NORRÆNI KAPPINN

Gerðu bílinn að þínum.

Ytri hönnun

Þessir útlitsvalkostir eru hannaðir til að ýta undir kraftmikinn og einstakan karakter XC60.

Ytri hönnun með hlífðarlistum að framan og aftan

Þessi sérvaldi útlitspakki er hannaður með kröftugan og öruggan persónuleika XC60 í huga og inniheldur hlífðarlista úr burstuðu ryðfríu stáli framan og aftan á bílnum og tvískipt innfelld útblástursrör, einnig úr burstuðu ryðfríu stáli, sem láta bílinn líta út fyrir að vera með fjögur útblástursrör. Í boði síðar á árinu 2017.

22 tommu álfelgur með fimm tvískiptum örmum

Einstakar 22 tommu mattar, svartar og demantsslípaðar álfelgur með fimm tvískiptum örmum og samlitur hjólbogi gefa XC60 enn sportlegri svip. Hver felga hefur verið veltiviðnámsprófuð, þolprófuð og veðurprófuð við mismunandi skilyrði.

22 tommu álfelgur með 10 opnum örmum

Einstakar 22 tommu svartar og demantsslípaðar álfelgur með 10 opnum örmum og samlitur hjólbogi gefa XC60 enn fágaðra útlit og yfirbragð. Hver felga hefur verið veltiviðnámsprófuð, þolprófuð og veðurprófuð við mismunandi skilyrði.

Stuðarahlíf

Þessi stuðarahlíf úr ryðfríu stáli er hönnuð til að vernda stuðara XC60 frá rispum og hnjaski þegar verið er að hlaða og losa farangursrýmið. Stuðarahlífin er með fallegri áferð úr burstuðu ryðfríu stáli og er sérhönnuð þannig að hún tóni vel við aðra útlitsþætti XC60.

Tækni og hljóð

Úrval okkar af framsæknum aukabúnaði býður upp á eitthvað fyrir alla, hvort sem er tengingarmöguleika fyrir bílstjórann eða afþreyingu fyrir farþegana.

Sensus-leiðsögukerfi

Fáðu skýra og góða leiðsögn með innbyggða Sensus-leiðsögukerfinu. Forrit í bílnum geta hjálpað þér að finna og greiða fyrir bílastæði, deila staðsetningu þinni með vinum eða einfaldlega finna besta kaffibollann í bænum. Kerfið gefur þér gott yfirlit yfir hjáleiðir til þess að þú getir forðast að festast í umferðarteppu.

iPad festing

With the iPad® holder, rear-seat passengers can now use an iPad® in comfort and safety. Whether it’s listening to music, watching a film or surfing the web, the iPad® holder lets rear-seat passengers make the most of every journey and features two USB ports for charging devices simultaneously.

Apple Carplay

CarPlay gerir aðgerðir og forrit sem þú þekkir úr iPhone aðgengileg á þægilegan hátt á snertiskjánum í Volvo-bifreiðinni. Þú getur meira að segja notað raddstýringarþjónustu Siri til að senda SMS-skilaboð en samtímis haldið athyglinni á veginum, þar sem hún á heima.

Geymslurými

Útlitsaukahlutir okkar og snjallar geymslulausnir eru sérhannaðar til að þú fáir sem mest út úr XC60.

Farangursbox hannað af Volvo Cars

Þetta nútímalega og notadrjúga farangursbox er sérhannað af Volvo Cars. Straumlínulöguð hönnun dregur úr loftmótstöðu og gljásvart yfirborðið gefur fágað og sportlegt útlit. Farangursboxið rúmar 350 lítra, það er auðvelt að festa á bílinn og það passar á allar þakfestingar Volvo Cars.

Reiðhjólafesting, fest á dráttarkrók

Reiðhjólafestingin er fest á dráttarkrókinn og getur flutt allt að fjögur reiðhjól á öruggan hátt. Hún er létt og einföld í notkun og með sérhönnuðum tvöföldum lásbúnaði sem festir hjólin og festinguna við bílinn, og fótstýrð hallaaðgerð veitir greiðan aðgang að farangursrýminu öllum stundum.

Útdraganlegur dráttarkrókur

Þessum hálfrafknúna útdraganlega dráttarkrók er stýrt með hnappi, svo ekki þarf að teygja sig undir bílinn til að færa hann út og inn. Dráttarkrókurinn er festur með einfaldri handarhreyfingu og er falinn undir bílnum þegar hann er ekki í notkun. Ef dráttarkrókurinn er ekki í lás birtist viðvörun á skjá ökumanns.

Öryggisstálgrind

Afar nytsamleg öryggisgrind sem kemur veg fyrir að lausir hlutir í farangursrými kastist fram í farþegarýmið ef hemla þarf snarlega. Grindina er auðvelt að setja upp og fjarlægja og hún fellur á öruggan og þægilegan hátt upp að loftinu þegar hún er ekki í notkun.

Öryggi barna

Framsækinn öryggisbúnaður okkar hefur nýst við að auka öryggi barna í bifreiðum í meira en hálfa öld. Á þessum tíma höfum við lært ótalmargt. Með hverri nýrri kynslóð barnabílstóla frá Volvo nýtum við alla vitneskjuna sem við höfum aflað okkur svo þú nýtur góðs af.

Ungbarnabílstóll

Bílstóllinn er hannaður með þægindi og öryggi ungbarna allt til eins árs í huga. Hann er bakvísandi og með djúpu formuðu sæti, fyrsta flokks nýju ullaráklæði og hár til hliðanna. Stórt handfangið er auðvelt að stilla með annarri hendi og þægilegt er að stilla höfuðpúðann úr framsætinu.

Bakvísandi barnabílstóll

Bakvísandi barnabílstóllinn okkar er með auknu fótarými, mismunandi hallamöguleikum og fyrsta flokks nýju ullaráklæði og tryggir börnum frá 9 mánaða til 6 ára aldurs mikil þægindi og öryggi. Hann er að auki nettur og léttur svo auðvelt er að koma honum fyrir, stilla hann og fjarlægja.

Barnasæti

Barnasætið okkar er framvísandi sæti fyrir börn 4 til 10 ára. Bólstraður höfuðpúði, háar hliðar og axlavernd tryggja öryggi barnsins í bílferðinni og fyrsta flokks ullaráklæði gerir ferðina þægilega.

Barnasessa með ullaráklæði

Barnasessa með baki fyrir börn 4 til 10 ára tryggir að öryggisbeltið sitji ávallt rétt og að barnið haldist öruggt eftir því sem það stækkar. Fyrsta flokks nýtt ullaráklæði tryggir svo þægindi barnsins í bílferðinni. Bakið má leggja í hvíldar- og svefnstöðu og er með fimm mismunandi hæðarstillingum.