SPORTLEGT YFIRBRAGÐ

Volvo XC60 R-Design

Upplifðu sænska sportjeppann eins og hann gerist atkvæðamestur. Fágun, sportlegt útlit og akstursupplifun sem stendur undir því.

Hannaður fyrir akstur

Djörf hönnun og kröftugur undirvagn gera XC60 R-Design að sportjeppa sem smitar út frá sér sjálfsöryggi. Hann er tilkomumikill þökk sé sérstakri ytri hönnun á borð við svarta innfellingu í framgrilli, háglansandi möskva, glansandi grill á stuðara, hliðargluggaskrautlista með silkiáferð og innfellt pústkerfi. Staðlaðar R-Design álfelgur bæta við öflug hughrifin, í boði í 19 og 21 tommu. Áklæðið er gatað Nappa-leður/Nubuck-leður. Metal Mesh Aluminum skreytingar sameina einstakan munað og sportlegan stíl. Láttu fara vel um þig í Contour-sætunum á meðan þú nýtur akstursins.

Settu saman þinn eigin XC60 R-Design

R-Design útfærslan í smáatriðum

Í ökumannssætinu

Contour-sæti með áklæði úr götuðu Nappa-leðri/Nubuck-leðri gefa merki um bíl sem hannaður er fyrir ökumanninn, og veita einstakan stuðning.

Sterkleg hönnun

R-Design útfærslan gerir XC60 tilkomumeiri, með glansandi svörtum innfellingum í framgrillinu, djörfum álfelgum og innfelldu pústkerfi.

Fókusinn er á aksturinn

XC60 R-Design er byggður fyrir akstur. Lækkaður sportundirvagn skilar sér í enn snarpari aksturseiginleikum.

Felgur sem skera sig úr

Val um Diamond -Cut álfelgur í tveimur mismunandi stærðum með einkennandi demantskurðarútliti gefa XC60 djarft útlit

Skapaðu þinn eigin stíl

Hannaðu þinn fullkomna Volvo XC60. Veldu úr miklu úrvali lita, tækni- og aukabúnaðar sem hannaður er til að hæfa þínum þörfum og stíl fullkomlega.

Settu saman þinn eigin bíl

Skoða aðrar XC60 útfærslur

XC60 R-Design

Sportlegur í útliti, innblásinn af akstursánægju.

XC60 Momentum

Fyrsta flokks búnaður og útlit.

XC60 Inscription

Framsækinn nýtískulegur munaður frá Svíþjóð.