farþega og meiri farangur en venjulegir fólksbílar en burðargetan er gjarnan minni en í MPV- og MUV-bílum.

Hver er munurinn á hlaðbak (hatchback) og SUV?

Helsti munurinn á hlaðbak og SUV-bíl er stærðin og hvernig bílarnir eru notaðir. Hlaðbakur er minni og rúmar allt að fimm farþega svo hann hentar vel til innanbæjaraksturs. Hann er með dyr að aftan sem opnast upp svo hægt sé að nálgast farangursrýmið.

SUV-bílar eru stærri og hannaðir fyrir akstur á fjölbreyttara undirlagi. Það er oftast hærra undir þeim og meira pláss fyrir farþega og farangur.

Eru Volvo-jeppar sjálfskiptir eða beinskiptir?

Allir Volvo-jeppar eru sjálfskiptir nema XC40 mild hybrid. Fyrir hann er hægt er að fá gírkassa með beinskiptingu.

Búnaður er hugsanlega ekki í boði á öllum markaðssvæðum og verður ekki staðalbúnaður á öllum markaðssvæðum né með öllum gerðum.

Google, Google Play og Google Map eru vörumerki Google LLC.