Explore Volvo S80 Accessories

hafðu BÍLINN EINS OG ÞÚ VILT 

Í boði er gott úrval aukabúnaðar fyrir Volvo. Skoðaðu úrval vinsælla valmöguleika hér á síðunni eða opnaðu hlekkinn hér fyrir neðan og sjáðu yfirlit yfir aukabúnaðinn sem er í boði.

Ytri útlitshönnun

Til gefa bílnum þínum meiri persónuleika og einstakt útlit hefur Volvo þróað aukahluti ytri útlitshönnunar sem styrkja kraftmikinn glæsileika bílsins.

Álhlíf að framan

Þessi aukabúnaður dregur fram hörkuna í Volvo XC60 og undirstrikar ævintýralegt eðli Volvo XC-línunnar. Álhlífin er fáanleg í tveimur möttuðum útgáfum sem fullkomnar annan aukabúnað í ytri útlistarhönnun.

Álhlíf að aftan

Þessi aukabúnaður veitir afturhluta Volvo XC60 enn kröftugra útlit. Álhlífin ásamt innbyggðum tvöföldum útblástursrörunum gefa afturhlutanum á Volvo XC60 kraftmikið viðmót.

Innbyggð fótstig

Fótstigin eru samlit bílnum sem fullkomnar á snyrtilegan hátt fágaða hönnun Volvo XC60. Þau líta frábærlega út og veita einnig góðan stuðning fyrir inn- og útgöngu og þegar þú hleður farangursgeymsluna á bílþakinu.

20" Candor álfelgur

Úrvals demantslagaðar felgur úr járni auka sportlegt útlit Volvo XC60. Í boði eru fleiri gerðir af álfelgum.

Tækni og hljóð

Stjórnaðu með stíl og vellíðan. Gerðu þinn Volvo XC60 að færanlegri afþreyingarmiðstöð eða notaðu aðstoð við að leggja bílnum. Með tækni- og hljóðaukahlutum okkar getur þú að fullu upplifað hljóð og sýn, öryggi og skemmtun.

Afþreying í aftursætinu

Farþegar í aftursætum munu njóta ferðarinnar sem aldrei fyrr með afþreyingarkerfi af nýrri kynslóð og LCD-skjáum sem tengdir eru sérstökum DVD-spilurum. Þar er einnig að finna þráðlaus heyrnartól og fjarstýringu.

360° myndavél

Það felst mikil áskorun í því að glíma við þröngar afreinar og vegamót sem oft hafa takmarkað útsýni. Okkar markmið er að gera þér þetta auðveldara með myndavélabúnaði til að leggja bílnum. 360° myndavél gerir þér kleift að „sjá í kringum horn“ með 180° sjónsvið til vinstri og hægri fyrir framan þig.

Bakkmyndavél

Að bakka í þröng bílastæði getur valdið mikilli streitu. Væri ekki gott að vera með „augu í hnakkanum“? Volvo XC60 færir þér slíkan ofurmátt með myndavél sem er fest á afturhlerann og eykur sjónsvið þitt til muna fyrir aftan bílinn.

Sensus Navigation

Finndu þínar leiðir og tengdu þig við öpp í gegnum tölvuský sem vísa þér veginn á næsta áhugaverða stað eða næsta lausa bílastæði. Veldu ákvörðunarstaðinn þinn með raddstjórnun eða gerðu það fyrirfram með því að nota snjallsímann. Uppfærslur á kortum eru einnig innifaldar.

Pakkað og hlaðið

Hagkvæmt eða glæsilegt – af hverju að hugsa í málamiðlunum? Með þessum aukahlutum sem tengjast farangsurgeymslunni færðu það besta úr báðum áttum og þar með verður líf þitt svolítið auðveldara. 

Til að fullkomna útlit Volvo er jafnvel hægt að velja samlitaða aukahluti svo að þeir passi fullkomlega við þinn bíl.
Dráttarbeisli með föstum eða aftengjanlegum hæl

Við hjá Volvo hönnum hvert dráttarbeisli eins og það væri hluti af yfirbyggingu bílsins; við höfum það eins hagnýtt, endingargott og öruggt og mögulegt er. Veldu á milli dráttarbeislis með föstum eða aftengjanlegum hæl; þannig nær ekkert að hindra þig þegar þú ert að hlaða eða afhlaða bílinn.

Toppbogar á þaki

Þessir sérhönnuðu toppbogar passa snyrtilega og tryggilega á tilbúnar festingar Volvo XC60. Það er auðvelt að koma þeim fyrir og sameina við viðbótarfestingar ef þess er þörf.

Textílmotta í farangursrými (hægt að snúa við)

Þetta gerir þér kleift að viðhalda fáguðu útliti farangursgeymslunnar, jafnvel þótt þú flytjir stundum óhreinan farm. Mottunni er hægt að snúa við og er hún vatnsþétt með samlitað textílefni á annarri hliðinni og plast á hinni.

Öryggisgrind

Öryggisgrindin ver þig og farþega þína fyrir lausum farangri þegar hemlað er snögglega. Grindin er samlituð innréttingunni og þegar ekki er þörf á henni er hægt að fella hana upp við þakið.

Öryggi

Ekkert er mikilvægara en öryggið fyrir þig og farþega þína. Og eins og þú getur vænst af okkur eru barnastólarnir okkar með þeim öruggustu sem þú finnur.

Ungbarnastóll (allt að 13 kg)

Ungbörn upp að eins árs aldri ferðast örugg í sæti sem snýr aftur. Hliðarbretti veita aukavörn við hliðarárekstur og þú getur auðveldlega stillt bólstraða höfuðpúðann og fimm punkta beltisólina. Það er einnig að finna blæju til að hindra sólarljós. Þennan ungbarnastól er auðvelt að bera og hann er hægt að nota sem burðarrúm.

Snúanlegur barnastóll (9-25 kg)

Háþróaður barnastóll sem hægt er að snúa bæði í aksturstefnu og gagnstætt aksturstefnu sem hentar börnum á aldrinum 9 mánaða til sex ára. Hann er festur með því að nota öryggisbelti bílsins og hann er auðvelt að stilla til að hámarka þægindi og öryggi.

Beltastóll (15-36 kg)

Beltastóll Volvo hjálpar til við að staðsetja barnið í réttri hæð fyrir öryggisbeltið og hann er hannaður til að hámarka vernd við hliðarárekstur. Höfuðpúðann og breidd hans er auðveldlega hægt að stilla til að auka þægindi og einnig er hægt að halla sætisbakinu aftur þegar barnið þitt vill hvíla sig.

Vilja ekki allir ánægjulegri akstur?

Gerðu aksturinn ánægjulegri með Polestar performance optimisation. Þessi upfærsla eykur afl og tog, er samþykkt af Volvo og mun örugglega laða fram bros í ferðum á milli staða.
FREKARI UPPLÝSINGAR

nýsköpun okkar

Fólk er leiðarljósið í öllu okkar starfi og því miðast nýsköpun okkar við að einfalda og bæta líf þitt. Við erum sérstaklega stolt af árangri okkar við þróun á vistmildari vélum, samskiptatækni og öryggi. Við eigum hugtök yfir hugsun okkar á þessum sviðum: Drive-E, Sensus og IntelliSafe.