Tengiltvinn rafbílar

Kynntu þér úrval okkar af tengiltvinn rafbílum.

Minni útblástur. Engar málamiðlanir hvað varðar aksturseiginleika.

Endurheimt hemlaorku

Orka sem myndast þegar hemlunarkraftur er beislaður og geymdur í rafhlöðu bílsins til síðari nota, sem gerir þér kleift að keyra á sjálfbærari og hagkvæmari máta.

Afl eftir þörfum

Allir tengiltvinnbílarnir okkar bjóða upp á kraftmikinn og snurðulausan akstur ásamt þýðri og hljóðlátri hröðun. Einnig er hægt að velja úr fjölmörgum akstursstillingum til að fínstilla aksturinn.

Fylgstu með orkunotkuninni

Með Volvo Cars-forritinu* geturðu fylgst með meðaleldsneytisnotkun, hleðslustöðu rafhlöðunnar og meðalnotkun rafmagns í samanburði við eldsneyti.

* 2022 árgerðir af S90 Recharge, V90 Recharge og XC60 Recharge-tengiltvinnbílum þurfa að vera afhentir með stafrænum þjónustupakka svo hægt sé að virkja Volvo Cars-forritið. Fjögurra ára áskrift fylgir stafræna þjónustupakkanum sem veitir fullan aðgang að þeim forritum og gögnum sem í boði eru. Að fjórum árum loknum taka nýir skilmálar gildi.

Gerðu samaburð á tengiltvinnbílum frá Volvo

* Uppgefin eldsneytisnotkun og drægitölur voru ákvarðaðar í samræmi við WLTP. Raundrægi og rauneldsneytisnotkun við aðstæður í rauntíma fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum.

Hreint rafmagn eða hybrid? Bíllinn þinn nýtir sér hvort tveggja og aksturinn verður umhverfisvænni.

Kort sem sýnir styttri vegalengd sem ekin er á Volvo tengiltvinn rafbíl í hreinni rafstillingu.
Hrein rafstilling
Hybrid stilling

2,4

XC60 Recharge (T8 AWD)

8,4

XC60 (B6 AWD)

Tveir aflgjafar. Eitt stórkostlegt drif.

* Eldsneytisnotkun (blandaður akstur). Uppgefin eldsneytisnotkun var ákvörðuð í samræmi við WLTP. Rauneldsneytisnotkun við aðstæður í rauntíma fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum.

* Eldsneytisnotkun (blandaður akstur). Uppgefin eldsneytisnotkun var ákvörðuð í samræmi við WLTP. Rauneldsneytisnotkun við aðstæður í rauntíma fara eftir aksturslagi og öðrum ytri áhrifaþáttum.

Kynntu þér rafvæðingu

Hvað viltu vita meira um Volvo tengiltvinnbíla?

Tengiltvinnbíll, einnig þekktur sem PHEV (Plug in Hybrid Eletric Vehicle), er bíll sem er knúinn af bæði hefðbundinni bensínvél og rafmagnsmótor.

Volvo Cars notar Lithium-ion rafhlöður í Recharge-tengiltvinnbíla.

Recharge-tengiltvinnbílarnir okkar eru hannaðir til að koma til móts við mismunandi akstursþarfir fólks. Drægni er mismunandi eftir gerð bílsins, aksturslagi, umhverfi og ástandi vega. Helsti ávinningur þess að aka tengiltvinnbíl er að bensínvélin er ávallt til taks á milli hleðslna svo drægni er aldrei neitt vandamál.

Flestir hlaða bílana heima hjá sér yfir nótt í gegnum heimahleðslustöð í stæði eða bílskúr. Aðrir hafa möguleika á að hlaða bílana í vinnunni eða á almennum hleðslustöðvum sem fer sífellt fjölgandi.

Hleðslutími getur verið mismunandi eftir aðstæðum og kann að ráðast af þáttum eins og hitastigi utandyra, hitastigi rafhlöðunnar, hleðslubúnaði, ástandi rafhlöðunnar og ástandi bílsins. Nánari upplýsingar um hleðslutíma er að finna í tæknilýsingu hverrar gerðar tengiltvinnbíla.

Ekki er hægt að hlaða mild hybrid bíla með snúru en þeir nota innbyggðan startara/rafal með brunahreyflinum. Full hybrid bílar eru með stærri rafmótor og rafhlöðu en hybrid-bílar með samhliða kerfi. Full hybrid bílar geta ekið á rafmótornum stuttar vegalengdir og rafhlaða þeirra er hlaðin með vélinni eða í gegnum endurheimt hemlaorku. Hægt er að hlaða tengiltvinnbíla í heimahleðslustöð eða á almennri hleðslustöð. Tengiltvinnbílar eru með stærri rafhlöðupakka og rafmótor og bjóða því upp á aukna drægni í rafakstri.

Allar gerðir okkar eru í boði með Recharge-tengiltvinnaflrásartækni.

Bílnum þínum fylgir hefðbundin hleðslusnúra sem uppfyllir ýtrustu öryggiskröfur um rafmagnsbúnað (gerð 2). Í boði í mismunandi útfærslum (6A, 8A eða 10A eftir markaði), þessi 7 metra snúra leyfir allt að 1,4–2,3 kW-hleðslu í gegnum heimilisinnstungu. Við mælum með uppsetningu þriggja fasa heimahleðslustöðvar til að hægt sé að njóta þægilegrar hleðslu heima við. Heimahleðslustöðin getur hlaðið allt að 22 kW og er samhæf við komandi kynslóðir rafbíla. Eins fasa 16A hleðslusnúra af gerð 3 er í boði sem aukabúnaður en hún gerir heimahleðsluna þægilega og örugga. Hún kemur sér einnig vel þegar snúrur vantar á almennum hleðslustöðvum. Nánari upplýsingar má nálgast hjá næsta söluaðila Volvo.

Vinsamlegast athugið: framboð á hleðslutækjum getur verið mismunandi eftir mörkuðum.