NÝR VOLVO V90

Aldrei fyrr hefur station bíll verið jafn glæsilegur.

ZLATAN & VOLVO V90

NÝR VOLVO V90

Við hugsum öðruvísi. Menning okkar og loftslag hefur mótað okkur. Kannski er það ástæðan fyrir því að fólk hefur alltaf skipt okkur meira máli en hestöfl. Alveg frá árinu 1927 hefur útgangspunkturinn okkar verið fólk. Við höfum fundið upp nýjungar sem gera bíla öruggari og þægilegri. Við höfum einnig gert þá betri fyrir umhverfið. 

Framtíðarsýn okkar er að frá árinu 2020 muni enginn slasast eða láta lífið í nýjum Volvo. Heimurinn þarf á því að halda. Fyrir þann tíma munu allir okkar bílar verða í boði í rafmagnsútgáfu, framtíðin þarf á því að halda. 

Nú er komið að því að kynna nýjan Volvo. Allt sem við vitum um tækni, hönnun og öryggi kemur þar saman til að taka ferðalagið okkar enn lengra. Með nýjum Volvo V90 förum við inn í nýtt tímabil. Við gleymum þó aldrei hvaðan við komum.

VOLVO V90 OG ZLATAN IBRAHIMOVIC

Made by Sweden

Í Svíþjóð setjum við fólk í fyrsta sætið. Þess vegna fögnum við þeim sem þora að vera öðruvísi og fara sína eigin leið.
Sérpantaðu Volvo V90 – akkúrat eins og þú vilt hafa hann. Veldu vél, aukabúnað, lit, felgur og margt fleira.
V90_Hero_3

SKANDINAVÍSKUR LÚXUS

Stórglæsilegur Volvo V90 sameinar stórkostleg, náttúruleg efni og háþróaða tækni.

Apple CarPlay

Hnökralaus tenging

Apple CarPlay er betri og auðveldari leið til að vera tengd/ur á veginum. Um er að ræða tækni sem gerir þér kleift að vera í sambandi við alla vini þína, finna bestu leiðina á áfangastað og hlusta á uppáhalds tónlistina þína. Þú getur stjórnað Apple CarPlay í gegnum snertiskjá bílsins, með stillingum í stýrinu eða með hjálp Siri. 

Intellisafe

Aksturinn verður auðveldari og öruggari

Framtíðarsýn okkar er að frá árinu 2020 muni enginn slasast eða láta lífið í nýjum Volvo. Í dag aðstoðar IntelliSafe tæknin þig við aksturinn, hjálpar til við að koma í veg fyrir árekstur og ver þig ef til árekstrar kemur.

T8 Twin Engine

Hugvitsamur kraftur

Í T8 vélinni hefur þú val um þrjár akstursstillingar: Pure, Hybrid og Power – allt í einum kraftmiklum bíl. Keyrðu í slakandi þögn eða skiptu yfir í Power stillinguna og njóttu kraftsins sem brýtur niður allar fyrirframgefnar hugmyndir um rafmagnsbíla.

Þinn Volvo. Eins og þú vilt hafa hann

Kynntu þér Volvo S90 og Volvo V90 betur.

Volvo S90
Volvo V90